23.2.2009 | 13:32
Farðu heim, góði minn
Í núgildandi lögum um útlendinga eru set grunskilyrði fyrir dvalaleyfi útlendinga (útan EES) og þau gilda einnig fyrir nánustu (útlenska) aðstandendur Íslendinga.
Megin skilyrði eru að framfærsla viðkomandi, sjúkratrygging og húsnæði er tryggt. Sambúðarmaki telst til nánustu aðstandenda.
Lög um úlendinga breytast sífellt og ég man ekki hvenær framfærsluskilyrðin voru set æðri en réttindi þess að hjón eða sambúðarmenn búa saman hérlendis.
Að sjálfsögðu skil ég hvers vegna lögin kveðaá framfærslu útlendinga sem skilyrði dvala þeirra. En, STÓR EN, þessi lög voru set þegar aðstæður þjóðfélagsins voru ekki eins og þessa daga. Engin lög eða tryggingarkerfi byggjast á uppgerð (assumption) um stórar kreppur eins og við mætumí samfélaginu.
Því hvort sem Íslendingur eða útlendingur erað ræða, finnst mér rétt og nauðsynlegt að framkvæma lagaákvæði og fleira semvarða framfærslumál með tillitssemi til sér-aðstæðnanna. Reyndar krefjast margir Íslendingar þess að njóta sér- eða öðruvísi afgreiðsluhátta en venjulegt varðandi greiðslu íbúðarlán og fl. Mér finnst þetta bara eðlilegt.
Þá hvað um framfærsluskilyrði útlendinga eða rétt til atvinnuleysibóta? Hér á égekki við útlenskan mann sem er kominn hingað með tímabundið verkefni, heldur mann sem hefur verið búsetur fast eins og Jonas í fréttunum.
Hugsum hvað gerist til dæmis Bandaríkin segja hið sama varðandi framfærsluskilyrði fyrir dvalarleyfi eins og Jonas á Íslandi? Ef hann og sambúðarmaðurinn hans flýtjast til Bandaríkjanna og sambúðarmaðurinn getur ekki sýnt fram framfærslu sína og því þau geta ekki búið saman í Bandaríkjunum? Þá eiga þau engan stað til að vera með.
Það sem er óheppilegt fyrir okkur útlendinga er kannski að við höfum engan sem talar sterklega fyrir hönd okkar og semja við valdið um málið. Ég óska þess innilega að viðkomandi valdið sjái um málið með mannlega skynsemi og sanngjarnt viðhorf.
![]() |
Farðu heim, góði minn! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2009 | 09:51
Óhróður settur á bíla
![]() |
Óhróður settur á bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |