14.8.2009 | 09:54
Stofnfundur Félags prestsvígđra kvenna
Valdastétt karlmanna er vist til stađar í ţjóđkirkjunni. En ađ mínu mati eru ekki allir prestar sem eru karlmenn tilheyra henni. A.m.k. tilheyri ég ekki ţeim međ völdunum. Nefnilega er ég prestur sem er karlmađur en ekki telst til eins af ţeim. (Til ţess ađ forđast misskilning, mun ég afţakka ţađ ţótt ef mér verđi bođiđ.)
Á ég ađ stofna félag presta af erlendum uppruna? Of fá erum viđ kannski...
Allavega til hamingju međ nýja félagiđ, dömur, og ég óska ykkur blessunar Guđs og árangursmikils starfs á nćstunni!!
Hugsađu ţér hvađ viđ erum allar dýrmćtar eins og viđ erum, svo ólíkar, en upplifum ţó einingu." Ţetta sagđi ein eftir einstaklega vel heppnađa samveru í Guđríđarkirkju ţann 30. júlí síđastliđinn.
Ţar tóku sóknarpresturinn og sóknarnefndin veglega á móti fríđum hópi kvenna. Konurnar borđuđu, sungu sálma, spjölluđu, sögđu sögur, hlógu, og sameinuđust í tíđasöng. Tilefni samverunnar var stofnfundur: Félags prestsvígđra kvenna.
Dagsetningin er mikilvćgur í sögu landsins en ţann dag áriđ 1909 lagđi Hannes Hafstein fram frumvarp á Alţingi um embćttisgengi kvenna. Frumvarpiđ varđ ađ lögum 30. júlí 1909, en kom ţó ekki til framkvćmda fyrr en 1911. Á ţeim tćpu ţrjátíu og fimm árum sem liđin eru frá ţví ađ fyrsta konan var vígđ hafa sextíu og níu konur veriđ vígđar til prestsţjónustu á Íslandi. Auk ţeirra hafa fjórar íslenskar konur veriđ vígđar til prestsţjónustu erlendis.
Fram kemur á kirkjan.is/jafnretti ađ ţjónandi sóknarprestar og prestar eru 138 talsins, 99 karlar og 29 konur. Sóknarprestar eru 103 ţar af 26 konur. Í sérţjónustu starfa 18 prestar ţar af 6 konur. Prófastar eru 11 ţar af 4 konur. Af 12 vígđum fulltrúum á kirkjuţingi eru 2 konur, en engin vígđ kona í kirkjuráđi.
Hópur kvenna vann ađ undirbúiningi stofnunar félagsins sem fylgt var úr hlađi međ góđum óskum frá Prestafélags Íslands. Stofnfélagar í Félagi prestsvígđra kvenna á Íslandi eru 61 kona en tilgangur félagsins er svo orđađur í samţykktum ţess:
- Ađ efla samstarf og miđla reynslu međal prestsvígđra kvenna.
- Ađ auka áhrif og ţátttöku prestsvígđra kvenna í kirkjunni.
Félagiđ er vettvangur til ađ kynna hvađ prestsvígđar konur eru ađ gera samhliđa störfum sínum, t.d. stunda framhaldsmenntun, vinna ađ einhverjum nýjungum í starfi, ritstörfum, ţýđingum, skáldskap eđa öđru sem ţćr hafa áhuga á.
Félagiđ er vettvangur fyrir umrćđur um málefni sem snúa sérstaklega ađ prestsvígđum konum, ţar sem ţćr geta fengiđ upplýsingar og frćđslu um ýmislegt sem tengist starfi ţeirra.
Félagiđ er vettvangur ţar sem prestsvígđar konur geta sótt stuđning hver til annarrar, t.d. ţegar ţćr telja sig beittar hverskyns kynbundnu misrétti.
- úr kirkjan.is/ kirkjunni.is: Eftir sr. Guđbjörgu Jóhannesdóttur, 12/08 2009 -
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Facebook
Athugasemdir
Eru ţessar konur ekki guđlast Toshiki minn, ţađ stendur klárlega í biblíu ađ konur eigi ađ ţegja í kirkjum og svona ha :)
DoctorE (IP-tala skráđ) 14.8.2009 kl. 14:28
Sćll, DoctorE.
Nei, ţćr eru ekki Guđlast, heldur mjög vel-hćfđar konur yfirleitt. Og ţađ er als ekki gegn Biblíunni ađ konur tala og kenna í kirkjunni. Viđ lesum ekki hverja og einasta setningu í Biblíunni eins og hún stendur. Kristni er líka á leiđinni til ţróunar.
Toshiki Toma, 14.8.2009 kl. 17:19