Dagurinn í dag og Guðsríkið


*Þessi færsla er kristilegur pistill.

42Drottinn mælti: „Hver er sá trúi og hyggniráðsmaður sem húsbóndinn setur yfir hjú sín að gefa þeim skammtinn á réttumtíma? 43Sæll er sá þjónn er húsbóndinn finnur breyta svo erhann kemur. 44Ég segi yður með sanni: Hann mun setja hann yfirallar eigur sínar. 45En ef sá þjónn segir í hjarta sínu: Það dregst aðhúsbóndi minn komi, og tekur að berja þjóna og þernur, eta og drekka og verðaölvaður, 46þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi er hannvæntir ekki, á þeirri stundu er hann veit ekki, höggva hann og láta hann fáhlut með ótrúum. (Lk. 12:42-46)


46_01_11_prev.jpg

                                                            www.FreeFoto.com                                             

Samhengi meðal gærdagsins, dagsins í dag og morgundagsins er áhugavertog vel þess virði að íhuga. Við munum það sem gerðist í gær og það hefur áhrifá líðan okkar í dag. Og fyrirætlanir okkar um morgundaginn hafa einnig áhrif áliðandi stund. "Í dag" er því þar sem fortíð og framtíð mætist.

Skoðum aðeinssambandið dagsins í dag og morgundagsins. Ólíkt gærdeginum sem er liðinn ogóbreytanlegur, getur dagurinn í dag og morgundagurinn breytist eftir viljaokkar og ákvörðun. Hvort metið þið meira, daginn í dag eða morgundaginn?

Hvort sem er,virðist aðalpunkturinn vera að halda jafnvægi milli dagsins í dag ogmorgundagsins. Ef við erum of upptekin að njóta dagsins í dag og lítum lítið ámorgundaginn, þá hin telja okkur skorta skipulagshæfileika. Ef við bindumvæntingu okkar aðeins á morgundaginn og frestum við því að vinna verkefnidagsins, þá munu hin telja okkur skorta framkvæmdargetu.   

Dæmisaga Jesú um þjón, sem passar hús á meðan húsbóndinn er íburtu, fjallar um samband dagsins í dag og morgundagsins. Satt að segja ermeginatriði dæmisögunnar endurkoma Krists eða dómsdagurinn. Reynum núna aðskoða endurkomu Krists eða komu Guðsríkisins með því að hugleiða samband dagsinsí dag og morgundagsins. Það mun auðvelda okkur til að íhuga endurkomu Krists ogGuðsríkið.

Jesús talarraunar um þetta efni nokkrum sinnum. T.d. eru tvær umfjallanir til, sem varðasambandið á milli dagsins í dag og morgundagsins, á undan ofangreindinni dæmisöguí 12. kafla Lúkasarguðspjallsins. 

Fyrriumfjöllunin er dæmisaga um heimskan ríkan mann sem safnaði auðæfum sínum ánþess að vita að hann yrði líflátinn á þeirri nóttu. (Lk.12:13-21)  Seinniumfjöllunin eru þau frægu orð Jesú:

"Hafið ekki hugan við, hvað þið eigið að etaog hvað að drekka, og kvíðið engu. Allt þetta stunda heiðingjar heimsins, enfaðir yðar veit, að þér þarfnist þessa". (Lk.12:20-30)

Það má segjam.ö.o. að fyrri umfjöllunin kenni okkur um þá heimsku að taka morgundaginn semsjálfsgefinn, seinni umfjöllunin segir frá þeirri heimsku að hafa áhyggjur afmorgundeginum á meðan þú lifir daginn í dag.

Og síðankennir dæmisagan um þjón húsbóndans að þá heimsku að vanrækja starf dagsins þóhann vissi ekki hvenær húsbóndinn kæmi til baka.

Af þessu mætiálýkta að Jesús sé frekar neikvæður gagnvart því að skipueggja næstu daga eðaað leggja væntingar sínar í morgundaginn. Hins vegar er það svo að Jesús kennirokkur um að undibúa okkur vel fyrir dómsdaginn í öðum kaflum eins og t.d.eftirfarandi:

"Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarðisínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá viðvíngarðsmanninn: ... Högg það upp.... en (víngarðsmaðurinn) svaraði honum:Herra, lát það standa enn þetta ár þar til ég hef grafið um það og borið aðáburð. Má vera að það beri ávöxt síðan. Annars skaltu höggva þaðupp".(Lk.13:6-9)

"Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann uppaugu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. Þá kallaði hann:Faðir Abraham, miskunna þú mér og send Lasarus að hann dýfi fingurgómi sínum ívatn og kæli tungu mína því að ég kvelst í þessum loga. Abraham sagði: Minnstuþess, barn, að þú hlaust þín gæði meðan þú lifðir og Lasarus böl á sama hátt.Nú er hann hér huggaður en þú kvelst.".(Lk.16:19-31)

Því Jesús hunsaralls ekki fyrirhyggju. En í flestum tilfellum snýst fyrirhyggja Jesú umdómsdaginn eða daginn þegar Guðsríkið kemur, en ekki um morgundaginn sem erframlenging dagsins í dag.

En hvað merkir "ídag"?  Þrátt fyrir allt er komið,getum við ekki lifað annan dag en daginn í dag. Þó að við munum uppákomugærdagsins og búum til áætlun fyrir morgundaginn, er það ekkert annað en "ídag" þar sem við lifum lífi okkar. Dagurinn í dag er náðargjöf sem Guð gefurokkur og ef við tökum ekki mark á virði dagsins í dag, þá er það hið sama og aðtaka ekki mark á virði "lífs" okkar í heild.

"Það er allt ílagi að vanrækja ábyrgð mína í dag, þar sem húsbóndinn minn kemur ekki til bakafyrr en á morgun. Ég verð góður þjónn bara á þeim tíma þegar hann er í húsinu".

Villa slíksviðhorfs þjónsins í dæmisögunni er hið sama og sú villa að við setum endurkomuKrists á mannlegt dagatal sem er röð daga eins og gærdagur, dagur í dag,morgundagur og næsti dagur..... og svo framvegis. En við getum ekki dagset þanndag í dagatal okkar eins og ólympíuleikarnar í Lundnum á árið 2012 og þar næstuá 2016.

Þegar við villumstog setum endurkomu Krists á dagatal, byrjum við að hugsa: "óþarfi að gera þettanúna... kannski á morgun eða hinn.." þangað til við tökum eftir því að það erorðið allt of seint til að sinna því verkefni. Verkefni á hér ekki aðeins viðdagleg verkefni heldur einnig að iðast sín, að biðjast afsökunar á mistökum ífortíð, að nýta hæfileika sina, að leggja hart að sér fyrir draum sinn o.fl. semvarðar gæði eigin lífs.       

Fyrir okkurkristna menn er Jesús ekki aðeins maður í sögunni, heldur er hann lifandisamferðarmaður í lífi okkar og einnig er hann Kristur sem ríkir með endurkomusinni. Sama má segja um Guðsríkið. Guðsríkið er ekki heimurinn eftir dauða eðaeitthvað sem birtist í farmtíðinni. Guðsríkið er nálægt okkur núna, og þegarvið leggjum trú okkar á Jesú, þá er dagurinn í dag nú þegar inngangur aðGuðsríkinu. Dagurinn sem leiðir okkur til Guðsríkisins er ávallt "í dag" enekki á morgun.

Að njótadagsins í dag er nefnilega að stíga skrefi í Guðsríkinu, og það merkir alltannað en að hvort við tökum tillits til framtíðar eða ekki í daglegu jarðneskulífi okkar.

Við förum inní Guðsríkið í gegnum daginn í dag. Njótum þessarar náðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband