17.3.2011 | 09:24
Bænastund fyrir Japan í Háteigskirkju í dag k.18
Kæra fólk á Íslandi,
Við Japanir á landinu erum mjög þakklát fyrir hlýjar samúðar og samstöðukennd sem þið sýnið til heimalands okkar Japans.
Margir góðir vinir Japans eru að skipuleggja atburði til að biðja um þátttöku í söfnun tila Japans, sem RKÍ hefjar, um helgina. Nánari upplýsingar munu koma í fjölmiðla á morgun, en hópar Japana og Íslendinga ætla að hvetja söfnun í Kringlan, Smáralindi og einnig í Hinu Húsinu í miðbæ.
En áður en atburðirnar hefjast, langar okkur að bjóða fólki í bænastund, þar sem við minnumst fórnalamba jarðskjálftanna og "tsunami"flóðbylgjanna, fjölskyldna þeirra, fólks í björgunarsatrfi og allra sem varða hamfarirnar.
með kærri kveðju,
Toshiki
+++++ +++++
Bænastund verður haldin í Háteigskirkju fimmtudaginn 17. mars kl.18:00. Þar verður beðið fyrir japönsku þjóðinni, þeim sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna og fyrir ættingjum og vinum í landinu. Ritningarlestrar, bænir, tónlist og kyrrð munu einkenna þessa bænastund og viðstöddum gefst kostur á að kveikja á bænaljósum. Bænastundin er í umsjá sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, sr. Toshiki Toma og sr. Miyako Þórðarson. Allir eru hjartanlega velkomnir.
- Eftir Björgvini Þórðarson ; úr Hateigskirkja.is -