23.1.2009 | 14:34
"Japan Festival" á laugardaginn v/ HÍ
Japönsk fræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Sendiráð Japans standa að Japanshátíð laugardaginn 24. janúar milli kl. 13:00 og 17:00 í og við Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu skólans.
Að undirbúningi hátíðarinnar koma nemar í japönskum fræðum við háskólann, auk Japana sem búsettir eru hérlendis. Gestum er boðið að upplifa japanska menningu af ýmsum toga. Japanskar bardagalistir verða sýndar á sviði og fræðandi spurningakeppni um Japan, sem gestir og gangandi geta tekið þátt í, verður haldin.
Einnig verða fjölmargir áhugaverðir kynningarbásar. Til að mynda verða sýningar á hefðbundnum teathöfnum, gestir geta bragðað á japönskum réttum í sérstökum matarbás, fengið nafn sitt skrifað með japönsku letri og heimsótt origami-básinn þar sem japanskt pappírsbrot verður kennt. Um að gera er að vera snemma á ferðinni, framantalið er aðeins í boði meðan birgðir endast.
Nemar í japönskum fræðum munu svo sjá um kynningar og fræða gesti um ýmsa þætti japanskrar menningar. Gestum verður gert kleift að kynna sér japanska popptónlist, boðið verður upp á kennslu í japanska borðspilinu Go og áhugasömum verður leyft að prófa japanska tölvuleiki af ýmsu tagi og þeim boðið að spreyta sig í karaoke.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
- úr fréttatilkynningu -
Endilega komið og sjáið mig með ljóst hárið !!
Athugasemdir
Já það verður örugglega gaman að kíkja og mér finnst þú bara töff með þitt ljósa hár..........:)
Eva , 23.1.2009 kl. 19:41
japönsk menning er ekki gegnsýrð af ríkiskirkjunni okkar!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2009 kl. 22:56