14.1.2013 | 20:03
Tókíóbúar munu afþakka meiri snjó?
Myndband í fréttunum er frá Asakusa í Tókíó, sem er með götur með gamals dags andrúmsloft.
Snjókoma, þó að hún sé ekki svo mikil, veldur oftast talsverðri ringulreið í Tókíó. 5-7 cm snjókoma dugar að láta lestaáætlun og bílaumferð seinka.
Þegar ég var lítill, notuðu menn svokallað ,,tire chain" fyrir bíla þegar það snjóaði. Þetta er járnkeðju fyrir bíladekk. Ég hélt að ég hafi ekki séð svona keðjur þessa daga og efaðist um að slíkar séu ekki lengur í notkun og skoðaði í Google, en jú ,,tire chain" er enn notað. En það er ekki endilega járn í dag og virðist vera auðveldara að setja á dekk en áður.
(Ég hef aldrei notað keðjur á dekk í Japan. Það er ekkert annað en ,,suiciding action" að keyra í snjó í Tókíó að mínu mati.)
En vandræði vegna snjókomu er um Tókíó, og í Norðurlandi Japans er snjór meira hversdagsfyrirbæri. Foreldrar mínir búa núna í Sappro í Norðureyju Japans, en þarna snjóar rosalega mikið, sérstaklega í þennan vetur.
Mamma mín sagði mér um daginn í síma að það urðu 1,5 metrahæðar snjóveggir á aðalstræti borgarinnar vegna snjórjóðurs.
Ég var í Sappori í áramóti 2011-12, en veðrið var alveg eins og í Reykjavík, bæði um lofthita og snjó. Munurinn var bara það: það var bjart kl. 8 á morgnanna í Sapporo og sólin skein!
(Myndin er úr carsensor.net)
Snjór lamar samgöngur í Tókýó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |