Við hjálpumst að


"Mikið af fólki kemur hingað núna
sem aldrei áður hefur leitað til hjálparsamtaka":

segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar.

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er hafin. "Undanfarin ár hefur jólasöfnunin runnið til vatnsverkefna okkar í Afríku," segir Jónas Þórir Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins og bætir við:
"Við höfðum búið okkur undir að gera það sama í ár en þegar þessar efnahagsþrengingar dundu yfir þjóðina ákvað stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar að nú yrði safnað til hjálpar innanlands líka".

Gíróseðlar á öll heimili
Gíróseðlum hefur verið dreift á öll heimili. Upphæðin er 2.500 krónur og rennur helmingur til aðstoðar heima og hinn helmingurinn til vatnsverkefna í Afríkuríkjunum, Malaví, Úganda, Eþíópíu og Mósambík.

Umsóknafjöldi tvöfaldast
Vegna kreppunnar hefur þörfin fyrir aðstoð hér heima aukist gífurlega. Beiðnir um aðstoð í októbermánuði voru tvöfalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Að sama skapi hafa skuldbindingar í tengslum við erlend verkefni, sem eru í dollurum, hækkað mjög vegna hruns íslensku krónunnar.

Ný vefsíða til að velja upphæð og málefni
Opnuð hefur verið
ný styrktarsíða www.framlag.is þar sem hægt er að velja málefnið sem gjöfin rennur til, söfnunarsími 907 2002 fyrir aðstoð innanlands og 907 2003 fyrir aðstoð erlendis. Gjafabréfasíðan www.gjofsemgefur.is er mjög vinsæl og margir nýta sér hana til að finna jólagjöf sem skilar sér til þriðja aðila á Íslandi eða úti í heimi.


- úr tilkynningu Hjálparstarfs kirkjunnar -



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband