Löng leið til að læra ísenskt mál....fyrir mig


Í gær spurði ég smá-spurninga um málfræði á íslensku og ég fékk svör fyrir spurningunum mínum og athugasemdir frá góðum bloggvinum mínum skömm eftir. Þakka þeim fyrir þau! Smile

Meðal annarra leiðrétti Soffía, bloggvinur, málfræðilegar villur mínar í færslunni á kurteislegan hátt. Ég þakka henni fyrir það líka. Stundum leiðréttir nokkurt fólk íslensku mína með þeim tilgangi að sýna mér niðrandi viðhorf sitt, en slíkt var alls ekki málið hjá Soffíu.

Mér fannst gaman að skoða atriði sem Soffía benti á, þar sem öllu atriðin voru eins konar “kæruleysi” hjá mér, sem sagt þó að ég sé með málfræðilega þekkingu um þau atriði, samt gerði ég mistökin. Af hverju? Mig langar aðeins að útskýra “af hverju” fyrir ykkur, þar sem þetta gæti aukið skilning ykkar á íslensku sem útlendingar skrifa og tala!  

Sjáið eftirfarandi, sem Soffía sendi mér:  

Smá leiðréttingar (í Bold er leiðrétting): 

“Ég er með eina spurningu, mjög einfalda spurningu sem varðar íslenska málfræði. Ég hef spurt nokkurt (nokkra 1) Íslendinga um hana en er enn ekki búinn að fá skýrt svar (skýr svör 2)”. 

“Ég skammast mín að spyrja svona spurningu (spurningar 3) eftir 16 ára dvalar (dvöl 4) á Íslandi, en mér þykir (þætti 5) vænt um að fá svar án skammaorð (skammarorða 6)!”

1: Þetta gerist hjá mér mjög oft. Ástæðan er einföld. Ég ætlaði að skrifa fyrst “ég hef spurt nokkurt fólk ...” , en síðan skipti í “Íslendinga” á meðan ég var að skrifa, en gleymdi að breyta beygingu lýsingarorðsins. Sams konar villa eins og að gleyma að breyta beygingu orðs eftir eintölu, fleirtölu eða falli sem á að fylgjast með annarri meginbreytingu er kannski algengast hjá mér. 
Blush

2: Þetta er eitthvað sem mér finnst erfitt að skilja málfræðilega. Við aðgreinum það ekki mjög skýrt hvort eitthvert orð sé eintala eða fleirtala. Því ég er ekki með “sence” um þetta atriði. 
Einnig erum við Japanir yfirleitt ekki duglegir í að skilja “óákveðið – ákveðið”. Varðandi “a” eða “the” á ensku, segjum við í Japan eins og: “Þetta er málfræðilegt atriði, sem jafnvel leikskólabarn í Bandaríkjunum gerir engar villur á meðan japanskur ensku-bókamenntafræðingur villast sífellt”. 
Sick

3: Kæruleysi. 
Crying

4: Ruglingur eftir orð “16 ára”. Kom eignarfall ómeðvitað! 
Sleeping

5: Þetta er frekar “advanced” atriði í málfræði, held ég. 
Shocking

6: Ég var að kanna hvort orð “skammarorð” sé til eða ekki í orðabók, og síðan gleymdi að beygja orðið í eignarfall og fleirtölu. 
Pinch


Eins og sést hér yfir, finnst mér það erfiðast fyrir okkur (fyrir “mig” a.m.k.) að “synchronizse” allar orðbeygingar innan sekúndu. Þetta er samt betra þegar “ritmál” er að ræða, en um talmál..... æ, næstum “impossible”. Það mun vera auðveldara að venjast því að gera mistök en að æfa mig í “synchrinising” ! 
Cool

Jæja, þessi færsla er ekki til þess að afsaka málfræðilegar villur mínar á íslensku, heldur að fá góðan skilning ykkar á erfiðleika okkar útlendinga í að læra íslenskuna. 

Persónulega finnst mér gaman að læra íslesnku og mjög þakklátur fyrir alla hjálp og aðstoð um íslenslkt mál, sem íslenskt fólk í kringum mig veitir mér daglega. Vona að staðan sé sama hjá sem flesti útlendingum sem er að læra íslenskuna núna! 
Heart


Bloggfærslur 21. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband