Á leiðarenda


phot000000000001667d_500_0.jpg
 
 
 
 
                               Fimmtíuáraafmæli 
 
 

                 Augu mín hulin þoku
              skima og sé;
 
              þegar kominn á leiðarenda 
 
 
                                                
                                                                         - júli 2009  TT - 
 
 
 
Ljóðgerð er áhugamál mín. Aðallega hef ég áhuga á því að lesa íslensk ljóð og einnig að semja ljóð sjálfur á íslensku(með aðstoð góðs fólks). Mér finnst gaman að lesa bækur um japönsk ljóð -sérstaklega um Haiku - af því að ýmislegt um Haiku nýtist vel til þess að fá víðbendingu um ljóðgerð, en ég hef raunar næstum enga reynslu af að yrkja á japönsku hingað til.
En þessa daga byrjaði ég á að prófa að semja kvæði á japönsku líka. Það er bara til gamans.

Annars á japönsk ljóð form sem er mjög líkt Haiku. Það heitir Sen-ryuu.Sen-ryuu er í formi 5-7-5 hljóðstafa eins og Haiku. Munurinn er að í Haiku verður skáld að setja orð sem bendir á árstíð en í Sen-ryuu er það ekki nauðsynlegt. Í Haiku reynir skáld að vera "objective" og lýsa einhverju eins og það lítur út fyrir að vera í augum skáldsins. En í Sen-ryuu má skáld vera meira tilfinninglegt og reyna að vera "subjective". Einnig í Sen-ryuu er meiri áhersla lögð á kímnigáfu og skáld á að grína samfélag og sjálft sig.

Alla vega finnst mér gaman að semja kvæði í Sen-ryuuformi, þar sem það er alls ekki erfitt. (að sjálfsögðu er það erfitt að búa til gott Sen-ryuu kvæði eins og í Haiku eða í öðru ljóðformi)

Stutt ljóð ofangreint er þýðing (eða endursamið kvæði, vinur minn og ljóðkennari, Þorkell Óttarson veiti mér sérlega góða aðstoð og ég er bara þakkalátur fyrir hana) úr Sen-ryuu sem ég bjó til á japönsku, en það var eins og :


霞眼をこらして見れば終着駅

kasumime-wo korashite-mireba syuutyakueki

 

Það þýðir einfaldlega að ég er orðinn gamall maður fyrr en ég tók eftir því! (50 ára afmælið mitt var í nóvember sl!) Wink


 

Bloggfærslur 3. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband