Hælisleitendur, inni eða úti?

Nú eru tæplega tuttugu ár síðan ég flutti til Íslands. Mér líður vel hér og líf á Íslandi er að mörgu leyti spennandi fyrir mig. Það þýðir samt ekki að líf hérlendis sé auðvelt eða opið öllum. 

Líkt og í heimalandi mínu Japan virðist mér að Íslendingar tali gjarnan um það að vera „inni eða úti”. Það er sagt að eyþjóðir eigi yfirleitt slíkt hugtak. Þegar innflytjenda tekst að komast inn í þjóðfélagið, ekki aðeins yfir landamærin, heldur teljist beinlínis til samfélagsins þá loksins getur hann orðið skapandi hluti af því. Það getur verið mjög langt ferli. Innflytjendum finnst yfirleitt erfitt að komast ,,inn“ í hið nýja samfélag. Ég er ekki að ásaka Íslendinga, innflytjendur bera líka ábyrgð vissu leyti. En stundum bera Íslendingar ábyrgð á þeim „vegg“ sem hindrar það að útlendingar komist inn í samfélagið. 

Þeir sem að mínu mati teljast til þeirra sem eru ,,úti“ eru hælisleitendur, sem dvelja hérlendis og bíða eftir tækifæri til að hefja ,,venjulegt líf“. Þeir eru stöðugt ,,úti“ í íslenska samfélaginu. Hér á ég ekki einungis við að þeir hafi ekki komist inn í samfélagið í landinu, heldur vegna lögfræðilegra álitamála, en í augum margra Íslendinga eru málefni hælisleitenda ekki ,,þeirra mál“ heldur ,,einhverra annarra“ í einhverjum öðrum stöðum. 

Það er t.d. nær undantekningarlaust að ef að umfjöllun um hælisleitendamál birtist í fjölmiðlum þá er hún neikvæð. Umfjöllunin varir um skamma hríð og hverfur svo aftur eins og ekkert hafi gerst. Þetta er ekki í lagi. Hvers vegna vilja yfirvöld og stjórnmálamenn ekki taka upp málefni hælisleitenda til almennilegrar umræðu? Margir sem eru tengdir málefninu hafa bent á að það er virkileg þörf á að endurskoða móttökukerfi hælisleitenda sem og vinnumeðferð og vinnubrögð viðkomandi aðila. Það er full ástæða til þess að fjalla almennilega og ítarlega um málefni hælisleitenda í stað þess að hlaupa upp til handa og fóta í hvert sinn sem einhver óvænt uppákoma á sér stað og síðan ekki söguna meir. 

Nýlega hef ég fengist við tvö tilfelli vegna hælisleitenda. Í báðum tilfellum var hælisleitendum synjað upptöku málanna vegna Dyflinarreglunnar og þeim vísað út úr landi, þó að það virtist vera nægjanleg ástæða til að taka málin upp hér á Íslandi. Útlendingalög kveðja á um að ,,ef útlendingurinn hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd, eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því. (46.gr.a) má taka umsókn um hæli til efnismeðferðar, þrátt fyrir Dyflinnarreglunnar. ,,Sérstök tengsl“ eru fyrst og fremst túlkuð eins og tengsl gegnum fjölskyldu eða ættingja. En er hún í raun og veru aðeins takmörkuð við þetta? 

Þar sem Íslendingar stöðva marga hælisleitendur sem eru á leiðinni til Norður-Ameríku vegna Shengen-kerfisins enda neyðir þá þess vegna til að sækja um hæli hérlendis, þurfa Íslendingar þá ekkert að velta málinu fyrir sér? Að mínu mati, hvílir ábyrgð á ríkisstjórninni og Alþingi og vinnubrögðum þeirra aðila sem að málinu koma og því þarf að endurskoða móttökuferlið og vinnubrögðin. 

Ísland er smáþjóð og margt gott hefur gefist af því. Eitt er að fólkið þekkist vel og persónulega, sem er afar torvelt í stórum þjóðum eins og í Bretlandi eða Þyskalandi. Afleiðing þess að þekkja vel til hvers annars er að við getum staðfest manngildi hver og eins og mannvirði í brjósti okkar. Þessi góður kostur á að gilda hælisleitendum líka. Ég óska þess að hælisleitendur sitji ekki lengi úti þjóðfélaginu og þeim verði boðið inn í það.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband