Maður getur ekki stjórnað öllu


glitrandi regndropar
blaktir lauf á trjám
í sólskinsþráðum

ljós og vatn himinsins
fléttast niðri á jörðinni
í kenjóttri stemningu

dag eftir dag
byrjar hver morgunn að anda
tæru og kólnandi lofti

haustdagurinn hljóður
birtir manni stundina
umbreytingar lífsins



Kæru bloggvinir,

Vegna óráðanlegrar ástæðu verð ég fjarverandi næstu daga.
Óska ykkur öllum friðsælla haustdaga og fallegra (í mínum huga er ennþá “haust” núna
Wink ) og bless á meðan!



Ég er að fæða...!!

    
Ég er að fara í fæðingardeild brátt ....Woundering til að fæða fyrstu ljóðabók mína!! Tounge
Þetta er afskaplega spennandi reynsla og ég er hreinlega að hlakka til þess að taka bókina í höndum mínum.

Að gefa út eigin ljóðabók hefur lengi verið draumur minn, og ég á að veita mörgum þakklætisorð mitt þegar draumurinn rætist.
Wink En ég verð að bíða aðeins lengri fyrir það... !!Sleeping



        scan0002

 


Biblían, guðfræði og staðreynd


Yfirleitt nota menn tvenns konar röksemdafærslu í daglegu lífi, afleiðslu(deduction) og aðleiðslu(induction). Afleiðsla er það nefnt þegar ný staðhæfing er leidd af öðrum staðhæfingum, sem maður veit að eru réttar(A=B, A=C, ergo B=C). Aðleiðsla er hins vegar rökfræðileg samsetning þar sem maður kemst að ályktuninni út frá fjölda staðreynda sem maður upplifir sem reynslu sína.

Báðar aðferðirnar, afleiðsla og aðleiðsla, eru nauðsynlegar í skynsamlegri rökfærslu og jafnréttháar, líka í guðfræði. Mér virðist að í þeim fræðum sé almenn tilhneiging almennings jafnt sem fræðimanna að reiða sig fremur á afleiðslu en aðleiðslu og jafnvel gleyma alveg síðarnefndu aðferðinni.

Þetta á við t.d. þegar guðfræðingur vill sannreyna hvort ákveðið málefni, t.d. samkynhneigð, sé í samræmi við kristna trú og boðskap. Iðulega vísar hann í Bíblíutextann sem forsendu og þróar út frá honum röksemdarfærslu sína. Þetta er alls ekki röng aðferð í guðfræðinni en sum samfélagsmálefni, eins og t.d. samkynhneigð, eru þess eðlis að falla ekki vel inn í þennan rökfræðiramma.

Tökum annað dæmi. Segjum að guðfræðingur fari til Taílands í fyrsta skipti á ævinni og þar hitti hann á hverjum degi fjölmarga búddista. Af reynslu sinni dregur hann þessa ályktun: ,,Yfirleitt eru búddistar hógværir og elskulegir“. Síðan spyr hann spurningar eins og : ,,Hverjir eru búddistar í skilningi guðfræðinnar?“ Ályktunin er staðhæfing sem orðin er að staðreynd í huga guðfræðingsins í gegnum upplifun hans og reynslu. Þá staðhæfingu er ekki hægt að setja í neinn sérstakan bás út frá guðfræðilegum þankagangi um hvort að hún sé t.d. rétt eða röng.

Guðfræðin getur reynt að skilgreina búddista út frá kenningum kristninnar en hún getur ekki hreyft við þessari staðhæfingu guðfræðingsins sem fór til Taílands og upplifði búddistana á þennan hátt. Guðfræðilegur skilningur á búddista getur aðeins þróast á skapandi hátt með því að viðurkenna reynslu eins og upplifun Taílandsfarans.

Umræðan um málefni samkynhneigðra, sérstaklega þessa daga um ,,hjónaband“ af sama kyni, er virk enn og aftur í kirkjunni. Umræðan virðist vera mjög góð og fróðleg og ég ber virðingu fyrir henni. Engu að síður finnst mér hún dálítið festast í sömu hjólförunum og ekki komast upp úr þeim.

Íslenskt samfélag veit að innan þess býr samkynhneigt fólk. Gagnkynhneigt fólk, sem er meirihlutinn, veit að samkynhneigt fólk er alveg eins og það, nema hvað varðar kynhneigðina. Þetta eru forréttindi okkar sem búum á Íslandi í dag að vita það. Þetta er alls ekki sjálfsagt mál, þar sem samkynhneigðir þurfa því miður enn að lifa í felum svo víða í heiminum.

Við vitum að það er enginn munur á draumum samkynhneigðra og gagnkynhneigðra – langflest viljum við eignast lífsförunaut og stofna hamingjusama fjölskyldu. Það er staðreynd, eins og að Esjan er fjallið nærri höfuðborgiini og búddistar eru milljónir. Á þá guðfræðin ekki að viðurkenna samkynhneigða, líf þeirra og vonir, drauma og þrár sem staðreynd, rétt eins og gagnkynhneigðra? Þetta er guðfræðileg aðleiðsla.

Ef guðfræðingar nálgast málefni samkynhneigðra að mestu leyti með guðfræðilegri afleiðslu, þ.e. er rökfærslu með tilvísun í Biblíutextann, þá er erfitt að komast upp úr hjólförunum. Einfaldlega vegna þess að Biblían var færð í letur á öðru menningartímabili, þar sem stefnur og straumar, voru aðrir en nú og samkynhneigð ekki viðurkennd opinberlega og því eðlilega ekki skýrt frá henni.

Ef einhverjir geta ekki eða vilja ekki viðurkenna ofangreindar staðreyndir um samkynhneigt fólk, þá má segja að þeir nálgist málið fremur út frá eigin skynsemi sem er bundin við ákveðna sið eða menningu fremur en út frá guðfræði.

Það er skoðun mín að við sem tilheyrum guðfræðisamfélaginu ættum að vera skýrari í umræðunni um málefni samkynhneigðra í íslensku þjóðkirkjunni, hvort hún sé guðfræðilegs eðlis eða menningar- og mannlegs.

(Fyrst birtist í Mbl. 8. júní 2007)


Það sem Jesús segir okkur í dag


Undanfarna daga hafa birst í blöðum greinargerðir eftir nokkra kraftmikla kirkjuleiðtoga sem hafa andmælt hjónavígslu samkynhneigðra para og hafa áhyggjur af afleiðingum þeirrar gjörðar.

Á meðal presta og guðfræðinga Þjóðkirkjunnar
eru einnig miklar og heitar umræður um þetta málefni, miklu meiri en birtast á opinberum vettvangi.

Meginágreiningurinn, á milli þeirra sem er annars vegar jákvæðir í garð hjónavígslu samkynhneigðra para og hinna sem eru neikvæðir, felst í því hvernig við túlkum Biblíuna sem Guðs orð. Þeir sem eru jákvæðir, og meðal þeirra er undirritaður, vilja hlusta á þau skilaboð Guðs sem eru óbreytanleg í tíma og rúmi, eru hafin yfir tíma og menningu, eru nokkurn veginn algild.

Þeir sem eru neikvæðari í afstöðu sinni byrja rökum sínum á forsenda eins og: ,, samkvæmt skýrum orðum Jesú Krists og postula hans er hjónaband á milli karls og konu en ekki tveggja einstaklinga af sama kyni“(Friðrik Schram, Mbl. 23. nóv. 2005).

Mér finnst að þeir sem andmæla kirkjulegri hjónavígslu samkynhneigðra þurfi að staldra við um stund og íhuga stöðu sína.

Kennisetningar kirkjunnar og guðfræði byggist nú þegar öll á túlkun Biblíunnar, a.m.k. í lúterskri kirkju. Ólíkt því sem margir trúa, þá kveður Biblían ekki skýrt úr um að hjónaband verði að vera milli karls og konu. Sú hugmynd tilheyrir kennisetningu sem túlkuð er út frá Biblíunni, ekki biblíutextanum sjálfum.

Ef við leitum þá finnum við orð sem Páll postuli segir: ,,Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd.” (1. Kor.6.). Við fyrsta lestur virðist sem Páll postuli sé að segja okkur að það sé best fyrir okkur að giftast alls ekki, en þegar við lærum um og skiljum sögu og menningu þeirra tíma sem Páll var uppi á og þeirra sem Biblían er skrifuð á fá orð hans dýpri merkingu og rétta þýðingu.

En að sjálfssögðu vita andmælendur af atriðum eins og þessum. Þeir eru ekki bókstaflegir trúmenn. Þeir kjósa hins vegar að túlka Biblíuna í samræmi við eigin hugmyndaheim, sem er skiljanlegt en ekki endilega réttlætanlegt.

Kjarni málsins snýst nefnilega ekki um orðalag Biblíunnar heldur er það ímynd andmælendanna um ,,hið góða kristilega siðgæði”, sem þeim var kennt og þeir vilja halda á lofti. Og samkynhneigð hjón virðast hjá þeim falla utan við ramma ,,hinna góðu kristilega gilda“.

Ég veit að það er erfitt fyrir okkur öll að hreyfa við viðteknum venjum, hefðum og gildum. Það er samt hægt ef við (ég segi það um kristið fólk) trúum á Jesú og setjum æðstu gildi lífsins í hendur Jesú og íhugum hvað hann vill segja við okkur í dag. Við megum ekki láta hefðbundna menningu eða aðrar hefðir villa okkur sýn.

Kraftur Jesús og náð virkar til að frelsa okkur frá sjálfdýrkun, sjálfsgirni, áhugaleysi gagnvart náunganum og kúgun, en aldrei veitir okkur rétt til þess að kúga eða mismuna. Íhugum því hvað frelsarinn segir við okkur í dag.

(Fyrst birtist í Fréttablaðinu 3. desember 2005)




Einlæg umræða um framtíð þjóðkirkjunnar óskast


Samkynhneigð, vinaleið og aðskilnaður frá ríkinu eru meðal mála sem hafa verið mikið í samfélagsumræðunni um þjóðkirkjuna undanfarna daga. Í henni hafa ýmis viðhorf til kirkjunnar birst. Mér sýnist raddir úr samfélaginu oftast harðar og fullar af gagnrýni í garð þjóðkirkjunnar. Mig langar til að skjóta inn, í tíma, nokkrum línum um framtíðarsýn þjóðkirkjunnar.

Áður en ég tjái skoðun mína, tel ég rétt að segja frá því hvernig ég tengist þjóðkirkjunni. Í fyrsta lagi er ég þjónandi prestur þjóðkirkjunnar, ég fæ laun fyrir störf mín þar og er því beinn hagsmunaaðili. Hins vegar fékk ég köllun mína og hlaut menntun sem prestur í kirkju í Japan og er þess vegna ég ekki svo sterklega bundinn við hugtakið „þjóðkirkja“. Hvort kirkja sé þjóðkirkja eða ekki, er fyrir mér tæknilegt mál, en hvorki trúmál né hjartans mál.

Það er stundum sagt að glöggt sé gests augað og fyrir mig var ,,þjóðkirkja“ ekki sjálfsögð eins og fyrir marga Íslendinga þegar ég kom hingað til lands fyrir 15 árum en síðar lærði ég um það stóra hlutverk sem hún lék í sögu Íslands. Mér skilst t.d. að þjóðkirkjan hafi verið ein þeirra stofnana sem stóðu vörð um íslenska tungu þegar þjóðin var undir stjórn Danmerkur. Þá voru engar útvarps- eða sjónvarpsútsendingar eins og í dag og messur voru mikilvægir miðlar sem héldu við og varðveittu íslenska tungu á meðal Íslendinga.

Margir prestar færðu einnig sögu Íslands í letur fyrir almenning, ortu ljóð um landið og sáu um kennslu ungmenna. Þjóðkirkjan hafði einnig frumkvæði þegar þurfti að bregðast við náttúruhamförum eða halda stórviðburði eins og þjóðhátíðir. Þetta eru bara fáein dæmi sem sýna að þjóðkirkjan hefur að vissu leyti verið meira en bara trúfélag í hefðbundinni merkingu þess orðs.

Þegar þjóðin hlaut sjálfstæði árið 1944 þá hlaut það að vera eðlilegt framhald af sögunni að setja þar ákvæði um ,,þjóðkirkju“. Núna í dag starfar þjóðkirkja og þjónar samkvæmt þessu ákveðna stjórnsýslukerfi og ég tel til þess að umræðan um framhaldið og framtíðarsýnina verði markviss verðum við að viðurkenna þetta atriði.


Þegar ég fylgist með umræðum sem varðar þjóðkirkjuna þessa dagana, þykir mér leitt að í gagnrýninni er oftast blandað saman ábendingum um kerfisgalla og einstaklingsbundinni tilfinningalegri andúð.

Mér finnst t.d. alveg rétt að benda á mál, eins og og í hvaða málefni eigi að verja skatttekjum, ef viðkomandi finnst þar ríkja einhvers konar óréttlæti. Það er sjálfsagt mál að taka málið upp, kanna og ræða. Hins vegar finnst mér ekki réttlætanlegt að ræða málin eins og starfsmenn kirkjunnar séu að svíkja fé af almenningi og því glæpamenn. Það gæti verið gott tækifæri fyrir suma til þess að fá útrás fyrir andúð sína gagnvart kirkjunni en það er alls ekki réttmætt. Slík viðhorf er ein af ástæðum þess að erfiðara er að halda upp málefnalegri umræðu fyrir alla.

En hvað um framtíðarsýn þjóðkirkjunnar? Ég held það sé alveg sjálfsagt að við endurskoðum gamla kerfið og gerum það að betra kerfi sem passar núverandi og verðandi aðstæðum samfélagsins. Þjóðkirkjukerfið er ekki undantekning frá því og það getur ekki gengið á sama hátt og áður aðeins vegna framlags síns í fortíðinni.

Persónulega sýnist mér skýrt í hvaða átt þjóðkirkjan verður að fara í framtíðinni. Það stríðir að mörgu leyti gegn þróun mannréttindahugmynda að stjórnskráin skuli gefa einu ákveðnu trúfélagi sérstöðu sem ,,þjóðartrú“ (Ég er samt ekki sammála því áliti að aðskilnaður kirkjunnar frá ríkinu yki beint trúfrelsi hérlendis og ég bíð eftir næsta tækifæri til að tjá mig um það atriði).

Eins og ég sagði hér að ofan, þá tel ég að þjóðkirkjukerfið snúist ekki trúmál heldur hvort hún sé hluti af samfélagskerfi. Að mínu mati þarf það ekki að vera neikvætt þótt þjóðkirkjan fari út úr þessu samfélagskerfi eða afsali sér sérstöðu sinni í stjórnarskránni en að sjálfssögðu munu því fylgja ýmis vandkvæði.

Mér finnst löngu tímabært að setja sérnefnd í stjórnvöldum til þess að fjalla um ,,aðskilnað kirkjunnar frá ríkinu“ á málefnalegan hátt og kanna kosti þess og galla.
Það er fordæmi fyrir því að þjóðkirkja hætti að vera þjóðkirkja, eins og t.d. sænska kirkjan sem steig það skref árið 2000. Af hverju eigum við ekki að skoða þetta dæmi málefnislega og safna upplýsingum og álitum? Síðan mun verða hægt að setja áþreifanlega tímaáætlun til þess að framkvæma aðskilnaðinn, ef það er vilji Íslendinga.

Að lokum langar mig til að ítreka að mál um þjóðkirkjukerfið er ekki trúmál, heldur er það mál um samfélagskerfi sem varðar hagsmuni allra. Og því er þetta alls ekki mál eins og hvort kirkjan sé góð eða vond, eða hv
ort kirkjan sigrar eða tapar. Ég óska innilega þess að málið komist í almennilega umræðubraut.

(Fyrst birtist í Mbl. 30. september 2007)



Veitum þeim vernd!


Nú stendur yfir norrænt átak sem ber yfirskriftina ,,Veitum þeim vernd!“ eða ,,Keep them safe“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda á Norðurlöndum en tuttugu norræn félagasamtök, m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Íslandsdeild Amnesty International og Rauði Kross Íslands, standa að undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að virða og vernda réttindi flóttafólks.

Í tilefni af átakinu langar mig til að vekja athygli á að meðferð hælismála á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Eins og kerfið er í dag þá hefst meðferðin með því að lögreglan tekur skýrslu af hælisleitandanum, síðan er athugað hvort annað land ber ábyrgð á því að vinna hælisumsóknina. Ef Ísland verður að fjalla um málið þá fer Útlendingastofnun yfir umsóknina, aflar gagna og ákveður síðan hvort umsækjandanum er veitt hæli eða ekki.

Þeirri ákvörðun getur umsækjandi svo áfrýjað til Dómsmálaráðuneytis sé hann ekki sáttur við niðurstöðuna. Ráðuneytið fer þá yfir ákvörðun Útlendingastofnunar og sker endanlega úr um hvort veitt er hæli eða ekki. Þessa ákvörðun getur umsækjandi síðan borið undir dómstóla, en þó ekki synjunina sem slíka heldur aðeins málsmeðferðina.

Það sem mig langar að vekja athygli á hér er að fólk fær ekki lögfræðiaðstoð við mál sitt meðan Útlendingastofnun fjallar um það. Þegar ákvörðun um synjun er áfrýjað á hælisumsækjandi rétt á takmarkaðri lögfræðiaðstoð en þetta er oft meira ,,pappírsvinna“ fremur en persónuleg aðstoð við einstaklinginn.

Kveðið er á um andmælarétt eftir endanlega synjun frá Dómsmálaráðuneyti í lögum, þ.e. að hælisleitandi getur höfðað mál fyrir dómsstólum en þetta er í fyrsta sinn í öllu ferlinu þar sem umsækjandi fær ,,faglega og persónulega“ lögfræðiaðstoð. Seint er betra en aldrei eða hvað?

Í lögunum segir: ,,Málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið frestar ekki framkvæmd hennar”. Þannig að þótt hælisleitandi höfði mál fyrir dómsstólum getur hann verið fluttur úr landi áður en dómur fellur. Og ef hann er fluttur úr landi fellur málið niður þar sem enginn á lengur lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr ágreiningsefninu.
Ég veit ekki hve margir hafa farið með mál sín fyrir dómstóla en ég þekki persónulega dæmi þess að umsækjandi var fluttur úr landi rétt áður en málið var tekið fyrir.

Það er merkilegt hversu stjórnvöld flýta sér að framkvæma brottvísun umsækjenda eftir að hafa stundum látið þá bíða á annað ár eftir úrskurði. Óttast yfirvöld að dómsstólar komist að annarri niðurstöðu en Dómsmálaráðuneytið? Ég vek athygli á því að eftir því sem ég best veit hefur ennið ekki fallið dómur varðandi synjun stjórnvalda um hæli.

Mér vitandi eru nokkrir menn nú með mál varðandi synjun fyrir dómstólum. Ég vona innilega að þeir verði ekki fluttir úr landi, í það minnsta ekki áður en dómur fellur og hvet almenning til að fylgjast með því að réttur þeirra til að fá skorið úr sínum málum fyrir dómstólum sé virtur.

(Fyrst birtist í Fréttablaðinu 5. október 2007)


Vinsamlegast takið þátt í undirskriftasöfnun!!

http://www.keepthemsafe.org/



Líf með fjölskyldu - saga einstæðs föður


Ég bý með börnum mínum þessa daga. Málið þróaðist þannig að móður barnanna minna, s.s. fyrrverandi konan mín, er núna í námsleyfi og hún fékk tækifæri til að stuðla að námi í Bretlandi. Og hún fór þangað í byrjun september og verður þar þangað til desember.

Á meðan á ég að passa börnin mín – eða börnin passa mig, he he 
Tounge – náttúrulega. Börnin mín er orðin nú þegar 16 ára og 13, og fín íbúð mín í vesturbænum er of lítil til að taka á móti þeim í svona langt tímabil. Því er ég búinn að flytjast til íbúðar barnanna sem er einnig í vesturbænum. (Eitt sameiginlegt baráttumál vesturbæringa er bílastæðismál, en ég mun segja frá baráttu minni á næstunni Devil )

Þannig hófust dagar mínir sem “einstæðs föður”. Nú þegar er einn mánuður liðinn en í stuttu máli sagt gengur allt vel og mér liður afskaplega vel!! Já, að sjálfsögðu fylgir ýmislegt sem aukaverkefni eins og að skutla þau þegar veður er mjög slæmt eða að þvo þvotta á hverjum degi (raunar gerir vélin það, ekki ég). Samt finnst mér þetta gaman.


Meðal annars er að elda mat. Að elda mat var aðal áhugamál mitt lengi. Ég byrjaði að elda þegar ég var í studentabú prestaskólans míns fyrir 20 árum. Og síðan var ég að elda sjálfur á hverjum degi þ.á.m. 9 ár þegar ég var giftur. En eftir að ég skildi við konuna mína fyrir 7 árum, varð það ekki svo spennandi og þar til. Ég nenni ekki að elda mat aðeins fyrir mig sjálfan lengur.

En þessa daga er eldamennskan mín komin upp aftur úr geymslu og ég nýt þess að elda handa krökkunum mínum. Mér finnst gaman að elda hversdagsmat fremur en að búa til “party” mat fyrir gesti. Að elda hversdagsmat er ekki aðeins að elda mat, eins og þið vitið. Það innifelur sér að hugsa um jafnvægi næringa, að reikna kostnað, að nota afgang frá liðnum degi o.fl. Mér finnst svona bara gaman!!
Grin

Í síðastu viku gerðist ýmislegt bæði í einkalífi og einnig í vinnu. Ferðamaður frá Japan lentist í slys hér á Íslandi, ráðstefna um geðheilsu, frekar mörg viðtöl við fólk, pabbi minn veiklaðist í Tokyo, breyting í borgarstjórn, þvagsýrugigt.... og ég var að hlaupa eins og Jack Bauer.
Cool En samt býr friður innri mér. Ég held að þetta er vegna þess að ég bý með fjölskyldunni minni, s.s. ég er að halda mig í ánægju lífsins. Já, mér finnst gott að vera með fjölskyldunni.

Í dag á stelpan mín 14 ára afmælið sitt. Það er líka gaman að elda afmælismat!!
Wizard



Öllum líði vel!!


Ráðstefna “Innflytjendur og geðheilsa” í tilefni af Alþjóðadegi geðheilsu var haldið í gær í Ráðhúsi Reykjavíkurborgarinnar og hún tókst vel.
Mig langar til að þakka fólki í undirbúningsnefndinni (þ.á.m. er Geðhjálp) og þátttekendum á fundinn innilega fyrir góða framtakið. Ég var sjálfur einn af ræðumönnum þar og ég fékk flýja hvatningu svo að ég birti ræðuna mína í blogginu. Ég þakka fyrir hvatninguna líka.


Manneskja undir menningarbylgjum

Komið þið sæl. Toshiki Toma heiti ég og ég starfa sem prestur innflytjenda á Íslandi. Ég er ekki læknir eða annars konar faglegur sérfræðingur í heilbrigðisþjónustu í þröngri merkingu, og því ég get ekki fjallað um málefni geðheilsu á læknisfræðilegan hátt.
Hins vegar snertir prestsþjónusta vellíðan og vanlíðan manna mjög mikið, og það má segja að prestur starfi að geðheilsumálum í víðri merkingu.
Í því samhengi langar mig til að fjalla um geðheilsu almennt með því að beina ljósinu ekki beinlínis að geðsjúkdómi, heldur á vanlíðan, annars vegar sem bæði geðsjúklingar finna fyrir og fólk sem ekki er skilgreint sem sjúklingar enn þá, og hins vegar á það jafnt við um innflytjendur og Íslendinga.

1.
Geðheilsumál eru alls ekki aðskilin mál frá daglegu lífi okkar, heldur eru þau mál hversdagslífsins. Okkur öllum, hvort sem Íslendingum eða innflytjendum eru að ræða, liður stundum illa, jafnvel oft. Það er ekki sjúkdómur.
Mér sýnist ekki endilega auðvelt að draga línu milli á þess að vera veikur og þess að vera ekki. Við lífum lífi okkar oftast á eins konar gráu svæði þar sem við berum okkur áhyggjur, pirring eða andlega þunga, samt erum við ekki veik.

En ef slík vanlíðan varir lengi, þurfum við að athuga það og meðhöndla. Að vera á þessu gráa svæði, sem sagt að lifa lífi sínu með vanlíðan lengi, getur verið upphaf að geðsjúkdómum. En það er mjög algengt hjá okkur að við viljum ekki viðurkenna vanlíðan okkar í geðheilsu, og við reynum að horfa fram hjá vanlíðan ef það er hægt. En þetta er ekki rétt viðhorf, að sjálfsögðu. Mikilvægast er að fara í læknismeðferð eins fljótt og hægt þegar um sjúkdóm er að ræða.

2.
Núna beinum við sjónum okkar að innflytjendum sem eru á gráu svæði hvað geðheilsu varðar. Hvað getum við sagt um geðheilsumál innflytjenda sérstaklega?
Mál um geðheilsu innflytjenda eru ekki einföld. Við innflytjendum glímum við sömu vandamál yfirleitt og Íslendingar sem geta valdið vanlíðan eins og erfiðleikar í fjölskyldu, vinnu og svo framvegis.

Auk þess þurfa innflytjendur að takast á við sérstakar aðstæður í nýju landi:
o Í fyrsta lagi er það réttarstaða og efnahagsleg staða. Þessi tvö varða öryggi lífs síns á Íslandi. Hvort maður megi vera á Íslandi eða ekki, og hvort maður eigi peninga til að lífa þennan dag eða ekki: það er bara skiljanlegt að slíkt atriði hafa gífurleg áhrif á geðheilsu manns.

o Í öðru lagi er það tungumálið. Um þetta atriði tala svo margir, en oftast er umræðan út frá sjónarhorni Íslendinga og það er sjónarmið ofarlega að innflytjendur aðlagist að íslensku samfélagi svo að þeir auki ekki álagið á samfélagið. En þarna vantar sálfræðilega eða tilfinningalega sjónarmið sem lítur á innflytjendur sem manneskjur, að mínu mati.
Tungumál er dyrnar sem opnar möguleika innflytjenda að menntun og upplýsingum en það er líka atriði þar sem persónuleiki innflytjenda fær oft ekki að njóta sín sem skyldi. Án tungumáls er mjög erfitt að stofna til samskipta við annað fólk. Og ef honum tekst það ekki, mun það auka á öryggisleysi. Þetta mál tengist eðlilega geðheilsu.

o Í þriðju lagi eru fordómar og mismunun gagnvart útlendinga til staðar. Það getur verið í fyrsta skipti í ævi viðkomandi að upplifa slík. Ég hef talað frekar mikið um þetta ræðuefni hingað til og var búinn að taka eftir einu. Á meðan við innflytjendur tölum um fordóma gagnvart okkur sem við mætum í alvöru, fáum við alltaf andsvar frá Íslendingum sem segir að fordómar séu ekki til. Þess vegna tel ég það nauðsynlegt að halda áfram umræðuna, en hvað sem umræðan verður hefur upplifun fordóma áhrif á líðan innflytjanda svo framarlega sem viðkomandi túlkar einhvern uplifun sína sem fordóma.

o Í fjórða lagi er það margs konar “menningarmunur” til staðar í ferli aðlögunar innflytjenda. Tökum nokkur einfald dæmi:

 Asíubúar eða Afríkubúar eru vanir því að bera virðingu fyrir eldra fólki og því býst eldra fólk við því að yngri menn sýni sér virðingu. En það á ekki alveg sama við á Íslandi. Þegar eldra fólk frá Asíu eða Afríku sér ungt fólk tala við sig á jafnréttis grundvelli, getur það misskilið það sem persónulega niðurlægingu.
 Unglingar í Asíu- eða Afríkulöndum geta hafa alist upp í strangari umhverfi varðandi kynferðisleg samband við vini sína. Þeir geta hugsað eins og þeir væru misþroskaðir í opnum og frjálslegri kynferðislegum samskiptum á Íslandi.
 Mörgum frá Asíulöndum finnst óþægilegt og óheiðarlegt að krefjast mikils eða kvarta undan einhverju, jafnvel þó að þeir séu í aðstæðum að gera það samkvæmt íslenskum mælikvarða. Afleiðingu þess þola þeir lengi eitthvað sem þeir ættu ekki að þola.

Slíkur menningarmunur er samfélagslegt fyrirbæri, en jafnframt er hann hluti af hugarfari innflytjenda. Menningarmunur er náið tengdur við það hvernig innflytjandi mótar sjálfsmynd sína í nýju umhverfi sínu. Og ef sú sjálfsmynd er léleg, verður hún tengd við vanlíðan viðkomandi.

Á ferli aðlögunar verður innflytjandi að komast yfir atriði sem ég er búinn að nefna núna.
Sálfræðilega er staðfest að það er ákveðið tímabil þegar innflytjandi verður vonsvikinn með nýja landið og verður alltof neikvæður við það, oftast með sterka andúð og reiði. Þetta gerist venjulega eftir 2 -3 ár að þeir flytjast til nýja landsins. Neikvæða tímabilið endist eitt, tvö eða þrjú ár, og síðan stillist það aftur meðfram framhaldi aðlögunar.

Ég get vitnað af eigin reynslu minni að barátta milli menningargildis frá heimalandi innflytjanda og menningargildis nýja landsins liggur í þessu tímabili. Samanburður milli heimamenningar sinnar og menningar í nýja landsins liggur oft bak við þetta. Þetta er einmitt árekstur gildismat manns frá heimalandi og gildismat í nýja landinu.

Mig langar til að vekja athygli á einu atriði af gefnu tilefni. Íslendingar virðast oft segja að aðlögun innflytjenda frá Suður-Ameríku eða Asíulöndum hljóti að vera erfið þar sem þeir eru komnir frá gjörólíkum menningarheim. En af reynslu minni sýnist mér aðlögun innflytjenda frá Norður-Ameríku eða Vestur-Evrópu vera erfiðara. Það er vegna þess að fólk frá Norður-Ameríku eða Vestur-Evrópu er yfirleitt með sterka trú á eigin gildismat frá heimalandi sínu, sem er næstum yfirburðarkennd, og hún getur breyst ekki svo auðveldlega.

3.
Að lokum, hugsum hvað getum við gert til þess að bæta geðheilsu innflytjenda? Hvað eigum við að athuga?
Það má segja að jafnaði ættum við að athuga vandlega og hugsa okkar gang ef við byrjum að haga okkur eins og eftirfarandi:

o Að forðast samskipti við annað fólk og dragast inn í eigin heim og vilja ekki koma út.
o Að festast í einhverjum atburð sem gerðist í fortíðinni, oftast sorglegum atburð eða óþægilegum. Það er erfitt að komast út úr honum og maður byrjar að tala um sama málið aftur og aftur.
o Að geta ekki hlustað á annað fólk. Að reyna að skjótast inn í umræður annarra, jafnvel tveggja manna tal, og segja sífellt: “No, you don’t understand, you don’t understand”.
o Að vera bara neikvæð/ur um lífið á Íslandi. Að byrja að telja upp strax neikvæð andsvör þegar vinur reynir að veita aðstoð.
o Að sýna sífellt ofstopa.. Að byrja að tala eins og ,,Allir eru á móti mér” eða “Allir hunsa mig”.

Þarna mun bætast atriði eins og “svefnleysi”, “skortur á matalyst” eða fleira einkenni sem er algengt í geðveikindI,, en ofangreint eru atriði sem ég tek eftir oft í starfi mínu. Slík einkenni eru eins og “rautt ljós” og geta orðið til þess að vekja athygli á því að viðkomandi sé ekki í andlegu jafnvægi.

Önnur atriði sem ég tel mikilvæg fyrir okkur til að veita stuðning til innflytjenda í geðheilsumálum eru eins og eftirfarandi:

o Við getum minnkað samfélagskerfi sem veldur vanlíðan meðal innflytjenda. Ég ætla að nefna mjög áþreifanlegt atriði. Hvort innflytjandi búi hérlendis á lögmætan hátt eða ekki skiptir miklu máli fyrir viðkomandi. Ef réttarstaðan er ekki skýrt tryggð, mun viðkomandi hafa mikla áhyggjur af framtíð sinni.
Ég heyri frá mörgum innflytjendum, sem eru að gera allt samkvæmt lögum og af einlægni, kvörtun yfir afgreiðslu dvalarleyfis o.fl. hjá Útlendingastofnun, eins og afgreiðslan sé óskiljanlega sein. Og það gerist t.d. nýtt dvalarleyfi kemur ekki til umsækjanda tímalega þó að gamla leyfið sé orðið þegar ógilt. Meira að segja ef umsækjandi spyr um málið, þá því gæti verið sýnd ókurteisi í móttöku hjá starfsfólkinu.
Slíkt er kerfisbundið atriði sem er að valda vanlíðan meðal innflytjenda. En það er hægt að breyta þessu ef það er vilji til þess. Ég vil óska innilega að staðan verði endurskoðuð og bættist.
o Sýnum innflytjendum athygli. Innflytjandi á oft engan að nema fjölskyldu sína hérlendis. Og ef viðkomandi er karlmaður, þá getur fjölskyldan hans verið í þeirri stöðu sem ekki er venja að veita honum ráðgjöf varðandi geðvandamál. Samt vantar viðkomandi aðstoð. Íslendingar sem eru kringum viðkomandi eiga ef til vill kost til þess.
o Þegar innflytjandi er ekki í miklum samskiptum við annað fólk, ekki fordæma það sjálfkrafa að það sé vegna þess að hann skilur ekki íslensku. A.m.k. skulum við athuga það með því að tala við einhvern sem kann tungumál viðkomandi.
o Það hjálpar innflytjanda mikið að vera tekið á móti sem einstaklingi með eigið nafn sitt og virðuleika. Allir þarfnast viðurkenningar um sjálfa sig.

Lokaorð
Við þurfum að hjálpast að. Við hjálpumst að þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Við hjálpumst að ef maður týnist í fjalli og þar vantar aðstoð að finna hann. Við hjálpumst að þegar vinur okkar á að fara í erfiða aðgerð á spítala. Því skyldum við ekki gera það sama þegar um geðheilsuna er að ræða?
Að nokkru leyti finnst mér geðheilsa vera mjög gott tilefni til að skoða innflytjendamál á öðruvísi hátt en venjulegt. Þá skoðum við ekki útlit innflytjanda, við hættum að skoða yfirborðslegt einkenni sérhvers innflytjanda, sem birtist yfir menningarlegum búningi hans. En við reynum að skoða og finna manneskju undir menningarbylgjum, og sú manneskja er innflytjandi.

Kærar þakkir.




Geðheilsa í fjölmenningu


Þverfagleg ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur

Megin viðfangsefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins í ár eru þær áskoranir sem aukin alþjóðavæðing og menningarlegur margbreytileiki hafa í för með sér. Miðvikudaginn 10 október verður því efnt til þverfaglegrar ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni “Innflytjendur og geðheilbrigði.” Hlutfall innflytjenda er stöðugt að aukast og í desember 2006 voru 8,1% íslensku þjóðarinnar innflytjendur en þeir voru 2,8% þjóðarinnar fyrir 10 árum. Tölulegar upplýsingar frá öðrum löndum í Evrópu benda til þess að hlutfall geðraskana sé hærra meðal innflytjenda en annarra auk þess sem ungumálaörðugleikar og annar menningarlegur munur hefur reynst torvelda innflytjendum að leita sér hjálpar. Á ráðstefnunni í Ráðhúsinu verður leitast við að bregða ljósi á ólíka þætti sem tengjast innflytjendum og geðheilbrigði.


Meðal fyrirlesara er Diane Bass frá Bretlandi, sérfræðingur í áhrifum menningar á viðtalsmeðferð. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra mun setja ráðstefnuna. En Meðal annarra sem halda erindi er fulltrúi innflytjenda, túlkur og heimspekingur.


Dagskrá ráðstefnunnar verður með eftirfarandi hætti:

14:00 Setning og ávarp heilbrigðisráðherra

14.20 Diana Bass: “Where the wild winds blow.” Dianne Bass er sálgreinir frá Bretlandi fjallar um vandamálin sem fylgja því að vera á milli tveggja menningarheima. Byggt á viðtölum hennar við stúdenta í London sem eru að asísku bergi brotnir.

15.15 Toshiki Toma – “Manneskjan undir menningarbylgjum” Toshiki Toma, ræðir um innflytjendur og geðheilbrigði eins og þau blasa við honum sem presti innflytjanda.

15.35 Beregþór G. Böðvarsson – “Viðmótsvakning í margbreytilegum veruleika geðveikinnar.” Bergþór er fulltrúi notenda á Landspítalanum fjallar um viðmót innan heilbrigðiskerfisins.

15.55 Kaffihlé

16.15 Sabine Leskopf – “Túlkurinn í geðheilbrigðiskerfinu – ósýnileg vél eða brú á milli menninga?” Sabine er verkefnastjóri túlkasviðs Alþjóðahúsins, fjallar m.a. um vandamál í tengslum við túlkun geðlæknisviðtala

16.35 Jónína S. Guðmundsdóttir – “Með kveðju að vestan.” Jónína kennari að mennt og notandi geðheilbrigðisjþjónustunnar í erindi sínu fjallar hún um þann menningarmun sem er á milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega með tilliti til innflytjenda.

16.55 Gunnar Hersveinn – “Salómons(for)dómur.” Gunnar er heimspekimenntaður og mun hann fjalla um fordóma í erindi sínu.

17.15 Páll Matthíasson – “Samantekt, lokaorð.” Páll er menntaður geðlæknir og hefur um áraraðir starfað í Lundúnum en er nú starfandi á Landspítala Íslands.


Aðgangseyrir á ráðstefnuna er 1000 kr fyrir almenning en 500 kr fyrir námsmenn og öryrkja. Skráning á ráðstefnuna fer fram á heimasíðu geðhjálpar, www.gedhjalp.is


Minningarathöfn í Hallgrímskirkju og kertafleyting við Tjórnina

Að kvöldi 10 október verður síðan minningarguðsþjónusta um fórnarlömb sjálfsvíga, Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur við athöfnina en að henni lokinni verður gengið fylktu liði niður að Tjörn þar sem kertum verður fleytt.

       - Fréttatilkynning Geðhjálps -

Prejudice and/or paranoia?


“It was the worst experience!” said a young man who came to talk to me the other day. “I have never seen such disrespect. I wouldn’t have been able to stand it if my wife and kids had been with me.” He is from one of the countries that joined the EU a couple years ago. It was the first time that I had met him, and so far he was very polite, friendly, and lively. I asked him what had happened. He said he was in a home electronics shop and was looking at a product he intended to buy. The sales attendant was kind in the beginning, but after this young man mentioned where he was from, the friendly manner evaporated and the sales clerk was no longer willing to answer questions or spend time with the young man. Why? Nobody knows except the sales clerk himself.

One of the privileges of being a pastor is getting to hear peoples’ stories, and it is also my privilege as pastor for the foreign community to be able to talk about prejudice in Iceland. Of course, many different groups of people can be targets of prejudice, but here I am going to talk only about prejudice towards immigrants and foreigners. This Wednesday 10th of October is the International day for the mental health, and it is especially titled “Influence of culture and diversity” here in Iceland this year. So it would be a good occasion to reflect on a little bit about “prejudise and / or paranoia”.

Prejudices manifest themselves in different ways. The kind of prejudice that the young man from the new EU member state experienced is called “hidden” prejudice. Hidden prejudice is expressed in a non-verbal, somewhat indirect way. Examples might be ignoring or failing to greet someone, giving substandard service, or treating someone like a small child. Hidden prejudice is very common in Iceland (probably every single immigrant has experienced it at some time), as well as probably in every other society on the earth. Nevertheless, it is rather hard to point it out or to discuss it in a public forum, unlike the vivid, aggressive, and blatant prejudice expressed in racially discriminative statements or speeches. Why is this?

First of all, hidden prejudice shows up in people’s behavior during routine, everyday encounters. When it happens, we do not usually have our video camera running. So we cannot rewind the scene and examine it later on.

Secondly, it is not so easy, even for us immigrants ourselves, to recognize hidden prejudice as prejudice right away when it happens. This was not prejudice, we think, just some misunderstanding or accident. Let me give an example that really happened to me. I bought a TV set for my children. It was a small one, but still cost some money. After I paid, with my Visa card, the sales clerk literally threw the card back to me, not even saying “gjörðu svo vel.” Afterwards, I asked myself how I should understand this gesture. It seemed to me there were at least four possible answers:
1. The sales clerk does this to every customer. He is just rude. 2. He happened to be in a bad mood. 3. He knew me personally and he didn´t like me. 4. He is prejudiced towards immigrants, at least Asians. Probably the only way to know for sure would be to ask him on the spot. But this is difficult in practice. It is already almost a declaration of war to ask someone such a question: “Excuse me, but did you do that because you are prejudiced against me?” Most of us avoid this kind of conflict as much as we can.

And even if I had asked the sales clerk this question, there is no guarantee that he would have answered honestly. He might say: “What are you talking about?” Others around us often join in a kind of denial that acts of prejudice actually happen. I know that in many cases, when an immigrant complains about experiencing discrimination, people around him say: “I think you must have misunderstood something,” “Oh, no, that couldn’t have happened!” or “ You are too sensitive, don’t be paranoid!”.

So where is the way out? Is there any way to engage the problem of “hidden” prejudice? Or do we have to be just quiet and endure it?
Of course I think we can do something, and we need to do something. Here “we” means both native Icelanders and immigrants. In my view, our main goal should be to develop our sense of what kind of words and attitudes can hurt other peoples’ feelings. This is a much larger project than I have time to describe in this article, so now I would like to return to the experience of those people who are experiencing prejudice. Here are some suggestions for how to react:

1. Let us encourage those who experience prejudice to speak up. As with sexual crimes, silence serves mostly just those who cause hurt. Silence helps neither the victims nor the community.
2. Let us not hesitate to speak about apparent incidents of prejudice just because we cannot prove what was in the other person’s mind. It is important to express feelings of hurt or disrespect even while we allow for the possibility of having misunderstood the situation.
3. Let us not repress or block out our experiences of prejudice in daily life, nor deny automatically that such attitudes exist, nor call those who experience prejudice oversensitive, unless we have truly good reason to doubt what they say.
4. Let us acknowledge that each of us bears prejudices, and that those who carry prejudices may be wealthy, or not; well educated, or not; highly respected, or not.
5. Let us remember that those who are in weaker positions in society find it more difficult to speak up about prejudice than those who are in more powerful positions.
6. If you want to talk about your experience of prejudice but cannot find anybody to listen, please contact me. I am honored to listen to you. I may not be able to act in your case, but I can and do act on the understanding I gain from listening to many people like yourselves.

Dear readers, especially Icelandic readers, I understand it must be tedious to hear somebody talk about prejudice in this country. But those of us who are forced to speak about prejudice also find it difficult and burdensome. I wish that we can just say “Allt í lagi,” smile, and see things improve on their own. But it doesn´t work like that.

I believe that most of us immigrants want to join with native Icelanders to improve our society and our understanding of each other. To do this, we need to talk about our difficulties as well as our successes.

(The original text of his piece was on the Reykjavík Grapevine in March of this year)



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband