Staðfest samvist eða hjónaband?


Katrín Jakobsdóttir, alþingiskona og varaformaður Vinstri-grænna, birti skoðun sína í Blaðinu í dag, 17. ágúst (bls. 14.) um mál sem varða “staðfesta samvist / hjúskap” samkynhneigðra.
Greinin á skilið að lesa og ég vil endilega hvetja fólk að lesa hana til umhugsunar, af því að mér sýnist talsverðir margir misskilji samband milli “staðfestrar samvistar” og “hjónabands” og segi að staðfest samvist væri fullkomlega söm og hjónaband.

Á undan Katrínu, skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona Vinstri-grænna, þarfa ábendingu og framtíðarsýn í bloggi sínu á 11. ágúst sl. Í skrifunum sínum benti hún á réttilega galla í núverandi löggjöfum, s.s. í hjúskaparlögum og lögum um staðfesta samvist :
“Það var þó í meginatriðum einungis tvennt sem lögin heimiluðu ekki. Þau heimiluðu ekki kirkjulega vígslu og þau heimiluðu ekki að hjúskapur samkynhneigðra væri kallaður hjónaband. Þar með var ákvarðað með lögum að hommum og lesbíum bæri áfram að vera afmarkaður hópur á jaðri samfélagsins”(www.althingi.is/kolbrunh).
Og Katrín tekur undir Kolbrúnu: “Um leið varð hins vegar til tvöfalt kerfi sem ekki fær staðist til lengdar”.

Mér sýnist hugtak um “staðfesta samvist” er sverð sem er með blað á beggja megin.
Núna er vígsla staðfestrar samvistar fólgin eingöngu borgaralegum vígslumanni, en andrúmsloft almennings stefnir því að breyta lögum í þá átt svo að sérhvert trúfélag geti annast vígslu staðfesta samvist ef það rekst ekki á eigin trúarlega kenningu. Ef málið þróist á þessa leið, verður það stórt skref til jafnréttis manna.

Þvert á móti er það líka satt um leið að tilvist laga um staðfesta samvist viðurkennir sjálf aðskilnaðarstefnu samkynhneigðapara frá “venjulegum hjónum”. En af hverju verðum við að aðgreina samvistir para af sömu kyni frá öðrum hjónaböndum? Er slík aðgreining ekki sú djúp-dulda mismunun gagnvart “hinseginu” fólki? Réttlætist hún sem málamiðlun til þess að stíga skref fram á jákvæðan hátt?

Ég er hjartanlega sammála Katrínu í því sem hún segir í ágætri greinargerð sinni. “Nú lítum við fyrst og fremst á hjónaband sem ákvörðun frjálsra einstaklinga um að eyða ævinni saman. Óháð því hvort sú ákvörðun gengur eftir eða ekki er hún mergur málsins”.
Mér finnst þetta vera réttur áfangastaður allavega hvort sem við förum þangað strax beint eða við skreppum í aðra höfn á leiðinni.

Ég vil bæta línum varðandi viðhorf þjóðkirkjunnar seinna, en afsakið er þetta allt að sinni.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta gott !

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 15:55

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir góðann pistil Toshiki og það var ánægjulegt að sjá ykkur hugrökku prestana sem mættuð í gleðigönguna um daginn!    Ykkar stuðningur er mikils metinn.

Það er mikið rétt að "staðfest samvist", "domestic partnerships", "civil unions" eða hvað svo sem það kallast, hefur EKKI sömu merkingu og "hjónaband" eða "marriage".  Á meðan sambönd gagnkynhneigðra og samkynhneigðra para eru ekki kölluð það sama og hafa nákvæmlega sama gild, í orði og í riti, þá eru þau "seperate but equal" -  Frasi sem táknar "jafnrétti en aðskilnað"...líka þekkt sem "Apartheit".

Civil Unions are perhaps important stepping stones towards full equality - "second base" (in baseball terms ).  -  But ultimately we need a home run to seal the deal!  Full marriage rights for all.  No more, no less, no distinctions.

Róbert Björnsson, 17.8.2007 kl. 16:24

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Segðu mér, Toshiki (og afsakaðu hvað ég skrifa þér seint -- var að horfa á myndina um prestinn og rabbíann og vinkonu þeirra) : Myndirðu fara ofan af þessari meiningu þinni, ef þú vissir, að Kristur vilji ekki slíkt meint hjónaband tveggja karla eða tveggja kvenna? Myndirðu vilja játast því boði Guðs, að fólk af sama kyni megi ekki hafa samfarir saman? Myndirðu breyta um skoðun eða halda fram rétti þinnar fyrri skoðunar? Myndirðu kannski fara að reyna að skilja, að það gæti verið eitthvað eðlislega rétt við slíkt boð Guðs -- að það sé vegna mannsins sjálfs og samfélagsins, sem Guð hafi boðið það, sem hann býður um þessi mál?

Fræddu okkur svo aðeins um afstöðu þjóðar þinnar í Japan (ekki bara "framfaramannanna", sem víða troða sér fram í fjölmiðlum) sé til þessara mála. - Góða helgi.

Jón Valur Jensson, 18.8.2007 kl. 03:36

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

... þ.e. hver sú afstaða Japana sé til þessara mála.

Jón Valur Jensson, 18.8.2007 kl. 03:38

5 Smámynd: Toshiki Toma


Sæll, Jón Valur.
Þetta getur verið vanskilningur minn á því sem þú segir hér, en mér skilst að þú segir BARA að þú þolir ekki að hugsa um samband milli tveggja krala eða tveggja kvenna, en ekki Guð eða Kristur. Það er BARA þú, sem getur ekki horfa í eðli átsar mannanna (ég segi ást, ekki aðeins sexual desire), en hvorki Guð né Jesús. Er það ekki satt?
Mín trú á Guð er talsvert öðruvísi en þín trú. Ég met þróun mankyns almennilega þó að ég ætla ekki að setja mannkyn í Guðsstól. "Eðlilegt" eða ekki? Veistu hve óáreiðanlegt orð er þetta "eðlilegt" í sögu okkar manna? Finnst þér ekki óeðlilegt að menn fara á tunglið? að maður getur lifað með "hjarta" annars manns? og svo fram vegis. Finnst þér mjög eðlilegt ef við skoðum sögu manna hingað til, að menn drepa hver annan, að þjóð gerir árás á annað land, að valdahaldari kúgar valdlaust fólk? Ætlarðu að segja það er "eðlilegt" að trúa dauði maðurinn kemur í líf aftur þrja daga? Ef þú vilt neita eitthvað vegna þess að það er ekki eðlilegt, þá hvet ég þig að skoða það sem trúir á fyrst og fremst.
Hvort eitthvað sé "eðlilget" eða ekki, getur ekk verið mælikvarði fyrir rétta leið okkar manna i alvöru.

Varðandi Japan, var ég búin að skrifa um daginn hér í blogginu. En staðan samkynhneigðra er að miklu leyti verra Í Japan en hér á Íslandi, á mínum skilningi.

kveðja,

Toshiki Toma, 18.8.2007 kl. 10:44

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, séra Toshiki. Ekki notaði ég orðið "eðlilegt", heldur benti ég á, "að það gæti verið eitthvað eðlislega rétt við slíkt boð Guðs -- að það sé vegna mannsins sjálfs og samfélagsins, sem Guð hafi boðið það, sem hann býður um þessi mál," og þar merkir eðlislegt nánast "inherently" eða "fundamentally", hafandi þá í huga, að líferni í samkynja kynlífi getur ekki byggt upp samfélag né fjölskyldur með sama hætti og það, að maður og kona taki saman og verði eitt hold, eins og Kristur minntist á, þegar hann gaf sína leiðsögn um kristið hjónaband (Mt. 19.4-6, Mk. 10.5-8; hvar minnist hann á samkynja hjúskaparaðila þarna???).

En ég notaði sem sé ekki orðið "eðlilegt" í þessu samhengi með t.d. hliðsjón af orðunum "óeðlilegt" og "óeðli", eins og þú gætir hafa haldið; ég var ekki að ræða eðli og óeðli (t.d. sem skammaryrði um samkynhneigð), heldur vildi ég vísa til þess, að það væri "eðlislega rétt" (inherently right, or correct considering the natural order and function and causality of things) í boðum Guðs, að þau taki tillit til þess, hve ófarsælt það hlyti að verða, ef mannkynið iðkaði samkynja kynlíf í stórum mæli, ekki aðeins vegna þess að þá myndi því fækka óskaplega (sem er ekki aðalhugsun mín í þessu), heldur af því að það myndi raska svo víða heilsu manna, valda farsóttum (eins og samkynja kynlíf hefur þegar stuðlað að og það mjög disproportionately [hlutfallslega mjög ójafnt] miðað við kynlíf hinna a.m.k. 45 sinnum fleiri, sem eru gagnkynhneigðir) -- og hefur raunar nú þegar gert það.

Staða samkynhneigðra er að miklu leyti verri í Japan en hér á Íslandi að þínum skilningi, Toshiki. Ekki komstu með þessa pro-homosexúalisku stefnu þína þaðan, svo mikið er víst, og ekki uppgötvaðir þú hana heldur í Biblíunni. Hvaðan fekkstu þetta nýja fagnaðarerindi? Sjálfur virðistu gefa það aðeins í skyn hér: "Mín trú á Guð er talsvert öðruvísi en þín trú. Ég met þróun mankyns almennilega þó að ég ætli ekki að setja mannkyn í Guðsstól." Af þessu má ætla, að þú látir þína trú á Guð mótast af einhverju, sem þú kallar "þróun mannkyns". Ef þú notar ekki Ritninguna sem mælistiku (criterion) á þá "þróun" (sem þú hlýtur að vita að er bæði til góðs og ills), heldur snýr þessu við og metur (eða mælir jafnvel niður) Ritninguna út frá meintri þróun mannkyns, hefurðu þá ekki umhverft Guðs orði, jafnvel gert vissa uppreisn gegn því? Við erum beinlínis vöruð við því á blöðum hinnar helgu bókar að taka upp annað fagnaðarerindi (og þú a.m.k. átt að vita það betur en einhverjir trúleysingjar, sem gætu slett sér inn í þessa umræðu, að sú bók og þá t.d. í ritum Páls postula ber sanna umhyggju fyrir okkur), já, við erum m.a.s. vöruð við því með þessum eindregna hætti:

"Mig furðar, að þér svo fljótt látið snúast frá honum, sem kallaði yður í náð Krists, til annars konar fagnaðarerindis, sem þó er ekki til; heldur eru einhverjir að trufla yður og vilja umhverfa fagnaðarerindinu um Krist. En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarerindi en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður. Eins og vér höfum áður sagt, eins segi ég nú aftur: Ef nokkur boðar yður annað fagnaðarerindi en það, sem þér hafið veitt viðtöku, þá sé hann bölvaður" (Galatabréf Páls postula, 1.6-9).

Og hann bætir við þetta orðum, sem þú mátt, Toshiki, gjarnan hugleiða í tengslum við fyrrnefnt hugsanlegt criterion þitt, þegar þú dæmir um Biblíuna; Páll segir strax í næsta versi: "Er ég nú að reyna að sannfæra menn eða Guð? Er ég að leitast við að þóknast mönnum? Ef ég væri enn að þóknast mönnum, þá væri ég ekki þjónn Krists."

Þetta þurfa allir einlægir kristnir menn að hafa hugfast og einnig þú, bróðir Toshiki.

Jón Valur Jensson, 18.8.2007 kl. 13:11

7 identicon

Flott grein hjá þér Thoshiki... Guð bað menn um að dæma ekki.. vegna þess að hann gerir það ekki sjálfur. Hver erum vér því til að gera slíkt. Trúi því að fleiri og fleiri sjá ljósið í boðskap þínum sem og annara sem hafa slíkan friðarboðskap fram að færa. Varast ber að fara í of miklar rökræður við þá sem vilja halda fast í sína trúarskoðun. Lítill tilgangur er með slíku. Ljós og friður til þín Thoshiki og til allra hinna sem lesa þínar greinar.

Björg F (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 14:33

8 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll aftur, kæri Jón Valur.
Takk fyrir löngu athugasemdina þína.
Ok, sorry, þú sagðir ekki “eðlilegt” eða “óeðlilegt” heldur “eðlislega rétta við slíkt boð Guðs” eða “þar merkir eðlislegt nánast "inherently" eða "fundamentally". En þú notar orðið ekki eins og þú útskýrir hér: þú notar í raun “eðlislegt rétta” eða “fundamentally” í merkingu eins og hvort eitthvað sé eðlilegt eða óeðlilegt í HUGA ÞÍNUM.
Hvað er “eðlislega rétt” eða “fundamental” þegar þú notar þau orð?
Mér sýnist þú ákveður sjálfur hvað tilheyrir “fundamental esssesnce” manns og hvað ekki, og meira að segja sýnist mér að þú ert að móta nokkra “eðlislega rétta” mynd fyrir þig og misskilur að myndin þín væri sameiginleg mynd meðal manna.
Þegar ég segi þróun mannkyns, þýðir það að ég sé “fandamental essence” manns með tillits til þróun skilnings á mannkyni (þ.á.m. túlkur á Biblíunni líka) og þess vegna viðurkenni ég að kenning kirkjunnar getur breyst með aukningu skilning okkar á mannkyni eða heiminum.
“Nýja fagnaðarerindið” segir þú. Mér finnst fagnaðarerindið er bara eitt og það leiðir okkur í rétta leið þróunar, frelsi og þannig í uppgötvun einhvers sem er “eðlislega rétt” við boð Guðs. Ég skil ekki af hverju þú tekur upp Japan eða uppruna minn. Skiptir það nokkru máli í samhenginu?
Ég verð að vera í hreinskilni, Jón. En ég er dálítið vonsvikinn með þér. Þú skrifar mikið og oft, en kjarni þinn er enn bara mjög einfaldur og hann er sá: “Páll skrifar þetta” og ekkert meira en það. Við kollegar mínir erum margoft búnir að segja að við túlkum sama textann og Biblíuna ekki eins og þú túlkar. En það virðist að þú vilt ekki viðurkenna þann mun á grundvelli eða getur ekki, og þú endurtekur hluta Biblíunnar án þess að sýna guðfræðilegan, félagsvísindalegan og biblíufræðilagan skilning þinn á þann hluta. (árangur í þessum fræðum er einnig hluti þróunar manna, kem ég fram það)
Og afleiðing þess er umræðan orðin alltaf af sömu tagi og nemur til staðar. Ég ætla ekki að útskýra hvern og einasta texta sem þú bendir á (eins og venjulegt), þar sem ég les ekki Biblíuna eins og þú lest. Ég svaraði þér um daginn í öðrum skrifum í blogginu og sagði frá niðurstöðu kenningarnefndarinnar, en hún segir að Biblían er ekkert neikvæð í garð samkynhneigðra. Þú getur verið ósammála kenningarnefnd, en þá bið ég þig um að byrja með því að sýna fram röksemd þína á móti túlkun nefndarinnar.
Ég segi fyrirfram, kæri Jón, ég þakka fyrir athugasemdir þínar í bloggi hjá mér. En ég ætla ekki að eyða mikinn tíma aðeins til að svara þér. Því bið ég þig einnig um að þú notar bloggið þitt til að andsvara mér, gagnrýna eða hvað sem er. Það mun gefa mér meira frelsi.
Kveðja,


Toshiki Toma, 18.8.2007 kl. 14:38

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guð dæmir sannarlega, Björg, samkvæmt ótalmörgum heimildum Biblíuritanna, og Mannssyninum sjálfum, Jesú Kristi, "hefur hann falið allan dóm" (Jóh. 5.22) -- lestu Matt. 25.31-46, ef þú tekkur þá mark á guðspjöllunum. En gerir þú það ekki, ættirðu ekki að blanda þér inn í rökræðu, sem byggist fyrst og fremst á kristnum heimildum og forsendum. Við eigum heldur ekki að dæma um persónur, en okkur sem kristnum mönnum er skylt að halda á lofti lögum Guðs og reglum og "dæma" (með vitsmuna-, en ekki dómsáfellisdómi okkar), að þær reglur séu réttar, andstætt allri útvötnun þau lög, andstöðu við þær reglur eða afstæðishyggju.

Jón Valur Jensson, 18.8.2007 kl. 14:50

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið, að ég gleymdi að lesa þetta yfir. Hér átti að standa (og skýringum bæti ég nú við): andstætt allri útvötnun þeirra laga (eins og lagt er til í þýðingarnefnd Biblíunnar), andstöðu við þær reglur (eins og sjá má í skrifum trúlausra og lítiltrúaðra) eða afstæðishyggju (sem er nýjasta tízkan í heimi uppflosnunar gilda og siðferðis) ...

Jón Valur Jensson, 18.8.2007 kl. 15:04

11 identicon

Jón Valur; Guð dæmir ekki.. og ekki heldur þig þó þú sért dæmandi sjálfur.. enda dæmiru aðeins þig sjálfan.. Ég blanda mér í þær umræður sem minn  hugur bíður enda er ég frjáls kona og get gert það sem mér langar til... ólíkt mörgum skeppnum og fólki sem haldið er í ánauð..

Björg F (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 15:35

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú misskilur mig enn, Toshiki. Ég nota orðið "eðliSlegt" (taktu eftir s-inu) EKKI "eins og hvort eitthvað sé eðlilegt eða óeðlilegt í HUGA [M]ÍNUM," NÉ er ég að tala um einhvern “fundamental essence” mannsins, heldur um það sem eðlislega reynist rétt að teknu tilliti til lögmáls orsaka og afleiðinga. Um þær eðlislægu og nánast 'necessary' (óhjákvæmilegu) afleiðingar, sem ég gerði þarna að umræðuefni í 2. málslið innleggs míns kl. 13.11, hefur þú ekkert rætt í þessu svari þínu kl. 14.38, en þær eru einmitt svo mikið kjarnaatriði í ábendingum mínum, að þú hefur í raun ekki glímt við andmæli mín, fyrr en þú tekur á því máli.

Hér gefurðu lykilskilning á meiningu þinni og forsendum (takk fyrir það):

"Þegar ég segi þróun mannkyns, þýðir það að ég sé “fundamental essence” manns með tilliti til þróunar skilnings á mannkyni (þ.á m. túlkun á Biblíunni líka) og þess vegna viðurkenni ég að kenning kirkjunnar getur breyst með aukningu skilnings okkar á mannkyni eða heiminum."

Hér hlýturðu að eiga við, að þú teljir aukinn skilning þinn á mannkyni fela t.d. í sér, að samkynja kynmök séu ekki synd, heldur eitthvað eðlilegt, t.d. af því að þetta sé meðfæd hneigð eða arfgeng. En hefurðu einhverja sönnun fyrir því? Nei, enga. Og eru djúprættar hneigðir (segjum t.d. stelsýki) afsökun frá ábyrgð manna, sem hafa frjálst val? Nei. Hvers vegna tekurðu þá, m.a.s. áður en nokkur sönnun liggur fyrir um þessa meintu 'meðfæðslu' eða arfgengi, þá áhættu að nota þennan nýja skilning þinn á eðli (sumra) manna sem criterion eða mælistiku til að dæma Biblíuna úr leik í hennar yfirlýsingum um þessi mál -- já, til að setja þig yfir það, sem kristnir menn hafa litið á sem Guðs orð? Er það ekki býsna mikil vogun, Toshiki, þegar þú mátt átta þig á því, að þú glímir hér við Guðsorðið sjálft, leiðsögn Jesú um hjónabandið, eins og ég benti á hér í 1. málslið í innlegginu kl. 13:11, sem og skýr orð hans fremsta, útvalda postula, Páls, í þremur rita hans (I. Kor. 6.9-11, I. Tím. 1.10 (1.8-11) og Róm.1.26-27)?

Þú segir þig og kollega þína margoft búna að segja, að þið túlkið sömu Biblíutexta ekki eins og ég túlki þá, en vandamálið við þessa "túlkun" ykkar er, að hún er í andstöðu við meiningu frumtextans og í raun engin túlkun, heldur rangfærslur. Sjálf þýðingartillagan úr þýðingarnefndinni var beinn útúrsnúningur og útvötnun á þeim frumtexta (raunar líka í síðustu þýðingu (og a.m.k. í 1999-útgáfunni), þar sem arsenokoitai var í I. Tím. 1.10 þýtt sem "mannhórar", en merkir einfaldlega og skýrt: "menn sem leggjast (þ.e. til samræðis) með karlmanni". Það á að þýða eins skýrt og unnt er, á það benti t.d. íslenzkufræðingurinn í Lesbókinni, í ritdeilunni um þessa ritningarstaði við Jón Sveinbjörnsson. En sé svikizt um að þýða rétt, verður það afar (og allt of) satt, sem segir í ítalska máltækinu: il traduttore e tradittore : "þýðandinn er svikari" ! Vart vilja kristnir menn, að slík svik líti dagsins ljós á blöðum Biblíunnar 17. október næstkomandi.

Jón Valur Jensson, 18.8.2007 kl. 15:36

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Ég ætla ekki að útskýra hvern og einasta texta sem þú bendir á," segirðu, Toshiki, en rétt eins og þegar kristnir menn rökræða t.d. um skírnarsakramentið og taka þá til skoðunar öll vers eða kafla Biblíunnar, sem snerta það, þannig máttu ekki sleppa því að taka til skoðunar öll þessi vers sem fjalla um samkynja kynmök (ekki samkynhneigð, heldur samkynja kynlífsathafnir). Og versin eru ekki svo mörg, að það eigi að vera þér ofviða eða um megn (overly difficult) að reyna að kryfja og skilja meiningu þeirra. Til að skilja, hvað t.d. Páll postuli átti við, verður þú að átta þig á nokkuð nákvæmri merkingu hans, þ.e. þeim skilningi, sem hann lagði í orðin, og láta ekki afvegaleiðast af einhverjum misskilningi langt fyrir utan hans orð og langtum síðar í sögu mannkyns.

Jón Valur Jensson, 18.8.2007 kl. 15:59

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú segir, Toshiki, Kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar telja Biblíuna "ekkert neikvæð[a] í garð samkynhneigðra," en réttara er vitna til orða hennar þannig, orðrétt: "Þessir staðir fordæma ekki samkynhneigð sem slíka." -- En það er auðvelt fyrir mig að taka undir þau orð, því að eins og ég sagði hér ofar, fjallar Biblían ekki um samkynhneigð sem einfalda, undirliggjandi grunnþörf, heldur samkynja kynlífsathafnir og fordæmir þær mjög skýrt. Það er hins vegar villandi mjög og sambræðslukennt af hálfu þessarar nefndar, hvernig hún tekur á málinu (með greinilegri undanlátssemi við róttæka varamenn í nefndinni, eins og greina má hér og hvar í óljósu, villandi orðalagi). Álitið er að mínu mati í veigamiklum kjarnaatriðum illa unnið, og skal ég ræða það ýtarlegar bráðlega. Sjá nefndarálitið hér.

Jón Valur Jensson, 18.8.2007 kl. 16:17

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þrymur, lastu ekki innleggið frá mér, 40 mínútum á undan þínu? Finnst þér þá ganga upp að segja, að Biblían og Vatikanið séu "andstæð samkynhneigð" sem slíkri, þ.e. sem undirliggjandi grunnhvöt (lítils hóps manna)? -- Svo sagði ég aldrei, að það skipti hér neinu máli, hverrar þjóðar manneskjan væri.

Jón Valur Jensson, 19.8.2007 kl. 00:28

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þrymur vill endilega, að ég fordæmi samkynhneigð sem hneigð, en ég læt mér nægja að taka undir (eða verja) gagnrýni Biblíunnar á það, sem menn gera viljandi og vísvitandi. Hann verður að skilja muninn á þessu tvennu. Ég fordæmi ekki mann fyrir stelsýki, sem innri hvöt í honum, né heldur mann sem haldinn er alkóhólisma, jafnvel af erfðaástæðum, en hvet hann þó til að nýta sér það viljafrelsi, sem hann þó kann að hafa, og ýta frá sér lönguninni til að detta í það. Má ekki benda samkynhneigðum á svipaða leið?

Jón Valur Jensson, 19.8.2007 kl. 03:01

17 Smámynd: Halla Rut

Að mismuna fólki eftir lit, heilbrigði, útliti, menntur, uppruna, kyni eða kynhneigð er einfaldlega rangt. Það er hægt að skrifa 1000 línur um málið er niðurstaðan er ávallt sú saman:

1. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og samfélaginu í heild sinni.

2. Allir skulu fá að lifa sínu lífi í frelsi, eftir eigin vali og getu svo lengi sem þeir hindra ekki eða skerði frelsi annarra. 

Halla Rut , 19.8.2007 kl. 10:45

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Hugsaru þér að stofnsett sé afhommunar stöð sem rekin er með fyrirbænum og jafnvel særingum til læknunar á samkynhneigð?" spyr Þrymur. Það er ekkert í sigtinu með það, væni minn. "Leggur þú stelsýki, áfengissýki og samkynhneigð að jöfnu?" spyr hann enn. Skildirðu mig þannig? Hvaða gagn á ég eða aðrir að hafa af því að leggja þetta þrennt að jöfnu? En það er þó eitt, sem sameinar þetta að vissu leyti í einu atriði: það er, að þessu öllu má lýsa sem undirliggjandi hvöt eða þrá eða þörf, sálrænni tilhneigingu eftir einhverju, sem viðkomandi sál virðist eftirsóknarvert, jafnvel þótt viðfangið í hverju tilviki sé gerólíkt þeim, sem um er að ræða í hinum tilvikunum. Og allar eiga þessar undirliggjandi hneigðir það sameiginlegt, að hér a.m.k. (í minni umfjöllun) er verið að leggja á það áherzlu, að þær hafa sem slíkar ekki náð upp á það plan að vera vilja- eða ásetnings-fyrirbæri og dæmast því ekki á neinn hátt sem siðferðislega slæmar eða illar. Maðurinn er aðeins ábyrgur fyrir þeim verkum sínum og viljaathöfnum, sem hann réð og ræður við, ekki hinni undirliggjandi hneigð, sem kann að búa inni fyrir með honum, en hann hefur ekki samsinnt í vilja sínum né í verki. - Góðar stundir,

Jón Valur Jensson, 20.8.2007 kl. 03:22

19 Smámynd: Toshiki Toma

Kæri Jón Valur.
Nú ertu búinn að senda inn 11 athugasemdir af 22, fyrirundan þessa sem ég er að skrifa núna.
Ég vil biðja þig með kurteisi um að skrifa áframhaldið í eigið bloggi þínu. Þú ert með fullan rétt til að tjá skoðun þína og álit. En samtímis held ég það er "jafnvægi" þegar þú skrifar í blogg annars manns.
Vona að fá góðan skilning þinn.
Kveðja,

Toshiki Toma, 20.8.2007 kl. 10:35

20 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Ég get tekið hann með einnari" sagði strákurinn rogginn. Nú hefur það gerst að Jón Valur liggur flatur "tekinn með einnari" af Toshiki Toma í tvennum skilningi.

1. Toshiki Toma er einhentur í íslensku máli.

2. Toshiki Toma nægir að nota aðra hendina til að fella Jón Val í rökum.

En ef til vill er Jón Valur bara handalaus.  

Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.8.2007 kl. 11:56

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

KSK er lélegur heimspekingur, en vantar ekki viljann til hlutdrægra rangfærslna í þessum sögðum orðum sínum. En Toshiki skortir ekki efnislegu ástæðurnar, bara spurning um, hversu haldgóðar þær eru. Ég hef sett þær hér í gagnrýnisljós og lýsi hér með eftir svörum hans við gagnrökum mínum og ábendingum í þremur póstum 18.8. frá kl. 15:36 til kl. 16:17.

Jón Valur Jensson, 20.8.2007 kl. 23:43

22 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Jón Valur.
Ég vil frekar skrifa grein á ný sem mun svarar fyrir frestum punktum sem þú tekur upp. Afsakaðu en mér finnst ekki spennt að svara orð fyrir orðinu eins og þér finnst gaman kannski. (það er að hluta vegna tungumálakunnáttu minnar, viðurkenni ég).
kveðja,

Toshiki Toma, 20.8.2007 kl. 23:54

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nógu margt skrifarðu samt, Toshiki! Og leitað geturðu þér aðstoðar, veit ég, enda nægir samherjarnir í endurskoðunarguðfræðinni. En hittumst kannski á nýjum vettvangi. - Með kveðju,

Jón Valur Jensson, 21.8.2007 kl. 00:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband