Gleðilegt sumar!

cohdra @morguefile.com
 


Snemma sumars berast snjókorn í vindinum
Hvítpúðruð Esja gnæfir yfir höfnina
,,Sumarið!" Dúðað fólk brosir við mér
Smám saman dofnar yfir vetrinum í Lækjargötu

Snemma sumars stingur kuldinn hörund mitt
Fuglar dansa á torfunni og ylja sér
við hliðina á þöglu blómabrumi
Daginn lengir rólega í nepju á Austurvelli

Svo rennir sólin niður björtu skini sínu
og þekur bæinn með óskorinni ljóshimnu
Sál mín seilist eftir sólinni
og flýgur upp í loft eins og arnarengill

Snemma sumars á Íslandi
Dagur himnaljóss


- "Snemma sumars" TT;
Myndin er eftir cohdra @morguefile.com
-

 


Bloggfærslur 19. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband