Önnur söfnun - fyrir MND sjúklinga í Japan


Kæra fólk, 
Rauði Krossinn Íslands er nýbúinn að byrja á söfnun fyrir Japan og ég er mjö þakklátur fyrir það.
 
En í dag er önnur beiðni um söfnun komin til mín og því ég vil koma henni á framfæri hér niður.
 
****    ****    ****

Mér hefur nú borist beiðni um aðstoð frá MND félaginu í Japan (JALSA).Þeir eins og aðrir standa frammi fyrir gríðarlegum vanda.

Númer eitt núna er að koma því fólki til hjálpar sem býr heima meðöndunarvélar og verið er að taka rafmagn af í tíma og ótíma. 

MND félagið á Íslandi hefur ákveðið að senda 5000 dollara og auðvitaðmeira ef framlög berast.

Reikningurinn er: 1175-05-410900 (Þarf að merkja "Japan")

Kennitalan er: 630293-3089


Kærleikskveðjur
GuðjónSigurðsson
FormaðurMND félagsins
Formaður alþjóðasamtaka MND félaga
www.mnd.is<http://www.mnd.is>

 


RKÍ byrjar á söfnun fyrir Japan. Kærar þakkir!


Kæra fólk á Íslandi,
Innilega þakka ykkur fyrir jákvæðu viðbrögðin um áskorn um söfnun fyrir Japan.

Rauði krossinn er að fara af stað með söfnun vegna hamfaranna í Japan og verður almenningur hvattur til að gefa fé í söfnunina með því að hringja í síma 904 1500 (Upphæð verður 1.500kr jafnt)
Annars er hægt að leggja til framlag gegnum heimabanka; 
b.nr. 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. 
Þarf að skýrast "til Japans"
 
Ég veit að sjálfsögðu að efnahagsleg staða okkar er líka í erfiðleikum. 
Samt óska þess að sem flestir taki þátt í söfnun.
 
með þökkum,
Toshiki 



Bloggfærslur 14. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband