Vatn

  
1218_58_51_prev_931594.jpg
 
          

                      Ég trúi á þann kraft
                      sem býr í vatninu
                      og gerir flötinn jafnan og sléttan

                      vatn í djúpri dimmu,
                      gárur í leik við sólargeisla,
                      lækir úr fjallshlíðum         
                      og gullnir dropar eftir vængjablak

                      Óskorin mynd flýtur á spegli   
                      eins og hún hafi verið frá upphafi


                      Dagarnir í lífi mínu líða  
                      einn, einn af öðrum  
                      eins og dropar sem falla á vatn,
                      þungir, ljúfir eða glitrandi   

                      og streyma hljóðlaust út úr lífinu
                      eins og þeir hafi aldrei verið í höndum mínum


                      en ég trúi
                      að með tímanum líti ég í kyrrð
                      óskorna mynd liðinna daga

 

                                        -  TT;  júní 2007   Myndin er úr FreeFoto.com -

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjog fallegt hjá thér!

Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Toshiki Toma

Kærar þakkir, Kristín Hildur.

Síðastu tvær línur eru ekki góðar, held ég. Mér finnst ljóð skemmtilegt, þar sem það verður ekki fullkomið, heldur bara sí-krefjandi breytingar.

Toshiki Toma, 10.11.2009 kl. 14:06

3 identicon

fallegt ljós (þetta átti nú að vera ljóð en ég sló á vitlausan lyki - og læt það standa það er fallegra svona)

"óskorin mynd" er falleg lýsing hjá þér á kyrrð vatnsins

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 14:50

4 Smámynd: Toshiki Toma

Takk fyrir gott orð, Sigurjón :-)

Toshiki Toma, 10.11.2009 kl. 15:08

5 identicon

Ég leyfði mér að skrifa ljóðið þitt "Haustdagur" inn í afmæliskort til góðrar vinkonu okkar um daginn, án leyfis þín, vona að mér fyrirgefist það;-). 

Það féll í góðan jarðveg og ég lét þá söguna um Sigurjbjörn og ljóðið fylgja sem jók enn á ánægjuna.

Takk fyrir lánið á þessu fallega ljóði

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 16:00

6 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll aftur, Sigurjón.

Ekkert mál. Þakka þér fyrir að nota ljóð mitt fyrir slíkt gott tækifæi.

Toshiki Toma, 10.11.2009 kl. 17:22

7 identicon

Sæll Toshiki.

Aldeilis frábært. 

Húsari. (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 23:48

8 Smámynd: Toshiki Toma

Kæri Húsari,
Takk kærlega fyrir þetta :-)

Toshiki Toma, 11.11.2009 kl. 00:03

9 identicon

Sæll Toshiki.  Ég er mikill aðdáandi Búddisma, og ansi ferðu nálægt honum í þessu kvæði..  Þín menningararfleifð kemur án nokkurs vafa með ferska strauma inn í lúterskuna hér á klakanum.  Það er mikill skortur á trúarlegri list, og frumspekilegri hugsun í íslenskri kristni.

Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 09:39

10 Smámynd: Toshiki Toma

Sæll, Gunnar. Takk fyrir kommentið þitt. Þetta er sannarega áhugavert og djúpt álit að mínu mati.Mig langar að tjá mig um þetta atriði (sem sé um "kristleg" kristni og "ókristleg" kristni?) við tækifærið.

Toshiki Toma, 11.11.2009 kl. 10:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband