Blær breytingar í Japan


Ég rakst á gleðilega frétt á japönsku neti í morgun. Kanako Tsuji, sem er 32 ára kona og lesbía, hefur fengið sætti opinbers frambjóðanda fyrir alþingiskosninga Japans, og hún býður sig fram frá Japan Democratic Party . Kosningin verður haldin í lok júlí núna í ári.
Kanako er samkynhneigð og fyrsta kona í sögu kosningar Japans sem lýsti yfir því að vera samkynhneigð og lyftir upp bót (improvement) á réttarstöðu samkynhneigðs fólks og betri skilning.

Miljón samkynhneigðir/ar búa í Japan núna. En tilvist þeirra í japönsku samfélagi er ennþá alveg í skugga. Fordómar og mismunun gagnvart þeim er bara ósambærilegt við á Íslandi eða í öðrum evrópskum löndum (þó að ég eigi ekki við að aðstæðurnar hér séu fullkomnar).
Þess vegna virðast viðbrögð við Kanako og Democratic Party vera ekki eins.

Samkynhneigðir/ar fagna því að sjálfsagt, en samtímis mörgum þeirra finnst erfitt að fara í stuðningssamkomu Kanako, af því að fara þangað þykir að yfirlýsing samkynhneigðs sjálfs.  
   *Þetta gæti verið erfitt að skilja fyrir ykkur á Íslandi, en fyrirlitning á samkynhneigða/ar er talsverð mikil í Japan að mínu mati. Einnig vegur japanska samfélagið fjölskyldusamband mikið og fyrirlitningin getur fært yfir heildarfjölskyld viðkomandi samkynhneigðs. Í fréttinni segir stelpa nokkur að hún er ekki búin að segja frá kynhneigð sinni nema til nánastu vinkvenna sinna.

Hins vegar koma kvartanir til flokksins líka: “Viljið þið tapa stuðningi frá íhaldssinnum?”.

Svona ferli er kannski algengt þegar alls konar réttindabarátta gengur í og yfir. Ég óska innilega að Kanako hafi góða baráttu í heimalandi mínu og breytingarblærinn verði vindur og síðan stormur, og fordómarnir fjúki sem mest.
Áfram, Kanako!!

http://edition.cnn.com/2007/WORLD/asiapcf/06/20/japan.gay.reut/index.html    
 

                              kanako 2

             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er áhugavert, vonandi gengur henni vel!

halkatla, 23.6.2007 kl. 10:46

2 identicon

Skemmtilegt að heyra þetta frá þér sem presti Toshiki!
Má maður kannski eiga vona á meira frá þér sem styður við baráttu samkynhneigðar fyrir jafnrétti?.
Ég vona það, það eru ekki margir prestar í þjóðkirkju sem myndu þora að taka skýra afstöðu með giftingar.

Ég ætla nú ekki að fara fram á að þú leggir djobbið þitt í hættu samt, its up to you ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 13:02

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir áhugaverðan pistil af stjórnmálum í Japan, Toshiki. Áfram Kanako! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.6.2007 kl. 13:18

4 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll. DoctorE.
Ég var búinn að skrifa margar stuðningsgreinar við mál um samkynhneigð. Hægt að lesa í Trúmál hjá www.toshiki.is, ef þú hefur áhuga.
Ég er alls ekki ánægður með afstöðu kirkjunnar um málefnið, en samt prestum sem eru með jákvæða skoðun við samkynhneigð fjölgast á undanfarin ár.

Toshiki Toma, 23.6.2007 kl. 15:14

5 Smámynd: www.zordis.com

Vid megum ekki gleyma persónunni hvort sem hún er samkynhneigd eda gagnkynhneigd.  Allir eiga taekifaeri og zegar sá dagur kemur er allir menn og konur verda jafnir zá getum vid pakkad nidur og svifid til eilífdar!

Áfram Kanako!  Gullfalleg og kröftug .....

www.zordis.com, 23.6.2007 kl. 15:21

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Góður pistill, sem minnir mig á þegar ég var dvaldi í Englandi 1988-89. Þá bjó ég á garði með karlmönnum af ýmsu þjóðerni og einni konu sem var "múslímsk nunna" frá Súdan, Neema að nafni. Ég kom á vikulegum kvikmyndakvöldum, þar sem nokkrir okkar karlanna horfðum á góða kvikmynd í sjónvarpinu drukkum misunandi bjóra, eða óáfenga drykki fyrir þá sem ekki máttu drekka áfengi, og átum saltar og reyktar möndlur. Eitt sinn horfðum við á afar vel gerða japanska mynd um kennara sem felldi ástir til ungs nemenda síns. Kennarinn var karlmaður og nemandinn var ungur drengur. Myndin fjallaði á ljóðrænan/japanskan hátt um "vandamál" kennarans og fílósófískar ígrundanir hans. Myndin endaði sorglega ef ég man rétt. Man ekki nafnið á myndinni lengur.

Ég sá fljótlega, að kínverskum vinum mínum, Wu og Ping Yang þótti myndin óþægileg. Eftir að henni lauk, sagði Ping skoðun sína. Honum fannst þetta skrítin mynd í meira lagi og ónáttúruleg og trúði mér fyrir því að í Kína væri samkynhneigð ekki til, og var Wu á sömu skoðun. Kanadabúi og Breti, sem einnig bjuggu í húsinu okkar, boruðu frekar mikið í þessar skoðanir Kínverjanna, svo þeir létu ekki sjá sig næstu skiptin á kvikmyndakvöldunum, en komu svo loks aftur í bjórinn og möndlurnar, sem Ping Yang var sólginn í, þegar John Wayne skaut indíána í góðum vestra þar sem menn voru menn og konur líka, sem engum okkar, frá Íslandi, Bangladess, Hollandi, Líbanon, Kanada, Kína, Alsír og Íslandi þótti neitt ónáttúrulegt við, þ.e.a.s. að drepa indíána.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.6.2007 kl. 17:41

7 Smámynd: Toshiki Toma

Já, þetta er góður punktur til umhugsunar..

Toshiki Toma, 23.6.2007 kl. 18:10

8 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Mér finnst það satt að segja það vera svo furðulegt að samkynhneigð skuli enn vera svona mikið tabú í Japan, miðað við hversu glysgjarnir og opnir fyrir furðulegustu hlutum unga fólkið er. Síðasta sumar þegar ég dvaldi í Tokyo hitti ég aðeins einn opinn samkynheigðan mann og hann sagði mér hversu erfitt það væri að koma út úr skápnum þar í landi. Miðað við hvernig margir ungir karlmenn klæða sig þar í landi, í þannig stíl að sá maður yrði samstundis stimplaður sem samkynhneigður hér á landi, þá kom það mér á óvart. 

En ég heyrði líka að margir unglingar tæku út villtu árin sín með því að fara alveg yfirum í tísku og hátterni en síðan tekur alvaran við, fá sér góða vinnu, lita hárið á sér aftur svart og haga sér eins og "fullorðinn". Samfélagið þarna er bara svo ótrúlega öðruvísi en hér að við gerum okkur ekki bara grein fyrir því hversu sterk fjölskyldan er og hversu mannorðið er mikils metið.

En þrátt fyrir það alveg yndislegt land. Plana að fara aftur á næsta ári ef ég get. 

Ómar Örn Hauksson, 23.6.2007 kl. 18:40

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Áhugaverður pistill og umræður hér í athugasemdum. Takk fyrir.

Edda Agnarsdóttir, 24.6.2007 kl. 11:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband