Blaðamennska á hættu ??


Ég er ekki sérmenntaður í blaðamennsku en mín skynsemi segir úrskurðurinn Siðanefndar BÍ sé ekki eðlilegur.

Mér skilst að fjölmiðlanir séu “counter power” gagnvart ríkjandi völdum í samfélaginu. Ef ríkistjórnvöldin segja: “þetta er hvít”, eiga fjölmiðlanir að leita að möguleika til að segja: “nei, þetta er svart”. Ef annað stórt vald segir: “þetta er í lagi”, eiga fjölmiðlanir að byrja að hugsa frá þeirri forsendu að þetta er ekki í lagi”. Svona er skilningur minn á hlutverki fjölmiðlananna.
Auðvitað þegar þarna sést reykur, eiga fjölmiðlanir að leita að eld. Ef fjölmiðlanir glata þessum anda, hvað verður þá eftir? Ef blaðamenn hætta því að gruna gefin orð af valdahafa, hverjir ná til sannleiksins sem er fólgins?

Mér sýnist úrskurðurinn Siðanefndar BÍ vegi frekar sáttamál milli valdahafa og fjölmiðlana eða hlýðni fjölmiðlana við valdhafa. En er þetta rétt viðhorf?

Annars sýnist mér líka, að það mál um ríkisborgararéttarveitingu sé nú þegar horfið frá augum okkar án þess að skýra umdeilda atriðið. Var þar enginn annar háttur til að kanna málið almennilegra? í staðinn fyrir að rifast í sjónvarpsþáttum og í blöðum?

Þannig er grát mál farið í glatkistu, og óánægðir “venjulegir” útlendingar með málið eru eftir.




mbl.is Kastljós mótmælir harðlega niðurstöðum og vinnubrögðum Siðanefndar BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Mér þykir Þórhallur svara þessum úrskurði ágætlega, en þetta þras er í mínum augum aukaatriði. Í mínum augum er aðalspurningin þessi: Hvað á að gera til að tryggja að þetta endurtaki sig ekki; að erlendir ríkisborgarar fái allir sömu meðferð sem er hafin yfir grun um misbeitingu og spillingu?

Svarið hingað til: Nákvæmlega ekki neitt. Og það er mjög miður. 

Þarfagreinir, 19.6.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: Toshiki Toma

Hjartanlega sammála þér. Og ég held að almennileg lög og reglur, og sanngjörn afgreiðsla sé kjarni málanna.

Toshiki Toma, 19.6.2007 kl. 19:05

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll séra Toma,

allt þetta mál er gott dæmi um að frelsi opinberrar umræðu getur fljótlega komist í hættu á Íslandi, þegar fyrirmenn eru að ota sínum tota.

Aðrir útlendingar, sem vilja setjast að í landinu, og sem þurfa að fylgja settum reglum, eða þeir sem upplifað hafa að reglur og lög eru fjötur um fót, hljóta að horfa á þessi vinnubrögð broddanna og blaðamannafélagsins með mikilli undran.

En svona hefur þetta nú lengi verið í íslensku þjóðfélagi: Það er ekki sama sér Jón og séra Toma.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.6.2007 kl. 19:16

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta var gott skúbb hjá Helga og það mættu fleiri blaðamenn taka hann til fyrirmyndar og flétta ofan af spillingunni sem grasserar í Íslensku stjórnkerfi og þjóðfélagi.

Róbert Björnsson, 19.6.2007 kl. 21:47

5 identicon

Ég bara sá ekkert að umfjöllun Helga, bara mjög gott hjá honum.
Alger nauðsyn að sýna þetta sem var klárlega klíka til að koma stúlkunni inn og gefa henni ríkisborgararétt...
Mér finnst þessi siðanefnd bara vera stýrð af Jónínu.

Kenny er algerlega úti að aka... sumir fylgja sínum flokk í blindni.. með svona see no evil, hear no evil og elta foringjana fram af björgum.

Gott hjá Helga og mikið væri nú gott ef fréttamenn færu að sína stjórnmálamönnum alvöru aðhald, ekki bara drottningarviðtöl

DoctorE (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 23:36

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er ekkert skrýtið  ef þið athugið hverjir eru í siðanefndinni.

Sigurður Þórðarson, 19.6.2007 kl. 23:51

7 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Sigurður. Hverjir eru á nefndinni. Er forvitinn 

Toshiki Toma, 20.6.2007 kl. 00:14

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er fullkomlega sammála þér Sr. Toma ! Ef svona heldur áfram mun sönn rannsóknarblaðamennska deyja út af ótta við viðbrögðum yfirvalda. Guð blessi þig bróðir!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 08:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband