18.6.2009 | 11:11
Mér þykir gaman að íslenskum ljóðum
En maður á að vera virkur a.m.k. í helstu áhugamálum sínum (annars hvers vegna lifir maður!?) og ég reyni að ýta mér svo að ég verði virkari aftur hér í blogginu.

Í vetur birti ég ljóð mitt sem hét Blóm hér:
Blóm opnastí fyllingu tímans
get ekki látið það flýta sér
en kann að vökva
og færa í sólargeisla
kann að bíða
jafnvel biðja
Því mér er annt um blómið
En ég var ekki ánægður með síðastu línu. Það er fáránlegt að segja mér er annt um blómið eða mér þykir vænt um það, þar sem það er augljóst ef maður les fyrstu línur að ég er hrifinn af blómið.
Þannig var eg á leit við lokaorð í ljóðinu. Eftir þrjú mánuði fann ég loksins línuna sem hentar því. Nú er Blóm lítur út fyrir að vera eins og:
Blóm opnast í fyllingu tímans
get ekki látið það flýta sér
en kann að vökva
og færa í sólargeisla
kann að bíða
jafnvel biðja
fyrir brosi yfir blómkrónum

Vinsamlegast ekki misskilja mig. Ég er ekki að segja að þetta þjóð sé gott kvæði eða ég sé duglegur í ljóðagerð. (I cannot be that arogant!)
Það sem mig langar að segja er að það er gaman að semja ljóð og leita að orði sem er rétt og ánægjulegt til að tjá tilfinningu sína og að deila því með öðrum, jafnvel fyrir útlenskan mann eins og mig!

(Ég játa það að ég þurfti að fá aðstoð frá vini mínum og ljóðkennari minn, Davíð Stefánsýni til að tékka hvort væri rétt að segja brosi yfir blómkrónum eða brosi yfir blómkrónur. Ég kíkti í mörgum bókum en gat ekki fundið svar sjálfur.
)

Íslensk ljóð eru endalaus gamanefni fyrir mig og áhugaverð.
Mmmmm, ég elska þau! 
