23.1.2008 | 17:30
Ljósberi ársins 2007
Mig langar til að óska Guðrúnu til hamingju innilega.
Mér finnst valið vera alveg sanngjarnt og velhugsað.
Starf Guðrúnar og Stígamóta er aðdáunarvert og ómetanlegt. Til hamingju!!
![]() |
Guðrún valin Ljósberi ársins 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 10:46
Fækkun í þjóðkirkjunni
Ég held að þessi tilhneiging (fækkun sóknabarna þjóðkirkjunnar í hlutfalli miðað við íbúafjölda) haldi áfram í næsta áratug líka.
Samfélagsleg ástæða er vist til staðar: fjölgun nýrra íbúa frá útlöndum sem eru kaþólskir eða rétttrúnaðir, fjölgun fólks sem kýs að vera utan trúfélaga eða fjölgun fólks sem liður betur í fríkirkjunum... og kannski fleiri ástæða. (Mér finnst það vera jákvætt að fólk ákveður sjálft hverju það tilheyrir)
En... en samtímis finnst mér nauðsynlegt og mikilvægt að við í þjóðkirkjunni veltum málinu fyrir okkur og pælum hvort þjóðkirkjan verði ekki að óheillandi fyrir mörgum mönnum?
Ef þjóðkirkjan er að hætta að vera heillandi að nokkru leyti eða að talsverðu leyti, þá hlýtur það að vera atriði sem kirkjan ber ábyrgð í alvöru eða atriði sem stafar af misskilningi fólks. Hvort sem er, þarf þjóðkirkjan að svara fyrir slíku atriði.
Ég er þjóðkirkjuprestur og mér finnst kirkjan gera ýmislegt sem er gott og mikilvægt fyrir samfélag sem heild, ekki síst fyrir sóknarbörn sín. En að sjálfsögðu er það ýmislegt sem kirkjan er léleg í að framkvæma eða skilja.
Sjálfsgagnrýni er ómissandi essence í kristinni kenningu og við þurfum að halda fast í það. Að fara í verndarstöðu sjálfkrafa þegar við mætum gagnrýni eða óþægilegri staðreynd borgar okkur ekki.
![]() |
Hlutfallsleg fækkun í þjóðkirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2008 | 14:00
24 ára reglan í útlendingalögum fari í ruslpoka!
Samkvæmt fréttagrein 24 stunda í dag, verður 24 ára reglu í núverandi útlendingalögum hentað út á næstunni.
Ég fagna því hjartanlega sem einn af mótmælendum frá upphafi af umræðu um þetta mál, þó að það hafi tekið alltof langan tíma hjá stjórnvöldunum til að komast í þessa skynsamlega niðurstöðu.
Hins vegar virðist dómsmálaráðherra að bæta nokkru ákvæði varðandi málamyndahjúskap í staðinn fyrir 24 ára regluna.
Ég er ekki búinn að sjá breytingatillögu eða nýtt frumvarp um útlendingalög, því ég get ekki sagt neitt meira en þetta núna, en ég vil endilega fylgjast með því sem kemur upp næstu daga.
24 ára reglan í breyttri mynd
24 ára reglan verður felld brott úr útlendingalögum í núverandi mynd ef frumvarp sem dómsmálaráðherra leggur fram og er til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna verður samþykkt.
Í staðinn verður bætt við ákvæði um að ávallt skuli skoða hvort um málamyndahjúskap sé að ræða ef hjón eru undir 24 ára aldri, að sögn Björns Bjarnarsonar dómsmálaráðherra. (.......)
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur, -16. janúar 24 stundir bls. 2.-
15.1.2008 | 12:55
Til þín, sem ert farin

Til þín, sem ert farin
Tár í augum mínum
ættu að vera vegna þakkar
fremur en dapurleika,
því ég þekkti þig
ekki sem hluta af sögunni
heldur samlanda
sem horfði upp á sama himin
og sigldi yfir sama hafi
í örstuttum tíma á jörð
sem okkur var gefinn
Þú varst yndi, sterk og heit
grófst upp fræplöntu
úr frosinni mold
sem þakti hjarta mitt
og hlífðir henni
þar til blómkrónur bárust
Í kulda á norðureyju
held ég fast í blómið
þangað til himinninn opnast
einnig fyrir mér
- í minningu Izumi Sakai, ZARD, söngvara okkar -
(TT jan. 2008)
www.zard.co.jp
2.1.2008 | 01:41
Akemashite omedetou!
Kæru bloggvinir,Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýárs og friðar á árinu frá Tokyo.
Mig langar einnig að þakka fyrir öllu samskiptin við ykkur á árinu sem er að baki.
Mér var sagt að veðrið hefði verið hart leiðinlegt þarna, en hér sé ég bláan himinn og glitrandi sólskin. Heppinn!!
Ég þori ekki að skrifa meira hér, þar sem ég á hvorki orðabók á íslesnku nér yfirlestursforrit í tölvunni.
En enn og aftur GLEÐILEGT ÁR fyrir alla á jörðinni.
Akemashite omedetou gozaimasu!!
frá Tokyo kid