19.4.2013 | 11:46
Gefiđ mér ţann rétt ađ mega kjósa!
Alţingiskosningar nálgast og barátta stjórnmálaflokka fyrir ţćr er orđin mjög heit. Ég var búinn ađ vera á Íslandi í 21 ár núna í apríl, en ég get ekki tekiđ ţátt í ţessum kosningum. Af hverju? Af ţví ađ ég er ekki Íslendingur.
Ţegar um sveitastjórnarkosningar er ađ rćđa, ţá getur útlendingur tekiđ ţátt í kosningum ef hann er 18 ára eđa eldri og hefur haft lögheimili á Íslandi stöđugt í fimm ár (3 ár fyrir norrćnt fólk). En ţví miđur gildir ţetta hvorki um alţingiskosningar né ţjóđaratkvćđagreiđslur.
Ţessi stefna sem veitir ekki erlendum ríkisborgurum kosningarétt í ríkismálum er alls ekki án ástćđu. Rökin eru m.a. sú ađ ţátttaka útlendinga í kosningum í ríkismálum geti haft slćm áhrif á utanríkisstefnu Íslands.
En hver sem ástćđan er, er ţađ stađreynd ađ margir ,,nýir Íslendingar", sem hafa öđlast ríkisborgararétt á Íslandi, geta varđveitt ríkisborgararétt heimalandsins, ef heimaland viđkomandi viđurkennir fleira en eitt ríkisfang. Sem sagt eru ţeir Íslendingar og jafnframt útlendingar.
Ástćđa ţess ađ ég er ekki međ íslenskan ríkisborgararétt, eftir 20 ára dvöl hér, er sú ađ heimaland mitt, Japan, viđurkennir ekki tvö- eđa margföld ríkisföng. Ef ég fć ríkisborgararétt hér, verđ ég ađ afsala mér japönsku ríkifangi, en ađstćđur mínar leyfa ţađ ekki ţví ađ ég á aldrađa foreldra í Japan.
Ţađ verđur algengara í Evrópu og í Ameríku ađ viđurkenna fleiri en eitt ríkisfang, en mörg lönd í Asíu eins og t.d. Kína, Suđur-Kóreu auk Japans og löndum Afríku halda í stefnu sem hafnar viđurkenningu margfaldra ríkisfanga.
Ég hef aldrei kvartađ yfir ţví hingađ til ađ geta ekki tekiđ ţátt í alţingiskosningum eđa ţjóđaratkvćđagreiđslum, ţar sem ég hélt ađ ástćđurnar lćgju í Japan en ekki Íslandi. Samt hefur mér fundist leitt ađ geta ekki kosiđ alţingismenn og tjáđ viđhorf mitt til Icesave eđa stjórnarskrártillagna. Slík mál eru alls ekki utan áhuga míns.
Réttur til ađ kjósa a.m.k.!
Ég hef nú skipt um skođun, ţó ađ ég telji enn ţessi óţćgindi vera vegna stefnu Japans og ćtla ekki ađ sakast viđ íslensk stjórnvöld. Ég vil hinsvegar hvetja stjórnvöld til ađ endurskođa og bćta réttindi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér.
Ég greiđi skatta eins og ađrir og tek ţátt í ţjóđlífinu eins og ađrir. Hver er munurinn á milli mín og ,,nýrra Íslendinga" sem eru međ fleira en eitt ríkisfang? Er ég hćttulegri íslensku ţjóđinni en ţeir? Er ţađ slćm hugmynd ađ veita erlendum ríkisborgara sem uppfyllir skilyrđi fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt, fullan rétt til allra kosninga (a.m.k. rétt til ađ kjósa, sé réttur til frambođs erfitt) og ţjóđaratkvćđagreiđslna, ţó ađ hann sćki ekki um ríkisborgararétt?
Ég hef engar tölulegar upplýsingar um hve margir erlendir ríkisborgarar eru í sömu stöđu og ég varđandi ţetta mál. En samt vona ég ađ ţetta verđi tekiđ til umrćđu einhvern tíma á nćstunni og kannađ verđi um fjölda útlendinga á Íslandi sem geta ekki sótt um ríkisborgararétt vegna ástćđna í heimalandi sínu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook