At blive ældre...


Jeg har 50 års fødselsdag i dag. Smile
Jeg er forlegen at jeg skriver selv om min fødselsdag og jeg låner artiklen fra Fréttabla
ðið.
Jeg
ønsker jer alle en god weekend!!


hane014_1

 

„Jú, ég stend á fimmtugu í dag, en ætla hvorki að halda stórveislu né opið hús. Ég ætla að elda ljúffengan afmælismálsverð handa börnunum mínum heima og býð þeim kannski á James Bond-bíó á eftir,“ segir séra Toshiki Toma, prestur innflytjenda, sem í dag blæs á fimmtíu kerta afmælisköku.
„Þessi tímamót hafa hálfpartinn komið mér í opna skjöldu, líkt og sú staðreynd að þjóðfélagið stendur á stórum og alls óvæntum tímamótum. En eins og margir segja þessa dagana, tel ég tímabært að íhuga sönn gildi lífsins og endurskoða hvað er sannarlega þýðingarmikið í lífi okkar. Raunar finnst mér alltaf nauðsynlegt að hafa slíkt í huga, en við mannfólkið gleymum því oft. Af þeim sökum skapast gott tækifæri til að íhuga lífsins gildi á erfiðum tímum,“ segir Toshiki, sem dreginn var af Amorsörvum að Íslandsströndum fyrir sextán árum, þá 34 ára gamall.

„Fyrstu fimm árin voru baraerfið. Næstu tíu ár – voru áratugurinn eftir að ég skildi við fyrrverandieiginkonu mína – og þá finnst mér ég alltaf hafa verið hlaupandi til þess einsað lifa af, um leið og að sanna að innflytjandi getur lagt sitt af mörkum í íslensktþjóðfélag.  En hér er ég enn og finnst mér hafa tekist nokkuð vel upp með áætlun mín og ævistarf.“

 

 

Toshiki Toma fæddist í höfuðborg Japans 8. nóvember 1958. Þar búa foreldrar hans enn í dag, en bróðir hans, sem er fimm árum eldri, býr í borginni Sapporo, í norðurhluta Japans.„Pabbi liggur á sjúkrabeði og mamma glímir einnig við veikindi. Ég reyni að heimsækja þau eins oft og ég get, en viðurkenni að fjarlægðin á slíkum stundum er erfiðasta hlutskiptið við að búa svo fjarri fósturjörðinni,“ segir Toshiki, sem í svipinn man ekki eftir sérstökum afmælisdegi bernskunnar, en minnist besta afmælisdagsins, hingað til.

„Þá var ég kvæntur íslenskri konu og afmælisdag minn bar upp í Japan. Ég eldaði góðan mat og konan spurði í matartíð: „Hvað er í dag?“ Það vakti mikla kátínu og er skemmtilegasta afmælisminning mín til þessa. Eftirminnilegasta afmælisgjöfin kom hinsvegar úr hendi Guðfríðar Lilju (varaþingmaður VG) og Steinu, konan hennar, sem færðu mér eldhússvuntu í afmælisgjöf fyrir fáeinum árum. Mér þykir gaman að elda og ætti lögum samkvæmt að geta notað svuntuna endalaust mikið, en fæ mig ekki til þess því hún er of flott til að nota í eldhúsi!“ segir Toshiki og skellir upp úr. Prestur innflytjenda segist nú hugsa næstu fimmtán ár fram í tímann; hvað hann geti gert á því tímabili og best geti skipulagt þann tíma, ef Guð leyfir og gefur.

„Þungamiðjan verður íhugun um það sem mér þykir ómissandi í lífi mínu. Ég skammast mín ekki fyrir að vera pokaprestur á Íslandi, því ég er stoltur og glaður yfir því að vera prestur. Þess vegna vil ég líka íhuga hvað öðru fólki er mikilvægast, því vissulega get ég sjálfur, líkt og mínir samferðamenn, tapað því sem okkur er kærast. Slíkt leikur okkur alltaf hart, en við spyrjum: „Hvaðan kemur mér hjálp?“ Svarið er: „Hjálpin mun koma frá Guði.“ Þrátt fyrir það má sérhvert okkar ekki forðast að taka ábyrgð á eigin lífi, sjálfum okkur og náunga okkar, en ég óska að næstu fimmtán ár lífs míns muni byggjast á þessari forsendu.“

(Eftir Þórdís L G)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toshiki Toma

Kærar þakkir, Björn !

Toshiki Toma, 8.11.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Innilegar hamingjuóskir með afmælið Toshiki.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 8.11.2008 kl. 17:49

3 identicon

Til Hamingju með daginn jafnaldri.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Til lykke med födselsdagen

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Grattis på födelsedagen Toma!

Júlíus Valsson, 8.11.2008 kl. 21:34

6 identicon

Til hamingju með áfangann.

Linda (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 01:37

7 identicon

Bessur Toshiki Toma og til hamingju með daginn! Þetta "blogg" þitt vakti athygli mína í kvöld. Ég er búin að "eyða" þessu laugardagskvöldi í að hlusta á upptökur sem ég tók við öldung úr Skagafirði í ágúst 2006. Þar segir þessi mæti maður mér frá lífsgildum þeim er hann ólst upp við. Lífsgildum sem hann hefur ávallt fylgt og haft að leiðarljósi í sínu lífi: "Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra". Hljómar þetta ekki einhvernveginn svona ?  Þessi aldni maður hefur ávallt lifað samkvæmt þessu og það hefur verið mér heiður að þekkja hann og hans fólk. Óhjákvæmilega kemur upp í huga minn áhyggjur af honum og hans nánustu fjölskyldu því það var óskaplega sárt að fara yfir þetta samtal og leiða hugann að því  hvernig kreppan muni fara með manneskjur eins og þennan mann úr Skagafirði, mann sem hefur aldrei skuldað krónu, frekar átt inni hjá samferðamönnum sínum - e-h sem mun aldrei breytast og aldrei verður gerð krafa til ef ég þekki hann rétt! 

Góða helgi :)

Kv. Hanna  

Hanna Guðrún Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:01

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Nooohhh, hvað talar þú eiginlega mörg tungumál?

Jón Gunnar Bjarkan, 9.11.2008 kl. 07:31

9 Smámynd: Bergur Thorberg

Innilega til hamingju kallinn minn. Þú ert ættjörð þinni til sóma og Íslandi til sóma. Megi Guð vernda þig og blessa alla tíð. Bestu kveðjur.

Bergur Thorberg, 9.11.2008 kl. 09:59

10 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Hjartanlega til hamingju. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 9.11.2008 kl. 10:58

11 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru bloggvinir,
Þakka ykkur innilega fyrir góðu kveðjurnar ykkar og hamingjuóskirnar. Þær glöddu mig mikið
Ég byrjaði að læra dönsku í vor sl. og mér finnst bara gaman. Stundum langar mig til að nota dönsku hér og þar, en það er einfaldlega vgna þess að ég hef gaman af því.
Engin polítísk hugmynd eða trúarlegur málstaður liggur að baki !!   

Toshiki Toma, 9.11.2008 kl. 13:39

12 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já en það er alltaf flott að tala mörg tungumál. Hvað, talarðu Íslensku, Dönsku, Ensku og Japönsku. Talarðu fleiri tungumál?

Jón Gunnar Bjarkan, 9.11.2008 kl. 13:43

13 Smámynd: Bergur Thorberg

Frábært!!!

Bergur Thorberg, 9.11.2008 kl. 14:11

14 Smámynd: Toshiki Toma

Hej igen.
Jeg kan japansk, engelsk og islank (ikke perfekt). Jeg lærer dansk nu og jeg kan ikke snakke på dansk endu.
Møer finnst danska ekki svo erfitt tungumøal sem ritað mál, en rosalegt erfitt mál sem talað mál...og mér sýnist flestir Íslendingar eru sammála mér á því !

Toshiki Toma, 9.11.2008 kl. 14:39

15 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já ég er sammála því, mjög erfitt að tala dönsku og að skilja hana á mæltu máli. Framburðurinn er alveg rosalegur. Íslendingar segja oft að Danir tali með kartöflu í hálsinum.

Að skrifa og lesa dönsku er mjög auðvelt, að minnsta kosti að lesa hana. Skrifa hana lærist fljótt en ég er eiginlega strax búinn að gleyma miklu. Ég átti heima á Jótlandi, Danmörku í einhverja 6 mánuði fyrir 3 árum. Tók eina önn þarna úti sem var kennd á Dönsku, ég gat lesið allar skólabækurnar og skilað inn ritgerðum en skildi ekki nokkurn skapaðan hlut í fyrirlestrunum.

Jón Gunnar Bjarkan, 9.11.2008 kl. 15:52

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju með daginn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 18:18

17 Smámynd: Toshiki Toma

Kæra Jenný,
Takk. Ég er búinn að stíga skref á fimmtugulíf mitt! 

Toshiki Toma, 9.11.2008 kl. 18:57

18 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Tillykke med födselsdagen Toshiki. Til hamingju með afmælið - úps sem var víst í gær.

Anna Karlsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:05

19 Smámynd: Toshiki Toma

Kære Anna, takk.
Jú, það var í gær, en kveðjan þín gladdi mig alveg eins og!!

Toshiki Toma, 9.11.2008 kl. 22:41

20 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hjartanlegar hamingjuóskir með (gær-) daginn

og já, hjálpin kemur frá Guði, .... eina sem maður þarf að athuga er að taka við henni

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.11.2008 kl. 23:52

21 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Ragnhildur.
Takk kærlega fyrir hamingjuóskina þína.

Toshiki Toma, 10.11.2008 kl. 11:28

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til hamingju með afmælið og aldurs-áfangann.

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2008 kl. 14:00

23 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Greta Björg.
Þakka þér fyrir!

Toshiki Toma, 10.11.2008 kl. 14:14

24 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Innilega til hamingju með daginn.

Sigríður Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 23:27

25 Smámynd: Toshiki Toma

Kærar þakkir, Sigríður

Toshiki Toma, 11.11.2008 kl. 13:03

26 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Kæri Toshiki.

   Ég andmæli því harðlega að þú sér pokaprestur, og óska þér til hamingju með þennan dag, en þetta er sami dagur og sonur minn á fyrir afmælisdag. Kem til með að muna hann.

   Kærar kveðjur. Sólveig.

Sólveig Hannesdóttir, 12.11.2008 kl. 13:59

27 Smámynd: Toshiki Toma

Sæl, Sólveig og takk fyrir góðu kveðjuna þína.
Ég er sáttur við að vera pokaprestur.   Ég er á nokkurn veginn með andúð gegn "religious authority" sem er byggð upp á mannlegu valdakerfi.

Toshiki Toma, 12.11.2008 kl. 15:05

28 identicon

Ég er soldið seinn... en til hamingju með afmælið Toshiki!!!

DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:14

29 Smámynd: Toshiki Toma

Takk kærlega, DoctorE.

Toshiki Toma, 13.11.2008 kl. 16:56

30 Smámynd: www.zordis.com

Til lukku med fimmtugsafmaelid zann 8und nov! "pokaprestur" skrítin nafngift, hélt ad í hjartans anda zyrftu prestar ekki ad vera í pokum?

www.zordis.com, 15.11.2008 kl. 22:45

31 Smámynd: Toshiki Toma

Kæra Zordis, þakka þér fyrir!

Toshiki Toma, 16.11.2008 kl. 09:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband