“A little bit Brand-new” maður !!


Þetta er núna í fyrsta skipti í 50 ára ævi minni að vera með ljóst hár! En mér liður vel og þetta er bara gaman og ánægjulegt!Wink
 

             21012009003


Ég var að hugsa um að líta hárið á mér ljóshært og pæla þar til gærdags. Stundum er ég mjög fljótur að ákveða og framkvæma – bara stundum. Svo ég fór í hársnyrtistofu í dag og hafði hárið á mér litað (ath. Ég veit ekki hvort þetta orðasamband - “hafa hárið skorið” sé rétt á íslensku eða ekki).

 

Ég held að ég megi auglýsa aðeins hársnyrtistofuna þar sem ég er ánægður með þjónustuna þar. Hársnyrtistofan sem ég fór var Effect í Bergstaðastræti og hárgreiðslustúlka Tinna var mjög almennileg og dugleg í þjónustunni, takk fyrir.Kissing

 

Það tók tvær klukkustundir en þegar Tinna var búin að setja litarefni á hárið, þurfti ég að bíða 30-40 mínútur þar til liturinn kom inn vel og ég byrjaði að lesa tímarit til að eyða biðtímanum.

 

Þá gerðist uppákoma óvænt. Nýr viðskiptavinur kom inn í stofuna en hann var herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.Shocking Ég var ekki að gera neitt rangt, engu að síður leið mér eins og smábarn sem var fundið þegar það hugðist að gera hnekk. Og svo ég lyfti upp tímaritið sem ég var að lesa hærri fyrir framan og faldi andlit mitt. Bandit Höfuð mitt var þakið með litarefni og biskupinn fór heim án þess að taka eftir mér. Guði sé þakkargjörð!

 

Eftir tvær klukkustundir frá upphafinu kláraðist allt og ég var orðinn dálitið öðruvísi maður en áður. Tinna var ekki vist sjálf hvort ljóshærður litur passi við mig eða ekki, en hún var líka ánægð með árangurinn. Ég er líka ánægður að sjálfsögðu og raunar var þetta betra en ég bjóst við.

 

Stundum gerir smábreyting mann gleðilegan og hressandi. Ég mun njóta þessarar smábreytingar næsta daga. Viljið þið ekki prófa nokkra breytingu líka?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Þetta klæðir þig bara mjög vel þinn eigin litur klæðir þig auðvitað mjög vel líka

ég sé alveg fyrir mér stöðuna sem þú lentir í hahaha skil þig vel að fela þig á bakvið blaðið haha  

bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Flottur!    Það hafa allir gott af breytingum en það þarf hugrekki til að framkvæma.

Róbert Björnsson, 21.1.2009 kl. 21:42

3 identicon

Hæ! Nú erum við bæði ljóshærð! Og mig sem hefur alltaf dreymt um að vera dökkhærð en ekki þorað. Þú ert nú svo sannarlega hugrakkur. Mér finnst þetta fara þér ágætlega og lýsa þér svo vel. Mér finnst alveg frábært hjá þér að gera þetta. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá vil ég nú heldur hafa hann Toshiki minn dökkhærðan - en ég veit ekki, ég hef náttúrulega ekki séð þig og svo tekur tíma að venjast. En frásögnin af hárgreiðslustofunni var alveg frábær. Þú ert frábær!

Unnur (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:57

4 identicon

Frábær saga! Svo að þú lést lita á þér hárið!!! ótrúlegt! Og alveg snilldar lýsing á uppákomuninni þegar biskupinn næstum greip þig í þessu (hann hefði reyndar líklega haft gaman af, en þú skýrir þínar tilfinningar vel).

Hlakka tl að sjá þig "live" og meta afraksturinn.

Adda Steina (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:44

5 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru vinir.
Takk fyrir skilaboðin ykkar.
Ég er alls ekki hugrakkur, bara reyna að skemmmta mér!  Og reyndar er lífið enn skemmtilegt þó að tíminn sé erfiður yfirleitt.

Toshiki Toma, 22.1.2009 kl. 12:35

6 Smámynd: Toshiki Toma

Til þess að forðast misskilning langar mig að bæta orði, en ég ætla ekki að líta litið erfiðleika sem margir mæta núna í samfélaginu. Það sem ég vildi segja að samt er mikilvægt að reyna að njóta lífsins sins á einhvern hátt.

Toshiki Toma, 22.1.2009 kl. 12:42

7 identicon

Þetta er bara svalt gamli minn!!

DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:13

8 identicon

Þetta kemur ótrúlega vel út - hlakka til að sjá þig í eigin persónu með nýja lúkkið! Hvað er næst - mótorhjól?

Gerður (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 14:14

9 Smámynd: Toshiki Toma

He he, mótorhjól kostar of mikið handa mér!

Toshiki Toma, 22.1.2009 kl. 14:43

10 identicon

Ultracool!

Dennis Lindenhovius (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:16

11 identicon

Toshiki Toma!

Þú ert hreint út sagt meiriháttar manneskja.

Önnur eins lífsgleði og snilld er vandfundinn.  :)

Mikið er ég ánægður með þig.

Þú ert líka bara há-alvarlega svalur með nýja hair-cuttið og litinn.

BRAVÓ, vinur! Áfram TOSHIKI!

Hugi Garðarsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:37

12 Smámynd: Toshiki Toma

DoctorE, Dennis, Hugi og Sigrún,
Kærar þakkir!!!!!!!!!!!

Toshiki Toma, 22.1.2009 kl. 21:16

13 identicon

Velkominn í hóp fallega fólksins.

Þetta fer þér bara nokkuð vel. En heldur þú nokkuð að biskupinn hafi verið í sömu erindagjörðum ?

Kannski sá hann þig eftir alltsaman.....

Hjalti Tómasson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 21:47

14 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Hjalti, takk fyrir!
Ég veit ekki um biskupinn, þetta blogg er bara frá mínu sjónarmiði!

Toshiki Toma, 22.1.2009 kl. 22:06

15 Smámynd: Eva

Töff

Eva , 22.1.2009 kl. 22:55

16 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þetta er ekki svo galið Toski minn,og fer þér bara nokkuð vel.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.1.2009 kl. 07:17

17 Smámynd: Toshiki Toma

Takk, Eva og Úlli

Toshiki Toma, 23.1.2009 kl. 10:23

18 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"hafði hárið litað/klippt" ætti frekar að vera "lét lita/klippa hárið"

Annars ferð þetta þér bara ekkert illa. Síðar skreppurðu bara í Hókus Pókus og splæsir í grænan eða bleikan - svona til hátíðabrigða...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.1.2009 kl. 13:57

19 Smámynd: Toshiki Toma

Tinna, takk fyrir kennslu um orðasambandið! Þetta er eitthvað sem varðar "nuance" og (þegar ég skrifaði færsluna) mér fannst "láta e-n klippa /lita " vera aðeins of-snobbað orðalag. En kannski er slíkt bara persónulegur ruglingur hjá mér.

Toshiki Toma, 23.1.2009 kl. 14:26

20 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert flottur með nýja litinn, vorkenni þér að fylgja honum eftir. Gangi þér allt í haginn!

www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 10:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband