22.1.2013 | 11:42
Viðurkenning um nauðsyn á skjóli og vernd
Mér finnst það gott að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, er ósáttur við ummælin forstjóra Útlendingastofnunar í þætti RÚV fyrir helgina.
Ég held að ákvörðunin ráðherrans að ráðuneytið fari yfir allt málsferli sem varðar hælisumsókn og meðferð hennar sé einnig góð.
Það er ýmislegt sem ég vil benda á sem galla eða vanhugað atriði í núverandi kerfisins um hælismál, en það sem verður að vera endurskoðað (eða vera staðfest) er fyrst og fremst, að mínu mati, sú staðreynd að hingað kemur fólk sem þarfnast skjóls og verndar í alvöru.
Forstjóri ÚTL segir að það er nokkur hópur einstaklinga sem fallið gæti undir skilgreiningu þess sem kallað er asylum tourism".
Ef til vill getur slíkt fólk verið meðal hælisleitenda á Íslandi. Ég hef séð sjálf nokkurt fólk sem gæti fallist á svona lýsingu. En ég tel alls ekki slíkt dæmi vera meirihluti.
Þá hvers vegna kaus forstjórinn að taka upp svona fátt dæmi í viðtali sínu um hælismál á Íslandi fremur en að koma fram aðstæður hælisleitenda sem leita hælis í alvöru?
Er það ekki vegna þess að forstjórinn sé þeirrar skoðunar að flestir hælisleitendur hérlendis séu ,,asylum tourists"? A.m.k. sýndist mér hann væri það, af því að hann lagði enga áherslu á að ,,asylum tourist" væri fátt dæmi.
Ef svo er, er málið alvarlegt og endurskoðun á að byrja á því að staðfesta raunverulega tilveru ofsókna í heiminum og tilvist fólks sem þarfnast verndar og skjóls.
Og að sjálfsögðu á þessi viðurkenning að vera grunnviðhorf ÚTL.
Annars myndi allt sem varðar hælismál á Íslandi verða ekkert annað en bara skreytingu.
Endurskoða hælisumsóknarferlið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |