27.7.2011 | 11:44
„Nadeshiko“ Japan og þakklæti Japana til heimsins
Kvennalandslið Japans í knattspyrnu, Nadeshiko" Japans, vann í fyrsta sinn heimsmeistaratitilinn á dögunum. (Nadeshiko" er blóm sem er kallað dianthus" og oft notað sem tákn japanskrar konu á meðal Japana). Japan spilaði úrslitaleikinn á móti sterku bandarísku liði, sem í raun stjórnaði leiknum 80% af leiktímanum. En þrátt fyrir það unnu japönsku stelpurnar leikinn.
Sigurinn var óvæntur fyrir marga í heiminum. Margir fjölmiðlar fjölluðu um sigurinn sem verkefni: Japanska liðið hafði sérstakt verkefni, að færa gleði og von til þjóðar sinnar sem þjáðst hefur vegna stóru jarðskjálftanna og flóðbylgnanna."
Mér finnst þetta vera rétt ábending. Eftir úrslitaleikinn sagði Norio Sasaki, þjálfari liðsins, að liðið hefði annað erindi fyrir utan fótboltann sjálfan. Það væri að sýna heiminum þakklæti fyrir þann stuðning sem hann hefði sýnt japönsku þjóðinni eftir hamfarirnar og einnig að gefa Japönum von og kraft fyrir framtíðina.
Fyrir nokkrar af stelpunum virðist þetta markmið jafnvel hafa verið enn persónulegra. Eftir því sem ég best veit voru þrjár þeirra frá hamfarasvæðinu auk Sasaki, þjálfarans. Miðvörðurinn, Aya Sameshima, nr. 15, tilheyrði t.d. fótboltaliðinu Tokyo Electricity" og starfaði í því kjarnorkuveri sem olli geislalekanum eftir jarðskjálftann....
Halda á fram að lesa hér:
http://www.tru.is/pistlar/2011/7/nadeshiko"-japan-og-þakklæti-japana-til-heimsins