Kynnumst mál um flóttamenn á Austurvelli !


Alþjóðadagur flóttamanna haldinn 20. júní 2007 kl. 14-18 á Austurvelli

20. júní er Alþjóðadagur flóttamanna. Hér á Íslandi munum við nota þennan dag til að vekja athygli á stöðu flóttamanna og allra þeirra sem vegna stríðsátaka, ofsókna eða ofbeldis eru neyddir til að vera fjarri heimilum sínum.

Dagskrá verður í tilefni dagsins á Austurvelli þar sem Rauði kross Íslands í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stendur að kynningu á málefnum flóttamanna heima og heiman í samvinnu við fleiri aðila. Fulltrúar frá Reykjavíkurborg og Rauða krossinum kynna flóttamannaverkefnið í Reykjavík. Rauði krossinn og Mannréttindaskrifstofa Íslands kynna samstarfsverkefni sín um málefni flóttamanna og hælisleitenda. Rauði krossinn og félagsþjónustan í Reykjanesbæ kynna starf sitt með hælisleitendum og málefni þeim tengdum. Einnig verður sýnd kvikmynd og sýndar ljósmyndir úr flóttamannabúðum og boðið upp á margskonar fræðsluefni.

      -úr fréttatilkynningu RKÍ-



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband