66 ára

Fréttir herma að David Bowie er að snúa sér aftur í svið með nýjustu plötu sína ,,The next day". Hann er orðinn 66 ára núna samkvæmt fréttaskýringunni, og hann hefur ekki gefið út plötu sína síðasta áratug.

Satt að segja hef ég aldrei verið stór stuðningsmaður David Bowie hingað til. Að sjálfsögðu þekkti ég nafn hans og var hrifinn af nokkkrum lögum hans, en ekkert meira en það.

Engu að siður gleðja þessi tíðindi mig. David Bowie hlýtur að vera maður sem ,,hefur áunnið sér talsvert nú þegar". Sú staðreynd að hann á enn marga stuðningsmenn sína þó að hann hafi ekki birt nýtt lag áratugi síðan er sönnun um það.

Ég veit ekki hvers vegna David Bowie hefur ákveðið að snúast aftur í tónlistaheiminn, en í texta nýja lagsins hans ,,Where Are We Now?" endurtekur hann orð: ,,the walking dead" og þetta gefur áheyrendum eitthvað í skyn.

*Hægt að hlusta á ,,Where Are We Now?" á Youtube. 
En ekki hægt að ,,link" lag sem heild hér vegna rithöfundarréttarmála.

Aldurinn 66 ára, eða að vera um 66 ára gamall/gömul, sýnist mér vera áhugaverður, þar sem hvernig maður lifir lífi sínu á 66 ára aldri virðist vera mjög mismunandi eftir manni. Sumir geta farið í eftirlaunalíf, en aðrir vinna enn jafn mikið og á dögunum yngri aldurs síns.

Þetta er ekki mál eins og hvort sé betra en hitt. En ef maður vill gera eitthvað meira í sínu lífi en hann gefst upp vegna síns aldurs, þá finnst mér það frekar sorglegt.

Ég verð 55 ára í hausti. Það verða 10 ár plús nokkur ár eftir áður en ég mun draga mig í eftirlaunadaga(að sjálfsögðu ef ég get haldið áfram í sæmilegri heilsu og lífskjörum). Og stundum hugsa ég um hvernig ég á að hanna næsta komandi áratug fyrir mig sjálfan.

Þá tek ég eftir því oft að ég er ómeðvitað að reyna að forðast meiri ,,ævintýri" eða verkefni sem krefur mig ofmikils kraftar og tíma. Er þetta kannski einkenni um að ég fer að hneigja mig yfir aldri mínum, þó að ég sé ekki svo ,,gamall" maður?

Ég ætla ekki að segja að maður verður að vinna eins mikið og á yngri dögum sínum. Málið er hvort maður haldi fast í eigin tilgang lífsins og draum. Um þetta atriði verð ég játa að ég mun þurfa að endurskoða sjálfan mig vel.

Um daginn sá ég Bruce Spuringsteen syngja í Hyde Park á netinu en hann var um 60 ára þarna. Ég dáðist honum bara. Mig langar að vera eins kraftmikill og Spuringsteen og njóta lífsins þegar ég verð 60 ára. Ég vona það.

Ég fagna því að önnur ,,rock"stjarna David Bowie er kominn til tónlistalífs aftur.
Áfram!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband