Prestur ákærður vegna janfréttislagabrots


Prestur sem er karlmaður neitaði því að taka þátt í kirkjuathöfnum í sókn sinni þar sem kvenprestur er einnig með. Ríkissaksóknari ákærði karlaprestinn út af broti á jafnréttislögum. Einnig var sóknaprestur var ákærður vegna vanrækslu sinnar í því að tryggja jafnrétti í vinnustað....

Fréttafærsla er allt of stutt að veita okkur nægilegar upplýsingar um málið, en ef má segja með takmarkaða þekkingu um málið, sýnist mér þessi aðgerð hjá ríkissaksóknara Finnlands vera hrósverð.
Ég þekki sjálfur nokkra karlapresta þar í Finnlandi, sem eru afar neikvæðir í garð kvenpresta. Ég held ekki jafnrétti í íslenska þjóðkirkjunni sé fullkomin, en neikvæð hugmynd um kvenpresta, sem nokkurt fólk (ekki endilega karlamenn) hefur í finnska kirkjunni, virðist vera meira áberandi heldur en við ímyndum okkur á Íslandi.

Afneitun samveru í opinberri þjónustu er mismunun ef það er engin sérstök ástæða.
En gat kirkjan gert ekki neitt um málið áður en ríkissaksóknarinn komst í þetta stig..??
Halo



mbl.is Finnskur prestur kærður fyrir að sniðganga kvenprest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Réð blessaður presturinn ekki eigin ferðum? Telur ríkissaksóknarinn þessum presti óheimilt að njóta samvizkufrelsis um þátttöku sína í kirkjuathöfnum? Á hann um það að lúta veraldlegum lögum fremur en sinni kristnu samvizku og sannfæringu? Og er séra Toshiki viss um, að presturinn verði dæmdur í fangelsi fyrir þetta? Yrði það að Toshikis mati farsæl leið til að sannfæra kristið fólk um ágæti þess, að ríkisvaldið hlutist harkalega til um innri mál kirkjunnar? Og yrði hann því hlynntur, að sama leið yrði farin í málinu "hjónavígsla samkynhneigðra" í Þjóðkirkjunni? Myndi hann vilja, að hugsanlegum sigri hinna róttæku í því máli yrði fylgt eftir með því að lögsækja þá presta, sem neita myndu að vera viðstaddir slíkar athafnir? Eða hvað veldur þessari miklu gleði þinni yfir lögsókninni, Toshiki?

PS. "engin sérstök ástæða" (TT undir lokin)? Er innri sannfæring og samvizkufrelsi engin ástæða?

Jón Valur Jensson, 17.9.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Toshiki Toma

Jafnrétti er þegar set inn í lög, Jón. Og að brjóta lög er refsivert. (en það þýðir ekki að maður verður að fara í fangelsi til fróðleika, Jón).
Ég held að þú skiljir ekkert um "mismunun". Ég hvet þig um að hugsa betur hvað þetta orð ber með sér.
Ef viðkomandi prestur gerði þetta með samviskfrelsis sins, þá verður hann að berjast vegna málstaðar sins. Welcome to the humanrights battle field.

Toshiki Toma, 18.9.2007 kl. 10:40

3 identicon

Allt eru þetta hin merkustu mál. Auðvitað á enganveginn að mismuna fólki en samt er mismunur á fólki. laun kvenna eru lægri og ríkissaksóknari hefur engan dæmt þess vegna og þó ég held að Akureyrarbær hafi fengið dóm vegna mismununar í launum.

Ef Jesús væri að velja postulahópinn saman í dag - hann valdi hann aðeins karlmenn, Ætli hann yrði í dag ekki dæmdur fyrir mismunun? 

Kirkjan er að afgreiða postulann Pál sem afturhaldssaman og þröngsýnan mann með hommafóbíu af því að hann sagði að :"Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa." Og þetta voruð þér sumir yðar.

Þessum orðum ver verið að breyta og færa til nútímahorfs. Prestar (í Svíþjóð t.d) hafa verið dæmdir fyrir að halda þessum boðskap fram . En það merkilega er að í Íslenskri prestastétt er engin kvenprestur sem hefur stigið fram og sagt :Trúum Páli og breytum ekki siðaboðskap Nýja-Testamentisins. Ætli finnist finnsk kona sem tilheyrir prestasétt og treystir því sem postulinn Páll hefur ritað?

Á hvorn veginn sem mál prestsins fara þá er hættan sú að kirkjan sem ríkisstofnun fari sömu leið og þjóðfélagið af því að kirkjan hefur gleymt hlutverki sínu að vera ljós og salt áheyrendum til frelsunar.

Biðjum fyrir finnska prestinum honum til hjálpar. Megi konur njóta þess að fá að vera konur en ekki kvenlegar karlímyndir . Guð skapaði konuna sem konu en nútíma gildin eru að breyta henni ambátt hins misskilda einstaklingsfrelsis á lágu laununum.

kveðja

Snorri í Betel 

Snorri Óskarsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 10:55

4 Smámynd: Toshiki Toma

Kæri Snorri,
Með fullri virðingu, get ég ekki sammála þér í flestum atriðum sem þú segir. Mig langar til að spyrja þig bara eina spurningu hér:
Ef þú ert trúaður, heldurðu ekki að Jesús lífir núna með okkur? Heldurðu í alvöru að það sé sönn ósk Jesú að við lifum og hugsa eins og fólk í 1. - 2. öldu? 

Páll segir líka að maður á að þóast og þegar maður verður fullorðinn hætir 
hann að hugsa eins og smá barn. Að varðveita fagnaðarerindið er ekki að 
geyma Biblíuna í bókahelli og skoða, heldur að nota hana í daglegum aðstæðum 
í lífi okkar í dag, og það krefst okkur þess að vera vakandi og "challenging" til að 
ná til orðs sem Jesús gefur okkur í dag.

Toshiki Toma, 18.9.2007 kl. 11:28

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Heldurðu í alvöru að það sé sönn ósk Jesú að við lifum og hugsa eins og fólk í 1. - 2. öldu?" spyr Toshiki, en það var í alvöru "ósk" Jesú og raunar krafa, að við færum eftir boðum hans og hvatningum. Orð hans tala til allrar mennsku á öllum öldum, við getum tekið þau til okkar eins og fólk á 3. eða 17. öld og eigum hvorki að útvatna þau né leggja þau undir úrskurð Jafnréttisráðs.

Innlegg Snorra var gott, en svar Toshikis ónógt, rétt eins og svar hans til mín. Og ég spyr hann einnar spurningar enn: Telur Toshiki, að orþódoxa kirkjan í Finnlandi (sem er hefur þar hálfgerða þjóðkirkju-réttarstöðu eins og sú lútherska) myndi samþykkja að láta undan þessari mismununar-þráhyggju-kröfu hans? Vill hann láta ganga að bæði þeirri kirkju og hinni rómversk-kaþólsku með lagavönd og refsivald veraldlegra valdsmanna til að þvinga þær til að vígja konur sem presta og (e.t.v. næsti bær í hugsun TT) jafnvel homma og lesbíur í 'hjónaband'? M.ö.o.: Leggur TT lið þeim átroðningi veraldarvaldsins inn á svið kirkjunnar, sem sumir róttæklingar virðast aðhyllast nú um stundir? Og er það hlutverk kristins prests að leggja blessun sína yfir slíkan átroðning?

Jón Valur Jensson, 18.9.2007 kl. 14:40

6 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Jón.
Þú segir: "það var í alvöru ósk Jesú og raunar krafa.. á 3. eða 17. öld". Og bara þú segir það. Ég er ekki sammála þér og í rauninni sé ég engan sem lífir eins og maður í 2. öldu kringum í mig. Allir- Jón, bókstaflega "allir" nota skynsemi 21. aldarinnar til að skilja Biblíuna. En ég skil ekki af hverju, þegar maður kemur í ákveðið málefni þykist maður að eiga engin erindi við nútímalega skynsemi. Af hverju er þetta svona, Jón?
Ertu þá að líga nákvæmilega eins og Biblían segir? Ertu ekki að "abstrakt" neitt boðskap Jesú með því að "túlka" það með skynsemi nútímans?
Rökin þín eru bara fáranleg og segir ekkert nema að þú vilt "túlka" Biblíuna eftir egin geðsótt þína.

Toshiki Toma, 18.9.2007 kl. 14:58

7 Smámynd: Toshiki Toma

Og kæri Jón, eitt í viðbót.
Eins og ég sagði áður, ég vil ekki að halda umræðu í "athugasemdum". Þú ert með fínnt blogg þitt og endilega gagnrýna mig eða flytja erindi þitt þar eins mikið og þú vilt. Mér finnst það vera líka skynsemi.

Toshiki Toma, 18.9.2007 kl. 15:02

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt Kristur sé um margt ólíkur heimspekingum Forn-Grikkja, á hann þó þetta sameiginlegt með mörgu í skrifum þeirra (a.m.k. Platóns), að það er eins og hugsunin hefjist gjarnan yfir allar sögulegar aðstæður og talað er inn í hjarta mannsins, sem manneskju, ekki sem sögulega skilyrts 1., 11. eða 21. aldar einstaklings. Þetta átti ég við, sem og það vitaskuld, að Jesús var okkar óskeikuli fræðari; en nú er ég því miður ekki svo viss um, að Toshiki skrifi upp á þetta síðastnefnda.

Ég næ nú ekki rétt vel innleggi þínu, Toshiki, kl. 15:02. Til hvers ertu með opið á athugasemdir, ef ekki má ræða málin? Ef þú vísaðir einhverju frá vegna ósæmilegs orðbragðs, gæti ég skilið það, en þegar mál eru rædd með rökum og spurningum, finnst mér eitthvað undarlegt að hafna því án sýnilegrar ástæðu.

Jón Valur Jensson, 18.9.2007 kl. 15:45

9 Smámynd: Toshiki Toma

Ég er alls ekki hafna athugasemd eða spurningu. Hvenær sagði ég slíkt? Ég er að segja , Jón, að ef þú ert með mikið að segja, segðu það í bloggi þinu. Þú ert með tilhneigingu að skrifa aftur og aftur endalaust. Tekurðu því ekki sjálfur? 
Og ekki allir eyða tíma eins og þú gerir, Jón. Ég er ekki atvinnu bloggari eins og 
þú og geri þetta innan takmarkaðs tíma, og því finnst mér óþægilegt að ég er 
neyddur að skrifa svar endalaust.  

Toshiki Toma, 18.9.2007 kl. 16:09

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki atvinnubloggari, kæri Toshiki, fæ ekki einseyring fyrir pikkið. Og aldrei hef ég skrifað endalaust -- lengst þó um eitt málefni (einmitt nú á síðustu tveimur vikum), sem mér finnst meira máli skipta en allt annað í íslenzku þjóðlífi, þ.e. lífsvernd hinna ófæddu (vegna þess að þeim er augljóslega ógnað í stórum stíl í hverri viku). Fróðlegt væri einhvern tímann að sjá álit þitt, prestsins, á því -- sem og á ýmsu því, sem varðar kristna trú og kristið siðferði. - Með kveðju,

Jón Valur Jensson, 18.9.2007 kl. 16:43

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband