Smábörn fái að læra móðurmál sitt

Móðurmálskennsla hjá Japönum hér á landi hófst fyrir fimmtán árum og við höfum hist vikulegu laugardagsmorgnum. Síðastiðin tvö ár höfum við fengið að vera í safnaðarheimili Neskirkju. 28 börn yngri en 18 ára eru skráð í námið núna. 
Japanski hópurinn tilheyrir Félagi Móðurmál, sem er samtök tíu móðurmálskennsluhópa með mismunandi tungumál eins og ensku, spænsku og rússnesku, en starfsemin, þ.á.m. kennslan sjálf, byggist á sjálfboðastarfi foreldra barnanna og áhugafólks. 

Hjá japanska hópnum hefur einnig bættist við hópur smábarna (0 – 3 ára) frá og með núverandi hausti og þá taka 4-5 smábörn þátt í tímum með foreldrum sínum. Þau syngja saman barnalög, lesa barnasögur og leika sér saman á japönsku. 
Ég er þeirrar skoðunar að móðurmálskennsla eigi að hefjast við fæðingu barns, jafnvel á meðgöngu og því fagna ég þessari þróun.

Af hverju fyrir smábörn? 

Ástæða þess að ég tel móðurmálskennslu fyrir smábörn vera mikilvæg er þrennum toga. Í fyrsta lagi er eðlilegt að nota móðurmál alveg frá upphafi í uppeldi barns. Það styrkir samband milli foreldri og barns að hafa samskipti á eigin tungu. 
Í öðru lagi hefur það góð áhrif á barn að hitta önnur börn og fullorðna sem tala sama móðurmál og sitt eigið og þekkja tilvist annars fólks sem notar það mál. 
Í þriðja lagi getur kennslan verið hvatning til foreldra barnanna. Með því að hittast reglulega í kennslutímum, geta foreldrarnir skipst á skoðunum sínum og reynslu sem varðar kennslu móðurmáls eða uppeldi barna. 
Ég lærði það af reynslu minni meðal innflytjenda að þegar að þegar foreldri smábarns er sjálft að læra íslensku til þess að aðlagast samfélaginu hér, þá getur það verið of þungt verkefni að kenna barninu móðurmál sitt, enda gefast of margir upp á því verkefni. Slíku væri hægt að komast hjá ef foreldrarnir fengu nægilega hvatningu. 

Hvað er nauðsynlegt? 

Þess vegna held ég það sé eftirsóknarvert að vera með móðurmálskennslu frá því að að barn er enn smábarn. En hvað vantar til að framkvæma kennsluna? Mér finnst tvö atriði vera ómissandi. 

Í fyrsta lag er mikilvægt að foreldrarnir skilji vel mikilvægi móðurmálskennslu og hafi einnig til þess sterkan vilja. Það er jú auka verkefni að mæta í móðurmálskennslu með litla barninu sinni, en málinu er ekki lokið við það. Fyrir smábarn verður foreldri sjálft að vera kennari ásamt öðrum foreldrum. Þetta verkefni er nátengt því að styrkja tengsl á milli barns og foreldra og því er það ekki hægt að láta einhvern annan sjá um kennsluna. 

Í öðru lagi er að fá stað fyrir kennsluna. Ef það er fimm smábörn með einu eða báðum foreldrum sínum koma í kennsluna, þá hittast a.m.k. tíu manneskjur í kennsluna. Það gæti verið aðeins of mikið til að vera í heimahúsi. Einnig verður þetta að vera staður þar sem börn geta skriðið á gólfinu og sest á gólfi. Þannig að um herbergi eins og kennslustofa grunnskóla er ekki hentug þegar um smábörn eru að ræða.
 
Aðstoð kirkjunnar óskast
 
Við í japanska hópnum erum mjög lánsöm af því að við fáum að nota safnaðarheimili án þess að borga leigu. Raunar sýnist mér safnaðarheimili kirkju vera æskilegt umhverfi fyrir móðurmálskennslu fyrir smábörn að mörgu leyti. 

Þetta er persónuleg ósk mín, ef 4-5 foreldrar sem eiga annað móðurmál en íslensku og smábörn vilja að halda móðumálskennslu eins og ég hef lýst hér ofan, að kirkjur í kringum þau opni safnaðaheimili sín og bjóði þeim að nota þau til þess. Ef foreldrar sjá um kennsluna sjálfir þá verður ekkert álag fyrir kirkjuna og ef kennsla er í opnum tíma hennar, þá þarf ekki að kalla kirkjuvörð til þess heldur. Það kostar ekkert fyrir kirkjuna. 

Að sjálfsögðu er kirkjunni ekki skylt að halda samkomur sem hefur í eðli sínu ekki beint samband við kristni. Samt er móðurmálskennsla góð starfsemi í eðli sínu og mjög mikilvægt fyrir uppeldi barns og einnig fyrir fjölskyldusamband viðkomandi foreldri og barns. 
Það verða engin hagsmunaárekstur fyrir kirkju eða önnur félög eða samtök. Þvert á móti er þetta tækifæri fyrir kirkju að nálgast fólk af erlendum uppruna og kynnast því vel.

Ég óska að móðurmálskennsla fyrir smábörn verði haldin á mörgum tungumálum hér á Íslandi og ef kirkjan getur veitt fólki aðstoð með því að leyfa því að vera í safnaðarheimili sínu, væri það frábært!

-Fyrst birt í Mbl. 22. október 2011-



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband