20.3.2009 | 18:33
Íslensk málfræði
Á vefslóð að beygjast? T.d. á kirkjan.is að beygja sig eins og kirkjan.is kirkjuna.is kirkjunni. is kirkjunnar.is?
Mér finnst vefslóð beygjast stundum, og stundum ekki. Hvort er rétt í málfræði?
Einnig langar mig að fá fræði um beygingu einstaks heitis. T.d. hvað um Hótel Saga? Um Hótel Sögu er rétt? Er það rétt að segja : Gesturinn ætlar að gista í Hóteli Sögu ?
Ég skammast mín að spyrja svona spurningu eftir 16 ára dvöl á Íslandi, en mér þykir vænt um að fá svar án skammaorð!
Flokkur: Bloggar | Breytt 21.3.2009 kl. 01:03 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Uppáhaldssíður mínar
Samfélag
Kirkjan
Meira um mig...!! og Greinarsafn
Bloggvinir
- zordis
- robertb
- petit
- gretaulfs
- halkatla
- ipanama
- skodunmin
- eddaagn
- ulli
- astan
- steina
- estersv
- ladyelin
- mariaannakristjansdottir
- stinajohanns
- valgerdurhalldorsdottir
- africa
- bidda
- sunnadora
- semaspeaks
- aevark
- svala-svala
- eggmann
- davidlogi
- vilborgo
- hehau
- vertinn
- hlynurh
- gussi
- ragnhildur
- baenamaer
- ruthasdisar
- bergruniris
- eyglohardar
- hugsadu
- kex
- tharfagreinir
- andreaolafs
- runavala
- olinathorv
- vitinn
- vestfirdingurinn
- hafstein
- kjaftaskur
- bjorkv
- pallkvaran
- jenfo
- dofri
- nanna
- zeriaph
- daman
- lara
- olofnordal
- dee
- hlodver
- einarolafsson
- hugrunj
- sraxel
- ingibjorgelsa
- vefarinn
- nimbus
- salvor
- don
- volcanogirl
- okurland
- bjolli
- daystar
- krizziuz
- ellasprella
- judas
- svavaralfred
- oskir
- skrekkur
- possi
- jamesblond
- baldurkr
- ingolfurasgeirjohannesson
- thuridurbjorg
- jahernamig
- gudni-is
- jogamagg
- sigthora
- hofyan
- gudnim
- sirrycoach
- hugrenningar
- 1kaldi
- leifurl
- eurovision
- fluga
- blavatn
- gbo
- malacai
- reykas
- ransu
- sigrg
- zunzilla
- siggasin
- siggiholmar
- photo
- garibald
- stingi
- thoraasg
- einarsigvalda
- blues
- valsarinn
- straitjacket
- magnolie
- hjolaferd
- manzana
- gudmundurhelgi
- agnesasta
- annaragna
- hallurg
- neytendatalsmadur
- kaffi
- heidistrand
- himmalingur
- dullari
- mortusone
- adhdblogg
- zerogirl
- sigsaem
- evaice
- juliusvalsson
- kht
- blossom
- rabelai
- tara
- muggi69
- sviss
- vga
- manisvans
- gattin
- minos
- milla
- stjornlagathing
- topplistinn
- trumal
- vefritid
- flinston
- gp
- huldagar
- kuriguri
- maggiraggi
- siggus10
- theodorn
- valdimarjohannesson
- hanoi
- postdoc
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Konnichiwa!
Vaninn er að segja "á Hótel Sögu" en "hótel" beygist reyndar svona:
Hér er hótel(ið), um hótel(ið), (fr)á hóteli(nu) til hótels(ins).
Þar af leiðandi væri rétt að segja "á hóteli(nu)" og "á Hóteli Sögu".
Betra er trúlega að skrifa "á kirkjan.is" en "á kirkjunni.is", því vefslóðin er "kirkjan.is".
Einnig er hægt að hafa kirkjan.is óbeygt innan gæsalappa og skrifa til dæmis: "Ég las það á "kirkjan.is" í gær.
Sá sem spyr aldrei lærir lítið og því er engin ástæða til að afsaka spurningar.
Myndi ekki Japani bera fram nafnið "Hrafn" svona: "Harubanu", ef hann kynni ekkert í íslensku?
Þorsteinn Briem, 20.3.2009 kl. 19:19
Sæll, frábært hjá þér að leita svara og ef ég má laga aðeins hjá þér spurningarnar, þó svo að íslenskan þín sé svakalega góð. Ég vona bara að ég sé ekki að troða á þér
Smá leiðréttingar:
"Ég er með eina spurningu, mjög einfalda spurningu sem varðar íslenska málfræði. Ég hef spurt nokkra Íslendinga um hana en er enn ekki búinn að fá skýr svör."
"Ég skammast mín að spyrja svona spurningar eftir 16 ára dvöl á Íslandi, en mér þætti vænt um að fá svar án skammaorða!"
Soffía (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 19:38
Áhugaverðar vangaveltur hjá þér, Toshiki. Ég held að það sé ekkert beinlínis rétt eða rangt í þessu - menn hafa einfaldlega ekki mótað reglur um vefslóðir. Hins vegar er það meginreglan að beygja öll heiti á fyrirtækjum, tímaritum, bókum og þess háttar. Miðað við það er hægt að færa rök fyrir því að fallbeygja heiti vefslóða. Líklega er það þetta ".is" sem flækir málið.
Mér finnst rétt að fallbeygja vefslóðir. Þannig segi ég og skrifa að ég hafi lesið eitthvað á vísi.is, eyjunni.is o.s.frv. Ég vona það allavega - þvi þannig finnst mér að það eigi að vera!
Bestu kveðjur og gangi þér áfram vel með íslenskuna
Anna Bragadóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 20:54
Kærir vinir, þakka ykkur fyrir svörin!!
Mjög gott að fá áit ykkar.
Anna, sem sagt er "vefslóð" ekki alveg búin að setjast í íslensku ennþá? Þá var spurningin mín ekki svo asnaleg!
Steini, Japani mun bera "Hrafn" fram líklegast eins og: Hu-ra-bun". Þetta er mjög erfitt nafn að bera fram fyrir mig líka.
Soffía, takk fyrir leiðréttinarnar. Það er alveg í lagi að fá þær og mér finnst gaman að fara yfir þær í rauninni. Því að þú bendir á "dæmigerð mistök" sem ég geri daglega á islensku! Mig langar til að skrifa um þetta mál aftur um helgina, þar sem það gæti verið skemmtilegt að vita fyrir ykkur Íslendinga, nefnilega af hverju útlenskur maður gerir villur á íslensku.
Toshiki Toma, 20.3.2009 kl. 22:41
Sæll vertu Toshiki
Ég tel, og ég held ég tali fyrir marga, að rétt sé að nota beygingar við vefslóðir sem og annað á íslenskri tungu, maður hlýtur að eiga að segja: ég var á "bylgjunni.is" en ekki´: ég var á "bylgjan.is" ekki satt? kveðja Gudjul
guðmundur Júliusson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 22:47
Mín skoðun er sú að á meðan endingin .is fylgir vefslóðinni þá eigi ekki að fallbeygja slóðina. Í því tilfelli er nefnilega verið að gefa upp slóðina eins og hún er stafsett.
Hinsvegar tel ég að eðlilegt að nafnið sé fallbeygt þegar is. fylgir ekki. Þannig talar fólk um Vísi, Eyjuna, Kirkjuna o.s.frv.
Jens Guð, 20.3.2009 kl. 22:55
Guðmundur Júlíusson segir náttúrlega "á Hóteli Sögu".
Þetta er bara spurning um smekk, eins og svo margt annað, Toshiki minn.
Þorsteinn Briem, 20.3.2009 kl. 23:12
Ég held að það séu engar reglur varðandi beygingar á vefslóðum..þær eru bara sagðar eins og þær eru skrifaðar, vegna þess að það er heitið á slóðinni.
Og ég sé ekkert athugavert við spurningu þína...þeir sem aldrei spyrja, læra ekki neitt. Varðandi beygingu á hóteli, þá er það venjulega beygt þannig, hér er hótel, um hótel, frá hóteli, til hótels...en þegar þú bætir nafni þess aftan við, þá breytist það í meðförum...til dæmis gisti ég á ''Hótel Sögu'' ekki ''Hóteli Sögu.''
Íslensk málfræði er erfið en mér finnst þú standa þig vel.
TARA, 21.3.2009 kl. 13:24
Kæra fólk, takk fyrir svörin og athugasemdirnar!
Nú er ég orðinn aðeins "smarter" en í gær.
Toshiki Toma, 21.3.2009 kl. 13:53
Enginn getur vitað allt. Og það er ekki skömm að spyrja: Spyr sá sem ekki veit.
EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 14:21
Smekkur og ekki smekkur. Ekki gleyma að nota netið til að finna upplýsingar:
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6925
Höfundur svarsins er Guðrún Kvaran, prófessor, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Hún veit sínu viti.
Beggi (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 15:23
Takk, EE og Beggi.
Þessi slóð er fróðleg. Takk!
Toshiki Toma, 21.3.2009 kl. 16:38
Beggi.
Guðrún Kvaran ræður þessu nú ekki.
Íslenskan er að sjálfsögðu spurning um smekk og hún breytist ár frá ári.
Og Guðrún Kvaran stjórnar engan veginn þeim breytingum.
Þorsteinn Briem, 21.3.2009 kl. 16:42
Steini, það hlýtur að vera erfitt að vera undrabarn og vera umkringdur mjallalitlum ofvitum sem skrifa ekkert nema þvælu, sérstaklega fólki sem er með margra ára nám í íslensku á bakinu og hefur töluvert vit á þeim fræðum sem það skrifar um - þó auðvitað tali þeir ekki AMDG eða nái eyrum yðar. Og hér á ég auðvitað við Guðrúnu sem í þessu tilfelli er betur treystandi en venjulegu málglöðu undrabarni...
http://www.lexis.hi.is/gkvaran/gkvaran.html
Lærum meðan lifum. Og tökum mark á þeim sem vita betur, en ekki þeim sem hrópa á fylgismenn.
Beggi (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:49
Beggi minn. Í fyrsta lagi hefur þú ekki hugmynd um hvaða menntun ég hef.
Í öðru lagi hefur enginn kvartað yfir íslenskukunnáttu minni, svo ég viti, enda er engin ástæða til þess. Ég hef fengið hæstu einkunn fyrir háskólaritgerðir sem ég hef skrifað á íslensku.
Í þriðja lagi tala margir Íslendingar, sem einungis eru með grunnskólapróf, mun betri íslensku en Íslendingar með háskólapróf.
Íslenskan breytist á hverju ári eins og önnur tungumál og Guðrún Kvaran stjórnar að sjálfsögðu engan veginn hvernig íslenskan þróast, sama hvaða menntun hún hefur. Og enginn einn maður getur stjórnað því hvort Íslendingar beygja nafn á vefslóð eða ekki. Slíkt er að sjálfsögðu smekksatriði og fer eftir málvitund hvers og eins.
Þorsteinn Briem, 21.3.2009 kl. 18:47
Jájá. Hafðu þína „þróun“ eftir þínu eigin undrahöfði.
Ég hef fengið hæstu einkunn fyrir háskólaritgerðir sem ég hef skrifað á íslensku.
Haha, ég stenst þetta ekki. Einhverjir háskólamenntaðir menn með töluverða kunnáttu í beitingu tungunnar hljóta sem sagt að hafa farið yfir þessi undur þín, þannig að eitthvað hlýtur þú sem sagt að fara eftir þér betri mönnum...
En ég er svosem sammála þér að margir með grunnskólapróf tala betri íslensku en þeir sem menntaðri eru. En ekki eru það nú allir. Og ef þú getur sannað að Guðrún Kvaran hafi ekki meira vit á þessu en þú, þá máttu alveg reyna mín vegna...
Vil svo enda þetta á að þakka Toshiki fyrir að leita svara við svona spurningum sem greinilega fá djöfla einsog mig til að stökkva fram úr skúmaskotum og gera allt vitlaust...
Beggi (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 19:14
Beggi minn.
Þú ert skemmtilega vitlaus.
Skrifaðu endilega meira hér, elsku litli snúðurinn minn.
Komdu til Steina núna.
Steini kyssir á bágtið.
Þorsteinn Briem, 21.3.2009 kl. 19:34
Toshiki, eins og þú sérð á athugasemdunum að ofan, voru spurningarnar ekki svo vitlausar. Ef íslendingar fara að rífast yfir svarinu, ertu að spyrja um hluti sem við sjálf erum ekki viss um.
Annars segir maður yfirleitt að eitthvað hafi gerst á Hótel Sögu. Hvort það sé málfræðilega rétt er spurning, en þetta er málvenjan. Ég er sammála Jens um að fallbeygja ekki vefslóðir. Þú vilt sennilega ekki tala um kirkjuna.is og fá svo símhringingu þar sem fólk segir, ég reyndi að slá inn kirkjuna.is en það er ekki til!
Villi Asgeirsson, 26.3.2009 kl. 11:08