24.11.2007 | 18:24
“Fimmta árstíðin” – draumur minn rætist
Kæru bloggvinir og vinkonur.
Ég var úti í Japan lengri en tvær vikur vegna einkaástæðu minnar, sem sagt var faðir minn veikur og ég þurfti eða mig langaði að vera með foreldunum mínum.
Pabbi minn er, til minnar hamingju, í sæmilegri stöðu núna en samt þótti mér illa (samviskubiti) þegar ég varð að skilja þau eftir aftur. Þetta er hluti af því að vera innflytjandi úti frá heimalandi sínu.
En dagarnir voru sérstakir góðir handa mér og ég hugsaði mikið um foreldar mína, fjölskyldu og sjálfan mig. Mig langar til að deila því sem pældi með ykkur hér á blogginu við tækifærið.
Það er eitt, en annað er það að loksins er ljóðabókin komin!! Hún heitir Fimmta árstíðin og lítur út fyrir að vera mjög fín! ef ég má segja sjálfur.
Ég er alveg utangarðsmaður í útgáfumálum og góðir vinir mínir og ljóðelskufólk hafa veitt mér góða og þolinmóða aðstoð. Ég vil þakka Davíð Stefánsyni, Brynjólfi Ólasyni og skáldafélagi Nykri sérstaklega fyrir mikla vinnu sem þeir tóku að sér handa ljóðabókinni minni.
Þar sem ég þekki lítið um kerfið, mun það taka enn nokkra daga þangað til bókin birtist í venjulegum bókasölum. En ég vil endilega byrja að selja hana með því að fá pöntun í tölvupóst. (Í hreinskilni sagt, liður mér ekki vel um að ég verði að vera businessman fyrir eigin bók mína )
Ef þú ert svo góð/ur og vilt eiga bókina mína, vinsamlegast sendu mér tölvupóst til
toshiki@toma.is
með kennitölu þína og heimilisfang.
Þá sendi ég eintak í hefðbundinn póst um hæli með upplýsingar um greiðslu.
Bókin kostar 1.750kr (ca 10% afsláttur en 1.990kr í bókasölu).Ef þú vilt fá tvö eintak saman fyrir jólagjöf til vinar þíns kosta þær 3.000kr.
Ég sé um burðargjaldið og kostnað fyrir gíró-seðil fyrir þá sem nota ekki netbanka.
Án tillits þess hvort bókin seljist vel eða ekki, og einnig án tillits þess hvernig fólk metur ljóðin mín, þykir mér rosalega vænt um að ég gat gefið út eigin ljóðabókina mína og mér liður vel.
I am so Happy!!
PS. En I am even happier if you want to have a copy... he he !!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Ljóð | Breytt 25.11.2007 kl. 13:55 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju Toshiki!! Ég er búin að spyrjast fyrir um bókina í mörgum bókabúðum, nú skil ég afhverju ég finn hana ekki, hún er ekki komin í búðir!
Ég ætla að skrifa þér og panta eintak
Ragnhildur Jónsdóttir, 24.11.2007 kl. 18:37
Koss, koss!! kæra Ragnhildur!!
Toshiki Toma, 24.11.2007 kl. 18:51
Velkominn heim,og til hamingju með bókina.
María Anna P Kristjánsdóttir, 24.11.2007 kl. 19:02
Toshiki minn, allt gott, en SKRIFAÐU NÚ EITTHVAÐ GOTT UM AÐ VERA HÉR...Á ÍSLANDI!....gott...
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.11.2007 kl. 19:45
Sæl, kæra Anna.
Ljóðabókin mín er full af því sem er gott um að vera á Íslandi!!
Toshiki Toma, 24.11.2007 kl. 20:44
Gott að pabba þínum líður betur, velkominn aftur!
Til hamingju með bókina, ég sendi þér tölvupóst seinna um að kaupa hana.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.11.2007 kl. 21:07
Takk Tosshiki minn
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.11.2007 kl. 21:14
Greta og Anna, til ykkar!!
Toshiki Toma, 24.11.2007 kl. 21:51
Til hamingju með ljóðabókina þína. Það er mikil vinna að gefa út bók. Ég ætla samt ekki að kaupa hana því ég er bara ekkert fyrir ljóð :)
gerður rósa gunnarsdóttir, 24.11.2007 kl. 23:15
Hæ, kæra Gerður.
Takk og það er alveg í lægi að þú nennir ekki að kaupa bókina.
Það fer eftir manni hvort ljóð þýði eitthvað eða ekki.
Toshiki Toma, 24.11.2007 kl. 23:20
Hæhæ og velkominn aftur. Frábært hjá þér að fara til Japan, gott að þú gerðir það sem þú vildir fyrir þig og þína foreldra
...og eg ætla sko að kaupa ljóðabókina!!!
Hafðu það gott!
Þóra I. Sigurjónsdóttir, 24.11.2007 kl. 23:26
Velkominn heim,og gott að það skuli ganga betur með föður þinn.Svo er bara að panta hjá þér eintak og njóta bestu kveðjur Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.11.2007 kl. 08:32
til hamingju með þetta
gangi þér allt í haginn, og takk fyrir marga frábæra pistla
halkatla, 25.11.2007 kl. 12:47
Elsku Þóra, Anna og Úlli.
Takk fyrir hlýju kveðjurnar ykkar!!
Toshiki Toma, 25.11.2007 kl. 15:10
Gott að sjá hvernig þú og fjölskylda þín tengja þessa tvo heima Japan og Island. Er eitthvað smávegis sem þú getur sagt mér um hvað er líkt í lundarfari þeirra og okkar. Mig hefur alltaf langað að vita það.
Sólveig Hannesdóttir, 25.11.2007 kl. 21:28
Kæri Toshiki, ég var að fá bækurnar þínar í pósti. Er rétt að byrja að lesa en,.. Vá!! hún er dásamleg þessi bók! Ljóðin lýsa svo mikilli lotningu fyrir sköpunarverkinu og næmni fyrir fegurðinni í hinu smáa og hversdagslega og svo fallegar tilfinningar skína í gegnum orðin. Hið smáa verður ekkert smátt lengur, það stækkar með orðunum.
Ég ætla strax að lesa meira....
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.11.2007 kl. 15:16
Til hamingju með ljóðabókina þína! Ég er mjög spennt fyrir að fá að lesa hana og gleypa í mig orðin. Hef lesið mörg ljóðin þín og á náttúrlega ljóðið Vorblær, sem þú varst svo vænn að senda mér, takk fyrir það.
Ætli það sé ljóð um Lotusblóm í bókinni þinni Vonandi! Er enn að leita af góðu ljóði um Lutusblómið og eiginleika þess magnaða blóms.
Sendi þér e-mail til að fá bókina Jóhanna Jensd
Jóhanna J (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 00:53
Til hamingju með bókina þína. Ég hlakka til að lesa hana. Hefurðu prófað að kynna hana á Sunnlenska Bókakaffinu á Selfossi? Þar eru skáld einnig að lesa upp úr bókum sínum á fimmtudagskvöldum fram að jólum og er iðulega húsfyllir. Þar er boðið uppá kakó og pönnsur og mikil stemmning. Mikið af ljóðelsku fólki býr á Suðurlandi. Enn og aftur til hamingju.
Sigurlaug B. Gröndal, 28.11.2007 kl. 10:00
Ég er mjög glaður við að fá fallegu orðin frá Ragnhildi.. ..
Takk kærlega fyrir kveðjuna, Jóhanna. Langt síðan að ég hafði heyrt í þér og vona að
allt sé í góðu lagi hjá þér. Því miður er engin ljóðum lotusblóm í bókinni í þetta skipti.
Kannki í næsta skipti!
Og sæl, Sigurlaug og þakka þér fyrir upplýsingarnar um Bókakafið í Selfossi. Þá verð ég að æfa mig mikið í að lesa upp ljóðin á íslensku . það verður jafnvel erfiðara en að semja ljóð..??
Toshiki Toma, 28.11.2007 kl. 15:39
Velkomin heim, Toshiki. Gott að pápa þínum líður betur, veit að þá líður þér einnig betur. Á eina ljóðelska múttu sem elskar ljóðabækur, svo ég mun panta eina í jólagjöf handa henni, hjá þér eftir mánaðamót. Fá útborgað fyrst....!
Sigríður Sigurðardóttir, 28.11.2007 kl. 17:27
Kæra Sigríður.
Takk kærlega fyrir hlýju kveðjuna þína. (Það er alveg í lagi að panta bókina
fyrst og leggja inn peninga eftir mánaðarmót mín vegna. Mig langar til að dreifa eintök, heldur en að selja ef ég get) Vona að mútta þín njóti bókarinnar.
Toshiki Toma, 28.11.2007 kl. 17:48
Er að drekka í mig ljóðabókina þína - sterk, falleg og einlæg - til hamingju með einlægnina og hugrekkið - ljóðin eru undurfalleg og hreyfa við tilfinningum djúpt við hjartarætur ... takk fyrir þetta fallega innlegg þitt til íslenskrar ljóðagerðar ... hver sagði að ljóðið væri dautt :)
kveðja
Sólveig Ahús
Sólveig Jónasdóttir, 28.11.2007 kl. 22:28
Aftur til hamingju með ljóðabókina. Og velkominn heim á skerið aftur.
Btw: Ég kannast aðeins við konu í Tokyo... hún kallar mig alltaf Sólborg-san. Hvað þýðir þetta "san" eiginlega??
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 28.11.2007 kl. 22:43
Sæl, Sóveig.
Kærar þakkir fyrir góðu orðin ín í garð ljóðanna minna.
Sæl og takk, Jónína.
"San" er alltaf notað með nafn annars fólks á Japönsku og það þýðir virðingu og kurteisi fyrir viðkomandi. Líkt og Mr. eða Mrs á ensku,
en ekki svona þungt.
Þegar ég er með aðra Japana hér á landinu, kalla þeir mig "Toma (fjölskyldunafn mitt)-san" og þetta er venjulegastur háttur meðal okkar. Þeir sem kalla mig "Toshiki" eru t.d. foreldar
mínir, ætingjar eða mjög nátengdir vinir.
Svo það er mjög eðlilegt að vinkona þín kallar þig Sólborg-san
Toshiki Toma, 29.11.2007 kl. 15:48