21.4.2013 | 18:40
Mjög einfaldur og góður japanskur svínaréttur - uppskrift
Steikt svínakjöt með tómató, egg og ,,Edamame(baun)"
Þetta er mjög einfaldur réttur, en mjög gott á bragði. Raunar er þetta réttur sem ég lærði rétt eftir ég byrjaði að elda mat sjálfur!
Hráefni er fyrir tvö, en að sjálfsögðu fer það eftir því hve mikið maður borðar. (*^^*)
Rétturinn passar mjög vel við soðin hrísgrjón.
Mikilvægur punktur er að gefa svínakjöti bragð með soya fyrirfram. Svínakjöt er bragðlítið og það er næstum alltaf nauðsynlegt að gefa bragð áður en að elda, sérstaklega steiktur-réttur er að ræða.
Þetta er sannarlega einfalt og auðvelt að búa til. Og einnig er hráefni allt auðfengið í bænum. Vinsamlegast prófið einu sinni!
Hráefni (fyrir tvö):
Svínalund, 200-240g
Tómató, 2
Edamame (frosið, með baunaslíðum), 150g
Egg, 3
Smásaxað engifer, t.s. 2
Soyasósa (Kikkoman), um 40cc
Mirin, um20cc
Kartöflumjöll, t.s.1
Ólíu eftir þörf (Sunflower, Corn eða önnur, en ekki Olive-oil)
Hvernig?
1. Svínakjöt er skorin í sneiðar og 5-8 mm á þykkt. Setja sneiðarnar í kassa með soya(40cc), Mirin (20cc) og kartöflumjöll(t.s. 1), og geyma í herbergishitalofti í klukkutíma.
Taka út 3 eggi úr ískapnum samtímis.
2. Sjóða edamame. (sjá leiðbeiningu á pakkanum)
3. Á meðan að bíða þess að edamame-baunir verða kaldari, búa til mjúka eggjuhræru.
4. Taka baunir úr baunaslíðum.
5. Skera tómato í sex bita.
6. Hita pönnu upp og stekja smásaxað engifer fyrst.
7. Síðan setja svínasneiðar á pönnuna. Ath. reyndu að taka bara kjöt og setja, en ekki soya og mirin saman að sinni.
8. Þegar kjötin verða steikt, bæta tómató. Ekki hræra of mikið svo að tómató týni ekki lag.
9. Þegar tómató-sneiðar verða mjúkar, bæta soya og mirin sem er eftir í kassanum.
10. Síðan setja edamame-baunirnar og eggjuhræruna. Hræra mjúkt.
11. Tilbúinn. Nota pínulítið soya, ef vantar bragðið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Breytt 23.4.2013 kl. 23:32 | Facebook
Athugasemdir
Domo arigatgo, Toma-San!!
Ég bjó sjálfur til Oyakodon i gærkvöld. Ekki of sætt, ekki of salt og með matreiðslu-sake í stað miso.
Bráðum verður nógu heitt í Danmörku fyrir kalt Soba og smá Tempura og Sapporo Birru, sem er heilaga kvöldmáltíðin upp á japönsku.
Itatakimasu!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.4.2013 kl. 06:53
Sæll, Vilhjálmur.
Gaman að vita að þú eldar japanskan mat sjálfur!
Bonne appitite. :-)
Toshiki Toma (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 10:28