19.1.2009 | 19:13
Ég með ljóshærða hárið !?
Þessa daga pæla ég hvort ég eigi að lita hárið á mér ljóshært !! Það er engin sérstök ástæða til þess, en mér finnst einfaldlega gaman að gera eitthvað bjart í þessu dimma og þunga andrúmslofti þjóðfélags. Jú, það væri líka bjart að raka mig á hárið og vera sköllóttur en mér sýnist það kalt og ég myndi vera kvefaður.
Þegar ég fer til Tokyo, sést fjölbreytir hárslitir í bæ. Að sjálfsögðu erum við Japanir í svartum litum eða brúnum venjulega. En núna getur hárslitur manns verið ljóshærður, rauður, fjólublár, bleikur, blár... og blöndun þessara. Satt að segja sé ég ekki svo marga menn í miðaldri, sem lita hárið á sér bleikt eða blátt. En jú, þar eru talsverðir margir til þegar ljóshærður litur er að ræða.
Hér eru dæmi um slíkt fólk, báðir eru mjög frægir sjónvarpsmenn í Japan: Geoge Tokoro t.v. og Ryo Tamura t.h. Tokoro-san verður 54 ára í lok janúar.
Fyrir tuttugu árum, þegar þetta fyrirbæri byrjaði að birtast í Japan, hugsaði flestir Japanir (þ.á.m. ég sjálfur) að slíkt var ekkert annað en að reyna að vera evrópskt og litaði niður.
Ég hélt á þeim tíma að lita hárið á sér blond var eins og Michael Jackson vildi vera hvítur maður og afbökuð ósk.
En dag í dag virðist það að hafa ekkert samband við svona Evrópu-aðdáandi ósk að Japanir lita á sér hárið mismunandi liti. Það er orðið hreinlega hluti af fassion !
Og ég er ekki búinn að ákveða enn... en á ég að prófa blond hár!!??
Athugasemdir
Mér finnst bara saklaust gaman að svona tilbreytingu. Þá er ég ekki að tala um að fólk breyti algerlega um en tímabundin tilbreyting er bara skemmtileg þ.e. er fólk þorir. Mér finnst ekki skipta neinu máli hvert fólk er japanskt eða íslenskt í þessu sambandi. Gerðu eins og þig langar.
Sigurður Þórðarson, 20.1.2009 kl. 00:18
Sko, ef ég fengi að ráða yfir þér með þessa ákvörðun, segði ég NEI NEI NEI! Svart hár er flott! Kannski gætirðu frekar prufað að láta birta til í fataskápnum hjá þér og keypt föt í ljósum og fallegum litum? Nema þú eigir mikið af þannig fötum... veit ekki.
Allavega, hugsaðu málið aðeins betur.
Rebekka, 20.1.2009 kl. 06:53
Go for it, ég litaði hárið á mér um daginn.. alveg eins og nýr maður :)
DoctorE (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:27
Lýst vel á þig ljóshærðan Toshiki minn. Þú ert myndarlegur en hitt væri líka flott. Maður á bara að stökkva á það sem mann langar til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 09:45
Hvað með samuraj-skalla og hnút í hnakkann? Það væri ódýrara.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2009 kl. 10:55
Tek undir með Vilhjálmi, svo flott svona samuraj flétta niður bakið!
Rut Sumarliðadóttir, 20.1.2009 kl. 11:12
Kæra fólk.
Takk fyrir ráðgjafirnar!
Takk, Ásthildur. I am flattered að fá orð "myndarlegur".
En "chonmage" (samuraj hársstyll) er mér kaldur og kannski er viðhaldið erfitt.
Toshiki Toma, 20.1.2009 kl. 11:27
Smella á sig húfu úr íslenskri ull og þá geturðu látið fléttuna duga.
ps. mér finnst þú líka myndarlegur með eða án fléttu.
Rut Sumarliðadóttir, 20.1.2009 kl. 11:37
Takk fyrir góða álitið þitt á mig, Rut!
Toshiki Toma, 20.1.2009 kl. 17:19
金髪よかったよん!!
あんな (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:29
Það er sagt að ljóshærðar konur eigi skemmtilegra líf en konur með annan háralit. veit ekki hvort það sama á við um karla, en af hverju ekki að prófa?
Ásta Kristín Norrman, 24.1.2009 kl. 21:41
Er ekki best að byrja á hárskoli þ.e. lit sem þvæst úr ?
Kannski strýpur og grá tóna ?
Ég er sjálf með náttúrlegar strýpur...
Ef þetta er grái fiðringurinn eða segja til sín - þá er um að gera að flippa á saklausan hátt...
En ég sé ekki fyrir mér að þú værir myndarlegri með litað hár!
Guðbjörg Gísladóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 01:22