16.5.2011 | 14:57
Prjónasöfnun til Japans tókst vel - kærar þakkir fyrir stuðning ykkar!
Að lokinni söfnun hlífðarfatnaðar handaJapönum á hamfarasvæðunum í Japan sem stóð í rúmlegan mánuð, langar okkurtil að þakka landsmönnum hvarvetna á landinu sem hafa tekið þátt í aðprjóna, hekla og sauma og að finna hlý föt handa þeim, og Póstinum sem hefursent þennan hlífðarfatnað á eigin kostnað til Japan.
Satt best að segja þá óraði okkur ekkifyrir því, þegar við byrjuðum að safna, að söfnunin myndi fylla 140kassa og að fjöldi hlífðarfatnaðarins yrði 5.958 hlutir. Þessir hlutirmunu ekki aðeins verma Japani heldur einnig hjörtu þeirra því hverriflík fylgir hlýhugur. Það er ómetnalegt fyrir þá að finna hlýhug fráfólkinu á Íslandi sem er fjarlægt en finnur nálægð í huga og hjarta.
Eitthvað af fatnaði þeim sem ekki verðursendur til Japan af einhverjum ástæðum mun verða afhentur Hjálparstofnunkirkjunnar til úthlutunar.
Skv. skýrslu dagsettri 14. maí er talahinna látnu vegna hamfaranna orðin 15.037, og er enn 9.487 manns saknað.Enn búa 11.6591 manns í neyðarskýlum.
Við viljum einnig þakka landsmönnumfyrir allan stuðninginn, samúðarfullar kveðjur, hjartahlýjan hug og bænirsem hefur verið sýndur okkur Japönum sem búum hér á landi og samlöndumokkar í Japan.
Með þakklæti okkar af hjarta,
F.h.söfnunar hlífðarfatnaðar handa Japönum Hjálpum Japan"
Yayoi Shimomura Halldórsson

Yoko Arai Þórðarson
Miyako Þórðarson