9.10.2007 | 10:18
Geðheilsa í fjölmenningu
Þverfagleg ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur
Megin viðfangsefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins í ár eru þær áskoranir sem aukin alþjóðavæðing og menningarlegur margbreytileiki hafa í för með sér. Miðvikudaginn 10 október verður því efnt til þverfaglegrar ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni Innflytjendur og geðheilbrigði. Hlutfall innflytjenda er stöðugt að aukast og í desember 2006 voru 8,1% íslensku þjóðarinnar innflytjendur en þeir voru 2,8% þjóðarinnar fyrir 10 árum. Tölulegar upplýsingar frá öðrum löndum í Evrópu benda til þess að hlutfall geðraskana sé hærra meðal innflytjenda en annarra auk þess sem ungumálaörðugleikar og annar menningarlegur munur hefur reynst torvelda innflytjendum að leita sér hjálpar. Á ráðstefnunni í Ráðhúsinu verður leitast við að bregða ljósi á ólíka þætti sem tengjast innflytjendum og geðheilbrigði.
Meðal fyrirlesara er Diane Bass frá Bretlandi, sérfræðingur í áhrifum menningar á viðtalsmeðferð. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra mun setja ráðstefnuna. En Meðal annarra sem halda erindi er fulltrúi innflytjenda, túlkur og heimspekingur.
Dagskrá ráðstefnunnar verður með eftirfarandi hætti:
14:00 Setning og ávarp heilbrigðisráðherra
14.20 Diana Bass: Where the wild winds blow. Dianne Bass er sálgreinir frá Bretlandi fjallar um vandamálin sem fylgja því að vera á milli tveggja menningarheima. Byggt á viðtölum hennar við stúdenta í London sem eru að asísku bergi brotnir.
15.15 Toshiki Toma Manneskjan undir menningarbylgjum Toshiki Toma, ræðir um innflytjendur og geðheilbrigði eins og þau blasa við honum sem presti innflytjanda.
15.35 Beregþór G. Böðvarsson Viðmótsvakning í margbreytilegum veruleika geðveikinnar. Bergþór er fulltrúi notenda á Landspítalanum fjallar um viðmót innan heilbrigðiskerfisins.
15.55 Kaffihlé
16.15 Sabine Leskopf Túlkurinn í geðheilbrigðiskerfinu ósýnileg vél eða brú á milli menninga? Sabine er verkefnastjóri túlkasviðs Alþjóðahúsins, fjallar m.a. um vandamál í tengslum við túlkun geðlæknisviðtala
16.35 Jónína S. Guðmundsdóttir Með kveðju að vestan. Jónína kennari að mennt og notandi geðheilbrigðisjþjónustunnar í erindi sínu fjallar hún um þann menningarmun sem er á milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega með tilliti til innflytjenda.
16.55 Gunnar Hersveinn Salómons(for)dómur. Gunnar er heimspekimenntaður og mun hann fjalla um fordóma í erindi sínu.
17.15 Páll Matthíasson Samantekt, lokaorð. Páll er menntaður geðlæknir og hefur um áraraðir starfað í Lundúnum en er nú starfandi á Landspítala Íslands.
Aðgangseyrir á ráðstefnuna er 1000 kr fyrir almenning en 500 kr fyrir námsmenn og öryrkja. Skráning á ráðstefnuna fer fram á heimasíðu geðhjálpar, www.gedhjalp.is
Minningarathöfn í Hallgrímskirkju og kertafleyting við Tjórnina
Að kvöldi 10 október verður síðan minningarguðsþjónusta um fórnarlömb sjálfsvíga, Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur við athöfnina en að henni lokinni verður gengið fylktu liði niður að Tjörn þar sem kertum verður fleytt.
- Fréttatilkynning Geðhjálps -
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Ég mæti enda geðvernd snertir mig persónulega eins og flesta.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 09:58
Gott framtak á ferð! Kærleikskveðjur til þín og þinna.
www.zordis.com, 11.10.2007 kl. 07:04
gott mál!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.10.2007 kl. 00:30