22.9.2007 | 14:29
Er erlent starfsfólk áhyggjuefni fyrir uppeldi barna?
Einn Íslendingur á leikskóladeild
.... Á leikskóla borginni eru 3 af 4 starfsmönnum einnar deildarinnar erlendir og er einn þeirra nýkominn til landsins. Erlendu starfsmennirnir eru fagmenntaðir en íslenskukunnátta þeirra er misgóð. ....
Sigríður Sigurjónsdóttir, dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir ... Þetta er aðalmáltökuskeið barnanna. Þetta er áhyggjuefni ef við viljum halda áfram að tala íslensku og viljum að börnin læri hana. ....
Auður Jónsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá leikskólasviði Reykjavikurborgar, segir ....
En leikskólastjórar hafa reynt að hafa ekki fleiri útlendinga en einn á hverri deild...
....Þegar erlend börn eru á leikskólum er það gott innan vissra marka að hafa erlenda starfsmenn. Það styrkir starfsemina. En auðvitað viljum við að allir tali íslensku. ....
- Blaðið 22. september -
Nýlega var það umræðu varðandi erlenda starfsmenn í svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Þarna var bent á óþægindi ef starfmaður getur ekki haldið samskiptum við skjólstæðinga á íslesnku. Þegar sambýli eða elliheimili er að ræða töf á samskiptum eða misskilningur mun geta valdið jafnvel lífshættu. Því þetta á að vera rætt vel og nægilega.
Hvað um þegar leikskóli er að ræða. Ég held það alveg skiljanlegt að það er áhyggjuefni þegar 3 af 4 starfsmönnum eru innflytjendur. Auður Jónsdóttir bendir samt á staðreynd að leikskólinn er meðvitaður um það og reynir að takmarka fjölda erlendra starfsmanna svo að hver deild hafi ekki fleira en einn erlendur starfsmann.
Ég hef ekki sérstaka athugasemd við ræðuefnið hingað til. En varðandi síðastu orð Auðar, er ég aðeins öðruvísi hugmynd. En ég er ekki með faglega þekkingu um málið inni í leikskóla nema pínulitla reynslu mína (ég vann einu sinni í leikskóla og ég skildi ekkert á íslesnku á þeim tíma ), því þetta er bara hugmynd mín.
Mér finnst það gott að hafa erlenda starfsmann í leikskóla. 3 af 4 er kannski of margir, en 1 í hverri deild. Ég segi það gefur jákvæð áhrif á uppeldi barna að börn sjá hann kringum í sig frá leikskólastigi. Er það ekki nauðsynlegt og eftirsóknarvert fyrir börn að skilja tilvist þeirra erlendra manna á eðlilegan hátt eins og í daglega vist í leikskólanum og tileinka sér að halda samskiptum við fólk sem á öðruvísi tungumál en sitt eigið? Mig langar til að skoða tilvist erlendra stafsmanna aðeins á jákvæðri hátt en Auður segir í greininni. (en ég þekki ekki skoðun hennar meira en fréttagreinin hermar, því ég á ekki að nefna hana kannski)
Í framhaldi þess pæli ég, en þá hvað um meiri fjölbreytileika starfsmanna í leikskólanum? Á fleira fólk með líkamilega fötlun ekki að vera þar til dæmis? Eiga fleiri karlmenn að vera þar líka? (ég var eini karlmaðurinn meðal 15 starfskvenna þegar ég vann í leikskóla! ) Fjölbreytileikinn getur verið hindrun fyrir dugnaða starfsemi, en nýtist hann ekki vel fyrir uppeldi barna á annan hátt?
Athugasemdir
Börnin mín eru öll tvítyngd, jafnvel þrítyngd. En konan mín talar og skilur mjög litla íslenzku. Hún vann um skeið í leikskóla, í eldhússtörfum ásamt annarri, sem heldur ekki kunni íslenzku, en kokkurinn var íslenzk.
Vegna manneklu var konan mín beðin um að vera hjá börnunum einstaka sinnum og það gekk mjög vel, en það hefði verið vandamál ef um lengri tímabil hefði verið að ræða. Í stuttu máli er yfirleitt ekki vandamál að fóstrur séu erlendar og tala málið lítið, ef þær eru með börnunum aðeins nokkra tíma á viku. En fóstra í fullu starfi sem ekki kann íslenzku er annað mál, því að það orsakar samskiptaörðugleika og sérstaklega er málið það, að lítil börn þurfa að læra íslenzku frá fóstrum, ekki síður en frá foreldrum og eldri systkinum. Og lítil börn hafa ekki annað mál að tjá sig með en sitt eigi móðurmál.
Áhyggjur vegna þessa atriðis er alls ekki nein gagnrýni á erlenda starfsmenn í leikskólum, síður en svo.
Vendetta, 22.9.2007 kl. 16:46
Það er kominn upp alveg stór furðuleg staða á vinnumarkaðinum hér á íslandi á örfáum árum. Ef málin þróast eins og þau hafa gerst um tíma þá verða bara útlendingar sem munu vinna þau störf sem íslendingar finnst of glötuð til þess að vinna við. Það á eftir að verða gífurlega breitt bil á milli stétta ef þetta heldur svona áfram og "nýríkir" plebbar eiga eftir að líta niður á þá stétt sem vinnur í þeim störfum sem engin "okkar" vill vinna. Þetta þróaðist svona með fiskvinnsluna og núna er þetta að teigja anga sína til annarra starfa. Sorgleg þróun.
Núna er komin upp sú staða að pósturinn er hættur að keyra út böggla vegna manneklu. Hvar eru allir þessir íslendingar að vinna ef að það vill enginn vinna við útakstur? Eru fjármálafyrirtækin og bankarnir virkilega svona girnilegir að fólk neytar að vinna vinnu sem borgar minna en þúsund kall á tímann? Er peninga græðgin orðin svona rosaleg?
Ómar Örn Hauksson, 23.9.2007 kl. 03:48
Það er sorglegt að það skuli ekki vera raunverulegt val að ala upp sín börn heima fyrir. Umbuna ætti heimavinnandi foreldrum, við það myndi ásókn í leikskóla dvína og auðveldara yrði að manna þá.
Ómar Örn, íslendingarnir eru í háskóla!
Elías Theódórsson, 23.9.2007 kl. 09:49
Sæll Toshiki.
Mér finnst gott hjá þér að velta þessu aðeins upp. Ég skil þessa grein ekki sem fordóma gagnvart innflytjendum. Að meðaltali deyja út 2 tungumál á mánuði eða svo hef ég heyrt. Íslenskan er í hættu vegna ýmissa ástæðna. Unglingar bera ekki mikla virðingu fyrir íslensku og tala oft á tíðum mjög vitlaust og er alveg sama um það. Ég vil samt ekki kenna þeim um það því við það erum jú við foreldrarnir sem ölum upp börnin og kannski sýnum við ekki í verki að við berum virðingu fyrir málinu okkar. Þetta er held ég einmitt það sem Sigríður Sigurjónsdóttir er að benda á, að ef við erum ekki vakandi yfir þróun málsins og að börn læri málið rétt í upphafi, þá geti farið svo að íslenskan deyji út.
Þú mátt vera stoltur af þér Toshiki, þú skrifar góða íslensku. Það er mjög misjafnt hvað fólk sem kemur til landsins, hvort heldur er til að búa hér eða bara til að vinna í stuttan tíma, er tilbúið að leggja á sig til að læra málið. Þú virðist hafa lagt á þig þá vinnu sem þarf til að læra og mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar.
Óðinn Burkni (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 10:23