14.6.2011 | 13:37
"Við" viljum læra af mistökum
Rétt mælt hér.
En samt langar mig að segja eitt.
Ég er þjóðkirkjuprestur og því viðurkenni ég að ég eigi að bera ábyrgð á málinu sjálfur eins og allir aðrir starfsmenn kirkjunnar. Við þurfum að bera sameiginlega ábyrgð sem þjóðkirkjan. Engin spurning.
En áður en biskupinn byrjar að tala um "við" ("okkur"), vil ég að hann geri það skýrara að hvað tilheyrir ábyrgð kirkjunar sem heildar og hvað tilheyrir ábyrgð biskupsembættisins sjálfs.
Hvernig getum við "venjulegir" prestar deilt ábýrgðinni á því að bréf Guðrúnar Ebbu hafði verið geymt í skúffunni svo lengi? (enda það þýddi í raun að það væri mikilvægra að vernda Ólaf biskupinn en að leggja hjálparhönd til kvennana, á mínum skilningi). Var það vegna kerfis kirkjunnar? Eða var það vegna eigin ákvörðunar biskupsins?
"Við vorum vanbúin". "Við viljum læra af mistökum".
Ég er hjartanlega sammála þessum. En til þess þurfum við gera það skýrara hvaða ábyrgð tiheyrir hverjum. Án þess getum við ekki lært neitt af mistökum "okkar". Er það ekki satt?
Við vorum vanbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook