"Hvernig stendur á því að ég stend hér?" -smásaga-


Mér barst smá-reynslusaga frá konu sem ég þekki. Sagan var um reynslu konunnar hjá nokkru hjálparstarfi. Mér finnst sagan athugaverð og áhugaverð, og gott efni til umhugsunar óháð því hvað viðlesum í henni. Því ég fékk leyfi sendanda til að kynna söguna fyrir blogg-gestum mínum.

      ***   ***   ***   ***

Ég stend norpandi íforarvilpunni, blaut í fæturna. Kannski vegna þess að ég stend í leðjunni ogþað er grenjandi rigning og suðvestan slagviðri. Lyktin er vond og ég skammastmín. Ég horfi á fólkið og sé að þau skammast sín líka, sum. Öðrum virðist verasama. Þau spjalla saman og þekkja kerfið hér og þessa undarlega framandimenningu sem hér ríkir, finna sig heima.

Ég venst þessualdrei-þetta er alltaf jafn erfitt. Ég er svo stolt, á svo erfitt með að beygjamig, kannski er ég svona hrokafull. Ég veit það ekki. Kannski er þetta sittlítið af hverju eitthvað svona hrokastollt, já það er það sem það er,hrokastollt. Ég er búin að búa til nýyrði. Það væri náttúrulega hægt að líta áþetta sem skólun í auðmýkt. Já það er skárra að líta á það þannig.

Hér er allskonarfólk, ég sé mann sem er morðingi, ég sé gamla konu á hækjum sem er allt of feitog dóttur hennar sem er sennilega ekki alveg heil í hausnum. Ég sé einstæðingasem samfélagið hefur kosið að gleyma. Ég sé fólk sem er manneskjur eins og þúog ég. Fólk sem hefur farið halloka í lífinu. Fólk sem á ekki í önnur hús aðvenda til að fá mat fyrir hátíðarnar. Örorkubæturnar, ellilífeyririnn,atvinnuleysisbæturnar eða félagsmálastyrkurinn hrekkur ekki til. Illa lyktandimannfjöldin þjappar sér saman í slagviðrinu eins og blautar kindur.

Oj oj ég langar ekki tilað vera hérna. Maðurinn fyrir framan mig í röðinni er órakaður með hárlufsur áannars sköllóttu höfðinu, hann er algerlega tannlaus og skammast sín ekkineitt, ekki fyrir að vera tannlaus og ekki fyrir að vera hér. Stúlka fyriraftan mig kemur með regnhlífar sem hún átti úti í bíl, 3 stykki. Fólkið í kringbrosir og þakkar henni- segir hana himnasendingu. Konan til hliðar er meðsvart, tætingslegt hár, það er grá rönd við hársrótina þar sem hárið er farið aðvaxa. Sennilega á hún ekki peninga fyrir að láta lita það á ný, kannski erhenni alveg sama.

Ég sé að augu sumra þarna eru bara dáin, þau hafa gefist uppfyrir löngu. Lífið drap þau. Í röðinni fyrir framan er kona af erlendu bergibrotin, hún er með barn með sér. Konan er greinilega íslamstrúar því hún hylurhárið undir slæðu sem er vandlega pökkuð yfir allt höfuðið og í kring umhálsinn, aðeins andlitið sést. Það eru fleiri útlenskar konur hér, þær talaslavneskt tungumál. Íslensku konurnar tala ekki við þær heldur gefa þeimhornauga. Ekki fjandsamlegt þó en tortryggið.

Nú kemst hreyfing áfólkið og eitthvað virðist vera að gerast hjá hurðinni. Hurðin lokaðist afturog lýðurinn kurrar. ,,Á að láta mann verða út hérna" segir tannlausi maðurinn,ég finn örvæntingu fólksins í kring vaxa, þau eru rétt eins og ég, blaut ogköld eftir að hafa staðið í biðröðinni í klukkutíma. Loksins opnast dyrnar ogfólkið olnbogar sig áfram, öll hrædd um að einhver ryðrist fram fyrir þau.Ljóshærð ung kona í silkiskyrtu stendur í anddyrinu og dreifir númeruðum miðum,ég er númer 174.

Hún hrópar hátt skrækri röddu, ég heyri í rödd hennar ótta, aðhún er hálf hrædd við þennan tætingslega ruslaralýð. Hún kemur fyrir eins oghún sé frek, því hún hefur hátt og er dónaleg við fólkið. Það er eins og húnumgangist það ekki sem fólk lengur. Ég held ekki að hún myndi koma svona framvið fólk í Smáralind eða Kringlunni. Það er eins og það megi koma verr fram viðþau sem lífið drap.

Fólkið ryðst inn íhúsið. Það komast als ekki allir inn í einu, það er svona kannski einn þriðjisem kemst inn núna. Við erum í stóru fordyri, allir troðast. Græðgiblandaðurótti svífur yfir. Ótti við að allt verði búið þegar fólkið loksins kemst að.Frekjukonan hrópar á fólkið :,,þeir sem hafa verið niðri í mæðrastyrksnefnd fáekkert hér, við sjáum það í tölvunni hvort þið hafið verið þar." Stúlka fyrirframan mig er kotroskin og lífið er ekki búið að drepa hana ennþá- bara allsekki. Hún segir:,,iss það er ekkert að marka þetta, ég er búin að sjá margafara inn og koma út með matarpoka sem voru með mér í röðinni á mæðró."

Ég finnað þungu fargi er af mér létt. Það var svo litlu úthlutað þar ég fékk tvohálftóma poka þar og engin páskaegg fyrir börnin, þess vegna kom ég nú hingað.Ætla fjandinn hafi það ekki að láta vísa mér í burtu eftir að hafa staðið einsog skynlaus skepna í hjörðinni í rúmlega klukkutíma í snarvitlausu veðri. 

Frekjukonan kemur aftur út, hún hleypir inn í hollum. Hún er orðin æst finnursennilega að fólkið hlustar ekkert á hana. Hún reynir að halda í einhverjaímyndaðar reglur sem hún finnur upp um leið, held ég.

Fólkið sem lífið drapgerir bara grín að henni um leið og hún lokar hurðinni. Tannlausi gaurinnsegir:,,hún er eitthvað tens." ,,Þetta er nú ekkert" sagði sú svarthærða ,,umjólin var hún orðin jafn bleik í framan og skyrtan sem hún var í." ,,Iss svonabarbídúkkur" sagði morðinginn. ,,Hvað eru hún að rífst þetta alltaf hreint.",,Já hvað er hún að þvælast upp á dekk að rífa kjaft við fullorðið fólk" sagðifeita konan á hækjunum. Hún var svo feit og undarleg í laginu eitthvað að égþorði næstum ekki að líta á hana, var svo hrædd um að detta inn í að stara áhana. Augum á henni poppuðu næstum út úr höfðinu á henni og hún var meira aðsegja feit á eyrunum. Maginn á henni náði niður á læri og brjóstin niður aðnára, næstum því, ég hef aldrei séð svona fyrr. Það er dónalegt að glápa.

Dreggjar samfélagsins, það er það sem þetta fólker stend ég mig að því að hugsa. En hvernig stendur á því að ég stend hér meðþeim?

 

- Eftir Elínu - 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband