Maður getur ekki stjórnað öllu


glitrandi regndropar
blaktir lauf á trjám
í sólskinsþráðum

ljós og vatn himinsins
fléttast niðri á jörðinni
í kenjóttri stemningu

dag eftir dag
byrjar hver morgunn að anda
tæru og kólnandi lofti

haustdagurinn hljóður
birtir manni stundina
umbreytingar lífsins



Kæru bloggvinir,

Vegna óráðanlegrar ástæðu verð ég fjarverandi næstu daga.
Óska ykkur öllum friðsælla haustdaga og fallegra (í mínum huga er ennþá “haust” núna
Wink ) og bless á meðan!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndislegt ljóð Toshiki. Ég hlakka til að lesa bókina þína. 

Hafðu það gott í bloggfríinu þín

bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 28.10.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Yndislegt ljóð!

Hafðu það gott í fríinu. Hlakka líka til að lesa bókina (eins og R.) .

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Fallegt ljóð,til hamingju með ljóðabókina.

María Anna P Kristjánsdóttir, 30.10.2007 kl. 14:24

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju með ljóðabókina þína Toshiki. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.11.2007 kl. 01:05

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Yndislegt ljóð. Hamingjuóskir með ljóðabókina.

Svava frá Strandbergi , 5.11.2007 kl. 00:21

6 Smámynd: Oddur Ólafsson

Fallegt ljóð.

Er þetta haiku? 

Oddur Ólafsson, 10.11.2007 kl. 13:25

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með bókina!

Edda Agnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband