24.3.2011 | 14:15
Þakka ykkur Íslendingum fyrir hlýju hugana
Hópur "Vinir Japans" er að skora á ykkur Íslendinga og fólk hérlendis að taka þátt í söfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans í Japan og "tsunami"flóðbylgjanna. "Vinir Japans" er blöndun ýmiss fólks eins og Japana sem búsettir á Ísland, fólks í Íslensk-Japanska félaginu, háskólanemenda sem eru að læra japönsku o.fl.
Samkvæmt upplýsingum í dag, fjöldi látinna er9.737 og 16.423 manna er saknað. Fjöldi lífsfórnarlamba telst að verða fleirien 26.000 talsins að lokum. Um 140.000 íbúðir eða byggingar eyðilögðust og um300.000 manna eru enn á flótta.
Sérhver einstaklingur í þessum fjölda látinna var faðir einhvers, móður eða barn, þ.e.a.s. ómetanleg manneskja fyrir einhvern. Þessi staðreynd gerir mig orðalaus.
Að mati ríkistjórnar Japans munu upphæð tjónanna, sem varðar eingöngu fasteignir, vegi eða aðra opinberar eignir,verður um 25.000 milljarðar JPY (um 35.000 milljarðar IKR), en tjónin sem kjarnorkuverin hefa valdið innifelast ekki hér. Upphæð tjónanna sem eru tengd ýmsum tryggingum, kostnaði fyrir neyðarþjónustu eða önnur kostaði er í óljósi, en bersýnilega verður hún himinhá.
Hjálparsöfnun hjá Rauða Krossinum Íslands hófst um fyrir tíu dögum. Ég er persónulega mjög þakklátur fyrir það að RKÍ tók þetta verkefni að sér án tafar. Nú stendur einnig söfnun fyrir Japan hjá Barnaheill eða Íslenska MND félaginu og báðar safnanir eru jafnt mikilvægar að mínu mati.
En við "Vinir Japans" erum í náinni sam vinnu við RKÍ frá upphafi og því langar mig að segja aðallega frá söfnun hjá RKÍ. Söfnunin gengur rosalega vel og nú þegar 6,5 milljónir krónur söfnuðust (23. mars). Að sögu RKÍ eru framlögin næstum eingöngu frá einstaklingum en ekki frá stóru fyrirtæki. Sem sé, lagði fólk á Íslandi til peninga frá vasa sínum fyrir hjálparstarf við Japan.
Þegar ég hugsa um það hvað mikið er rætt um skuldir heimila eða verðhækkun ýmissa vara fyrir dagleglíf, get ég alls ekki tekið þessa upphæð 6,5 millijóna sem sjálfsagt mál. Þetta er ofboðslega falleg gerð hjá Íslendingum og fólki hérlendis. Ég þakka ykkur innilega fyrir það. Og að sjálfsögðu er sérhver í "Vinum Japans" mjög þakklát fyrir það líka.
Ég var í Kringlunni á föstudaginn var til þess að biðja gangandi fólk um samskot. Viðbrögðin voru mjög jákvæð og hlý. Sumir misskildu eins og við værum að selja eitthvað og fóru fram hjá, en síðan þekktu þeir að við vorum að kalla á hjálp til Japans og komu til baka til okkar til að leggja til framlag. Slíkt var ekkert annað en mikil hvatning til okkar og samstöðukennd.
Ég hringdi í mömmu mína í Japan í nótt og sagði henni frá þessu. Þá sagði hún:"Hlýju hugarnir íslensks fólks eru verðmætastir. Þeir gleðja okkur í Japan og gefa kraft og von".
Það svæði sem fékk mest tjón vegna flóðbylgjanna heitir Tóhoku og það þýðir "Austur-Norður" svæði. Það snjóar mikið á vetrin í Tóhoku og verður mjög kalt og dimmt líka. Veðurfar hefur áhrifá hugarfar fólks í svæðinu og lífsstíl. Og líkt og Íslendigum er fólk í Tóhoku svæðinu mjög sterkt og þolinmótt. Fólkið er yfirleitt ekki mjög málgefið og því litur út fyrir að vera lokað í fyrsta sýni. En það ermjög hlýtt inni. Einkenni fólksins er ef til vill að ekki ljúga, að hugsa um annað fólk og að vera þakklátt alltaf.
Ég las það á fréttasíðu frá Japan fyrir viku, en í skjóli nokkru skorti fólk ámat, þar sem samband við annað svæði var enn slitið þann tíma. Við Japanir borðum hrísgrjónkúlu oft, sem er aðeins stærri en "sushi". Í skjólinu vantaði mat og þrír menn borðuðu eina slíka hrísgrjónkúlu með því að deila henni meðal sín. Það þýðir að hver maður fékk bara einn litinn bita fyrir sig. En þetta er eðli fólks í Tóhoku svæðinu.
Fólkið stendur saman fast á samstöðu meðal sín. Og ég trúi því að fólk í Tóhoku svæðinu komist yfir þennan hermleikinn með þolinmæði, styrk og samstöðukennd.
En það er samt ekki hægt að gera aðeins með eigin kraft fólksins í Tóhoku eða í Japan. Þá vantar aðstoð frá heiminum og samstöðu.
Sem japanskur einstaklingur á Íslandi vil ég þakka ykkur enn og aftur fyrir fallega og hlýja samúð ykkar Íslendinga og samstöðukennd. Söfnunin heldur áfram og ég óska þess að samtök eða fyrirtæki á landinu einnig að taka þátt í henni og sýni samstöðu við Japönsku þjóðina.
Að lokum er ég alveg sannfærður að Íslendingar komist yfir erfiðleikann sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir þessa daga, þar sem Íslendingar þekkja líka mikilvægi samstöðunnar.
Þakka ykkur öllum innilega fyrir. 心より感謝します。ありがとう。
Ganbare Nippon! Ganbare Ísland!
með þakklæti,
Toshiki