Ég sagði þetta einu sinni áður, en ég er maður sem finnst gjarnan gaman að gefa öðrum ,,gjöf", eins og jólagjöf, afmælisgjöf eða gjöf í tilefni af einhverju öðru.
Engu að siður reyndist það í þessum jólum að ég hafði sent aðeins 10-13 jólagjafir.
Kannski þegar ég eignast barnabörn og verð afi eftir nokkur ár, þá mun ég byrja að undirbúa fleiri jólagjafir. Núna er svona (þegar ég þarf ekki að gefa margar jólagjafir) tímabil í lífi mínu.
Ég valdi hverja jólagjöf fyrir hvern viðtakanda og alls ekki gaf sama gjöf til allra. Einnig keypti ég ekki eitthvað dýrt. Þetta var hreinlega vegna fjármálaaðstæðna hjá mér. Þó að ég hafi forðast að gefa sama hluti fyrir marga, raunar urðu þrjár gjafir frekar eins.
Þær þrjár voru fyrir ungar japanskar stelpur. Þær eru fullorðnar, en hver þeirra er að vinna mikið núna til að fóta sig fast á Íslandi. Og mig langaði að jólagafir verði eins konar hvatningarkveðjur fyrir þær.
,,Eitthvað sem kostar ekki mikið, en skemmtilegt.... ??" Þá datt mér í hug að búa til ,,ostakörfu" sjálfur. ,,En innihald körfunnar verður ekki ostar eða sesami, heldur japönsk matarefni"!
Ég er með stór lager af japönskum matarefni - eins og t.d. núðlur, fisk-duft (,,soup stock"), ,,canned fish", ,,curry paste" og fl. Sérhver hlutur er alls ekki dýr, svona um 100JPY - 500JPY. ,,En ef ég vel nokkra hluti og setja í körfu, þá veður hún fín gjöf"! : hélt ég það.
Sonur minn starfaði undanfarin ár hjá ,,Óstabúðinni" og hann var með tómar körfur fyrir ostakörfur heima, og hann gaf mér þær. Ég byrjaði að fylla út körfurnar með japönskum matarhlutum.
Ein af þremur stelpunum var mjög dugleg í að elda mat, því valdi ég frekar margs konar efni til að elda mat (eins og ,,soup stock") fyrir hana. Ein önnur var ekki með mikla eldamennsku, því valdi ég ,,tilbúinn mat" eins og ,,packed fish" eða ,,curry paste".
Og hér er ein af ,,japönskum matarhlutakörfum" sem ég bjó til!
Ég heyrði frá stelpunum eftir þær höfðu opnað gjöfunum á aðfangadagskvöld, en þær virðustvera ánægðar með gjafirnar
En satt að segja, naut ég þessara gjafa mest sjálfur. Það var svo gaman að búa til körfurnar! Þegar ég var litið barn, langaði ég að fá ,,sko" í nammibúð, sem var útfylltur með ýmis konar nammi. Það var sama tilfinning og að búa til sko með nammi að undirbúa ,,matarhlutakörfu".
Ég mun gera sama á næstu jólum líka. Kostar lítið!
Ég þáði 10 jólagjafir handa mér. Hver gjöf var góð og ég þakka fyrir þær. En ef ég má nefna jólagjöf sem mér fannst skemmtilegast, var hún frá dóttur minni. Hún teiknaði skopmyndir fjölskyldmeðlima sinna (pabba, mömmu og bróður) ásamt fyndinni lýsingu sem hitt naglann á höfðið!