18.3.2011 | 23:13
Sýnum Japan samstöðu - Hittu okkur í Hinu húsinu á laugardag
Japanska þjóðin glímir nú við þær mestu hörmungar sem riðið hafa yfir landið í áratugi. Margir syrgja fjölskyldumeðlimi og vini og tugir þúsunda hafa misst heimili sín og atvinnuforsendur. Á mánudag hóf Rauði krossinn á Íslandi söfnun vegna jarðskjálftanna, en allt það fé sem safnast mun renna beint til Rauða krossins í Japan. Með því að hringja í númerið 904 1500 má gefa 1.500 krónur sem dragast af símreikningi.
Í tengslum við söfnunina hefur verið komið á viðamiklu samstarfi vina Japans" en hópurinn samanstendur af fjölda einstaklinga af japönskum uppruna á Íslandi, ásamt fulltrúum Félags Japansmenntaðra á Íslandi, Íslensk-japanska félagsins, sendiráðs Japans á Íslandi ásamt fjölmörgum öðrum Íslendingum sem tengjast Japan á einn eða annan hátt. Markmið hópsins er að vekja athygli á söfnun Rauða krossins með ýmsum hætti.
Kringlan og Smáralind
Sjálfboðaliðar frá Vinum Japans verða í Kringlunni á föstudag milli klukkan 14-19 og í Smáralind milli klukkan 11-18 á laugardag. Hópurinn mun kynna átakið og ræða ástandið í Japan við gesti og gangandi.
Samstöðuviðburður í Hinu Húsinu á laugardag
Á laugardag milli klukkan 13 og 17 verða Vinir Japans með samstöðuviðburð í Hinu húsinu. Japanir búsettir á Íslandi hafa fundið fyrir miklum hlýhug á undanförnum dögum og langar í þakklætisskyni að bjóða alla velkomna í Hitt húsið þar sem ýmislegt verður í boði - bæði fyrir börn og fullorðna. Gestir munu geta kynnt sér þætti í japanskri menningu, brotið Origami trönur, lært japanska skrautritun og tekið þátt í að koma hvatningarskilaboðum áleiðis til íbúa Tohoku svæðisins og japönsku þjóðarinnar allrar. Gestir geta m.a. tekið þátt í eftirfarandi:
Origami trönur > Gestum verður boðið að taka þátt í að brjóta origami trönur, en saman munum við brjóta 1.000 fugla og tengja þá saman og útbúa "senbazuru" (ísl. þúsund origami trönur). Japönsk þjóðtrú segir að þegar saman eru bundnar þúsund origami trönur fáist uppfyllt ósk. Ósk okkar er að hjálparstarf í Japan gangi hratt og örugglega fyrir sig, en fuglarnir þúsund verða sendir til Tohoku svæðisins sem er illa leikið eftir þær hamfarir sem þar hafa dunið yfir.
Japönsk skrautritun > Boðið verður upp á að skrifa skilaboð með japanskri skrautritun til að hvetja áfram fórnarlömb hamfaranna. Skilaboðin verða til sýnis á staðnum og í framhaldi verða þau send til Tohoku svæðisins.
Tesiðir > Sýndir verða japanskir tesiðir með grænu tei. Þessi athöfn á sér langa hefð í japanskri menningu og er til marks um þá miklu gestrisni sem býr í hjörtum japönsku þjóðarinnar. Gestum verður boðið upp á grænt te.
Myndbandsskilaboð > Gestir geta komið á framfæri hvatningarorðum til þeirra sem illa hafa farið út úr hamförunum. Skilaboðunum verður síðan komið á framfæri í gegnum vef hópsins á Facebook (ganbare.nippon.is <http://ganbare.nippon.is> ) sem og á samskiptavefjum í Japan.
Krakkahorn > Yngri kynslóðinni verður boðið upp á að teikna myndir sem síðan verða sendar áfram til barna á Tohoku svæðinu.
Nánari upplýsingar um átakið er að finna á Facebook síðu hópsins á slóðinni: ganbare.nippon.is <http://ganbare.nippon.is> - Einkunnarorð átaksins er japanska hvatningin Ganbare Nippon" sem útleggst á íslensku sem ekki gefast upp Japan". Með þessum hvatningarorðum sýnum við samstöðu með japönsku þjóðinni.
Í tengslum við söfnunina hefur verið komið á viðamiklu samstarfi vina Japans" en hópurinn samanstendur af fjölda einstaklinga af japönskum uppruna á Íslandi, ásamt fulltrúum Félags Japansmenntaðra á Íslandi, Íslensk-japanska félagsins, sendiráðs Japans á Íslandi ásamt fjölmörgum öðrum Íslendingum sem tengjast Japan á einn eða annan hátt. Markmið hópsins er að vekja athygli á söfnun Rauða krossins með ýmsum hætti.
Kringlan og Smáralind
Sjálfboðaliðar frá Vinum Japans verða í Kringlunni á föstudag milli klukkan 14-19 og í Smáralind milli klukkan 11-18 á laugardag. Hópurinn mun kynna átakið og ræða ástandið í Japan við gesti og gangandi.
Samstöðuviðburður í Hinu Húsinu á laugardag
Á laugardag milli klukkan 13 og 17 verða Vinir Japans með samstöðuviðburð í Hinu húsinu. Japanir búsettir á Íslandi hafa fundið fyrir miklum hlýhug á undanförnum dögum og langar í þakklætisskyni að bjóða alla velkomna í Hitt húsið þar sem ýmislegt verður í boði - bæði fyrir börn og fullorðna. Gestir munu geta kynnt sér þætti í japanskri menningu, brotið Origami trönur, lært japanska skrautritun og tekið þátt í að koma hvatningarskilaboðum áleiðis til íbúa Tohoku svæðisins og japönsku þjóðarinnar allrar. Gestir geta m.a. tekið þátt í eftirfarandi:
Origami trönur > Gestum verður boðið að taka þátt í að brjóta origami trönur, en saman munum við brjóta 1.000 fugla og tengja þá saman og útbúa "senbazuru" (ísl. þúsund origami trönur). Japönsk þjóðtrú segir að þegar saman eru bundnar þúsund origami trönur fáist uppfyllt ósk. Ósk okkar er að hjálparstarf í Japan gangi hratt og örugglega fyrir sig, en fuglarnir þúsund verða sendir til Tohoku svæðisins sem er illa leikið eftir þær hamfarir sem þar hafa dunið yfir.
Japönsk skrautritun > Boðið verður upp á að skrifa skilaboð með japanskri skrautritun til að hvetja áfram fórnarlömb hamfaranna. Skilaboðin verða til sýnis á staðnum og í framhaldi verða þau send til Tohoku svæðisins.
Tesiðir > Sýndir verða japanskir tesiðir með grænu tei. Þessi athöfn á sér langa hefð í japanskri menningu og er til marks um þá miklu gestrisni sem býr í hjörtum japönsku þjóðarinnar. Gestum verður boðið upp á grænt te.
Myndbandsskilaboð > Gestir geta komið á framfæri hvatningarorðum til þeirra sem illa hafa farið út úr hamförunum. Skilaboðunum verður síðan komið á framfæri í gegnum vef hópsins á Facebook (ganbare.nippon.is <http://ganbare.nippon.is> ) sem og á samskiptavefjum í Japan.
Krakkahorn > Yngri kynslóðinni verður boðið upp á að teikna myndir sem síðan verða sendar áfram til barna á Tohoku svæðinu.
Nánari upplýsingar um átakið er að finna á Facebook síðu hópsins á slóðinni: ganbare.nippon.is <http://ganbare.nippon.is> - Einkunnarorð átaksins er japanska hvatningin Ganbare Nippon" sem útleggst á íslensku sem ekki gefast upp Japan". Með þessum hvatningarorðum sýnum við samstöðu með japönsku þjóðinni.
- Fréttatilkynningu frá "Vinum Japans" -