Hiroshima, Nagasaki og 15. ágúst

15. ágúst er sérstakur dagur fyrir okkur Japana. Á þennan dag fyrir 67 árum tapaði Empire of Greater Japan í heimsstyrjöldinni síðari. ,,Endurfætt" Japan fékk nýja stjórnarskrá og nýtt kerfi fyrir pólitík og stjórnsýslu, en samt bjuggu þar sama fólkið.
Því megum við Japanir ekki gleyma að minnast þess dags og hugsa til þess sem Japanir gerði í stríðinum.

Það er mikilvægt að minnast Hiroshima og Nagasaki, en fyrir okkur Japana, er það ekki nógt. Við þurfum að minnast þess jafnt að Japan var þjóð sem gerði innrás í aðra þjóða.  

Eftifarandi er grein sem ég skrifaði fyrir 10 árum en ég er enn í sama skoðun.
Mér þætti vænt um ef þú hefur áhuga á henni og lest.

Hiroshima, Nagasaki ... og ábyrgð okkar

Fyrir 57 árum, 6. ágúst 1945, var kjarnasprengju varpað á Hiroshima. Þremur dögum síðar sprakk önnur kjarnasprengja í Nagasaki. Þetta var í fyrsta og eina skipti í sögu mannkyns að kjarnavopn voru notuð.

Hvað er sérstakt?

Víða í heiminum eru haldnar minningarathafnir vegna Hiroshima og Nagasaki. Af hverju? Ef við berum bara saman fjölda fórnarlamba dóu tæplega 200.000 manns í Hiroshima og Nagasaki, en 85.000 íbúar voru drepnir í sprengjuárás á Tókyó aðfaranótt 9. mars sama ár. Ég held að sagan um Hiroshima og Nagasaki segi eitthvað sérstakt og umhugsunarvert og snúist um eitthvað annað og meira en bara fjölda fórnarlamba, rétt eins og í Auschwits. Hvað er sérstakt við þessa atburði?

Í fyrsta lagi er þetta dæmi um hvernig menn notuðu nýjustu vísindakunnáttu og tækni til að eyðileggja líf annarra í hundraðþúsunda tali. Afleiðingar þessa kvelja enn börn og barnabörn fólksins sem lifði af.

Í öðru lagi er það ólíkt „venjulegum" styrjöldum að sigurvegarinn, í þessu tilfelli Bandaríkin, hafi í raun tapað siðferðilegum yfirburðum sínum með því að nota kjarnavopn. Hiroshima og Nagasaki kenna okkur meðal annars að einn menningarheimur, hvort sem hann telst sigurvegari eða ekki, getur ekki talið sig hafa siðferðilega yfirburði yfir öðrum menningarheimum.

Jafnir menningarheimar

Sú þjóð sem varpaði kjarnasprengjum var ekki hin svokallaða „guðlausa þjóð" Sovétríkin, heldur hin „guðhræddu" Bandaríki. Þjóð sem sendi fjölda trúboða um allan heim. Það er vel þekkt að lúterskir prestar blessuðu B29 flugvél sem var að leggja af stað til Hiroshima. Rétt eins og Auschwits sýndi Hiroshima mannkyninu að engin tiltekin menning, þ.á.m. trúarleg menning, væri yfir aðra hafin. Sú goðsögn nýlendutímanna að kristinn menningarheimur gnæfði yfir alla aðra lagðist niður eftir árið 1945. Þá kom betur í ljós en nokkurn tímann áður að sjónarrönd menningarheimsins er siðferðilega jöfn og flöt fyrir alla.

Árið 1946, rétt eftir að Japan tapaði stríðinu, sendi bandarísk kirkja frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Við skulum að byrja að iðrast ... við játum það að notkun kjarnasprengna á Hiroshima og Nagasaki mun aldrei verða réttlæti í siðfræði mannkyns".

Þessi yfirlýsing var ekki samþykkt af meirihluta bandarískra kirkna. Þrátt fyrir það minnir hún okkur enn þann dag í dag á mikilvægi sjálfsgagnrýni og gefur von um möguleika þróunar mannkyns.

Í kjölfarið sendi bandarísk kirkja trúboða til Japans sem boðbera friðar. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum trúboðum leið í hringiðu andúðar og haturs. Árangur þeirra sem trúboðar var skiljanlega ekki mjög mikill. Hins vegar hafa þeir eflaust hjálpað Japönum að skilja að Bandaríkjamenn væru ekki skrímsli, eins og þeim hafði verið kennt þar til þá.

Hiroshima og Nagasaki sem syndaaflausn

Í framhaldinu langar mig að skoða málið frá öðruvísi sjónarhorni en oft er gert. Tæplega 30 árum eftir áðurnefnda yfirlýsingu sagði Hirohito Japanskeisari í viðtali við blaðamenn: „Mér þykir miður hvernig fór í Hiroshima og Nagasaki. En þessir atburðir áttu sér í stað í hörðu stríði og þeir voru óhjákvæmilegir". Þessi orð segja ekkert meira en að styrjöld stríði yfirleitt gegn almennri mannasiðfræði. A.m.k. sé ég ekki neitt sem varðar sjálfsgagnrýni Japans eða viðurkenningu á sekt Japana sem þátttakanda í stríðinu.

Mér sýnist að Hiroshima og Nagasaki séu orðnar eins konar „syndaaflausn" fyrir Japani. Yfirleitt er hugmynd Japana um Kyrrahafsstríð sú það hafi verið stríð gegn Bandaríkjunum sem endaði með notkun kjarnasprengja. Því meiri athygli og samúð sem fólk í heiminum hefur sýnt Japönum vegna Hiroshima og Nagasaki, þeim mun sterkar hafa Japanir upplifað sig sem fórnarlömb stríðsins. Er það rétt hjá Japönum að skilja söguna þannig?

Árið 1910 gerði Japan Kóreu að hluta lands síns. Kína varð einnig í raun nýlenda Japans árið 1932. Rétt eftir að Kyrrahafsstríð hófst byrjuðu japanskir hermenn að fara suður til Filippseyja og ríktu loks víða frá Índónesíu í austri til Burma (Myanmar) í vestri. Japan geymdi annars vegar ríkar náttúruauðlindir þessara landa, en krafðist þess um leið að Japönsk menning væri yfir menningu heimamanna hafin. Japanir neyddu m.a. íbúana til að læra japönsku.

Í stríðinu, þróun þess og ferli, jukust smám saman stríðsglæpir eða
glæpsamlegar gerðir af hálfu japanska hersins.Fjöldamorð og nauðganir í Nanking á árinu 1937 er kannski versta dæmið en fleiri en hundrað þúsund Kínverjar þ.á.m. venjulegir borgarar voru fórnarlömb.Annað dæmi er svo kallað "military sexual slavery". Japanski herinn kallaði til konur í Kína eða í Koréu fyrir vændisþjónustu fyrir hermenn sína. Margar konur voru kóreskar og giskað er á að fjöldi þeirra hafi verið um tvö hundruð þúsund. Einnig voru gerðar líffræðilegar tilraunir á stríðsföngum í fangabúðum í Kína, t.d. á verkun vírusvopna.Málið er enn í rannsókn og ekki eru öll kurl komin til grafar en fjöldi fórnarlamba virðist að hafa verið fleiri en 3000.

Í samanburði við Hiroshima og Nagasaki tölum við Japanir of lítið um þessa hlið sögu okkar. Japönsk stjórnvöld reyna meira að segja að fela slíkt og vilja hætta að kenna skólabörnum þessi sögulegu atriði. Fyrir nokkrum árum leitt þessi villandi söguskoðun Japana til mikilla mótmæla í Suður- Kóreu. Slík mótmæli eru sjálfsögðu.

Að velja sér sögu

Þetta ber vitni um hvernig fólk og þjóðir „velja" sér sögu og staðreyndir til að segja næstu kynslóðum. Slík saga sem er „valin" að geðþótta og eftir því sem hentar sjálfsmynd þjóðar er ekki endilega í samræmi við sannleikann. Ofangreint atriði endurspeglar fyrirlitningu og fordóma Japana gagnvart öðrum Asíubúum. Kennsla á sögu eigin þjóðar hefur mikil áhrif á ungu kynslóðina og mótar sjálfsmynd hennar. Japönsk yfirvöld hafa þegar framið stríðsglæpi gagnvart nágrannalöndum sínum.

Ef þau „velja" villandi sögukennslu og endurframleiða fordóma meðal ungrar kynslóðar, er það ekki annar glæpur? Eru svona viðhorf ekki einnig svik til allra í heiminum sem vilja íhuga Hiroshima og Nagasaki? Við Japanir verðum að velta málinu fyrir okkur. Japanir geta ekki verið stoltir af sjálfum sér með því aðeins að framleiða tölvur og selja bíla. Það er nauðsynleg að sýna hugrekki til að viðurkenna sögu okkar í heild sinni.

Mér þykir vænt um að Íslendingar halda minningarathöfn vegna Hiroshima og Nagasaki. Við verðum að íhuga hvað hægt er að gera til að hindra að „önnur Hiroshima" eigi sér í stað í sögu mannkyns. Til þess, verðum við öll í heiminum að horfa á eigin sögu í hreinskilni og kenna næstkomandi kynslóð um hana. Þetta á eins við um Íslendinga sem aðrar þjóðir heims.

Guð hjálpi okkur í þessu mikilvæga verkefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband