23.4.2013 | 11:01
Íslendingar geta stutt mikið ef til vill
Ég held að það sé hræðilegt og sorglegt að heyra um stöðu í Úgandu hvað sem varðar mannréttindi samkynhneigðs fólks og harða stefnu ríkisins gegn því. Ég þekki ekki mjög mikið um Úgandu og hef aldrei verið þar, en mér skilst að Úganda hafi verið í erfiðum aðstæðum lengi bæði stjórnmálalega og efnahagsmálalega.
Ef til vill geta slíkur óstöðugleiki haft áhrif á harðstjórn af þessu tagi, en það má ekki vera afsökun að sjálfsögðu.
,,Í dag eru sambönd samkynhneigðra ólögleg í Úganda eins og víða í ríkjum sunnan Sahara eyðimerkurinnar. Í Úganda á fólk sem verður uppvíst að því að eiga í sambandi við aðra manneskju af sama kyni yfir höfði sér allt að fjórtán ára fangelsi".
Allt að 14 ára!? Þó að ekki einu sinni er glæpur að ræða? Kynhneigð mun vera óbreytanleg hvers sem annar maður krefst við viðkomandi, mun slík lög vera til þess að láta samkynhneigðs fólk vera í aðskildu rými. En flest samkynhneigt fólk mun fela kynhneigð sína, þarf harðstjórn að fá ,,njósnara" til að finna það.
,,Samkvæmt frumvarpinu verðu það skylda að tilkynna það til yfirvalda gruni þá einhvern um að vera samkynhneigðan. Ef fólk brýtur gegn þessu á það yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi".
Þetta virðist vera fáranlegt slæmt hringrás.
,,Úganda er ekki eina ríkið í heiminum sem brýtur grimmilega á mannréttindum hinsegin fólks. Sjáðu nágrannaríkin, Nígeríu og Kamerún. Ástandið er ekkert betra þar."
Í heimalandi mínu, Japan, er staðan samkynhneigðs fólks sé ekki eins slæm og það sem Nabagesera lýsir um Úgandu. A.m.k. er það ekki ólöglegt að vera samkynhneigður maður í Japan. En samt eru gríðarlegir fordómar til staðar í japönsku samfélagi og ég held að það sé enn erfitt að samkynhneigt fólk segir frá kynhneigð sinni án þess að fela hana.
Bekkjarabróðir minn í prestaskóla í Tókíó er ,,tarnsgender" manneskja núna og þjónir sem prestur. Hann sagði mér einu sinni um erfiða reynslu sína stuttlega. (Því miður er ég enn ekki búinn að fá tækifæri til að hlusta á hann nægilega).
Réttindabót mun vera nauðsynleg fyrst og fremst, en þá er einnig nauðsynlegt að berjast við fordóma síðar.
Ísland er búið að takast það að bæta réttindi samkynhneigðs fólks, og því sýnist mér að það hljóti að vera ýmislegt sem Íslendingar geta lagt fram í baráttu í málefninu víða í heiminum og ekki síst í Úgandu.
,,Landi þar sem meirihlutinn er kristinn, flestir mótmælendur. Inn í trúna blandast menning álfunnar. Meðal þess sem trúarleiðtogar halda fram er að samkynhneigð sé bein ógn við fjölskyldur og hafa þessar skoðanir þeirra notið stuðnings unga fólksins í Úganda".
Og jú, slíkt er líka hluti af málinu. Við í kirkjum á Íslandi verðum að halda áfram því að eiga erindi við málefni þess.
Kynhneigð getur kostað hana lífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.4.2013 kl. 22:54 | Facebook