Manneskja sem á hvergi heima

Með þessari grein langar mig að vekja athygli lesenda á stöðu konu sem býr hér á landi og lífsvirði hennar. Líf hennar hefur í mörg ár verið eins og í „limbói". Hún hefur verið í vinnu og borgað skatta eins og aðrir sem hér búa undanfarin sjö ár en hins vegar hefur hún ekki aðgang að velferðarkerfinu, ekki einu sinni sjúkratryggingakerfinu. Hún getur hvorki öðlast ökuréttindi né sótt um bankalán, þar sem hún hefur ekki lögheimili hérlendis og borgaraleg réttindi hennar eru mjög takmörkuð.

Hún býr í sama samfélagi og við en hún er ekki með sömu stöðu, hún er ekki með okkur í raun. Hún er í „limbói". Hvað hefur valdið slíkri stöðu?

Á flótta

Ég fékk leyfi frá konunni til að skrifa um mál hennar. Konan heitir Lika Korinteli. Hún er georgísk og fæddist árið 1970 í Abkasíuhéraði í Georgíu. Árið 1989 var íbúafjöldi í Abkasíu um hálf milljón og 48% íbúa voru georgísk, 17% voru abkasísk og um 30% voru rússnesk eða annars lensk.

Frá og með árinu 1989 varð hreyfing sem krafðist sjálfstæðis Abkasíu frá Georgíu öflugri. Georgía varð sjálf að sjálfstæðri þjóð árið 1991 eftir upplausn Sovétríkjanna.

Árið 1992 lýsti Abkasía yfir sjálfstæði sínu en baráttan milli Abkasíu og Georgíu hélt áfram þar til árið 1994. Enn í dag segist Abkasía vera sjálfstæð þjóð á meðan Georgía telur hana hluta af georgísku þjóðinni.

Í ferli stríðsins flúðu margir georgískir íbúar Abkasíu og fóru á öruggari svæði í Georgíu. Stjórn Abkasíu ýtti undir þjóðarhreinsunarstefnu gagnvart þeim íbúum landsins sem ekki voru abkasískir og fleiri en tíu þúsund manns létust á þessu tímabili. SÞ fordæmdi þjóðarhreinsunarstefnuna en afleiðing stríðsins varð sú að íbúum Abkasíu fækkaði um tvö hundruð þúsund frá því sem áður var. Lika var meðal flóttamannanna. Foreldrar hennar voru látnir áður en hún fór á flótta.

Lika var í skjóli í Tbilisi í Georgíu sem flóttamaður og vann í smásöluturni fyrir smápeningum. Hún hélt áfram að lifa sem flóttamaður í um tíu ár en stjórn Georgíu vann ekki vel í málefnum flóttamanna eða gerði þá að venjulegum borgurum.

Allir formlegir pappírar Liku voru á skjalasafni í heimaborg hennar í Abkasíu. Safnið brann í stríðinu árið 1992 og Lika varð pappírslaus en stjórn Georgíu lét henni ekki í té nýja pappíra sem georgískum borgara. Þá ákvað ríkisstjórnin að loka skjólinu og hætta að styðja flóttamennina árið 2004. Það sem flóttamennirnir fengu frá ríkinu var ákveðin peningaupphæð, en hún var of lítil til að byrja nýtt líf. Lika sá ekkert annað í stöðunni en að flýja heimaland sitt, Georgíu. 

Á Íslandi

Lika kom til Íslands árið 2005, í leit að nýrri von, og sótti um leið um hæli. En hælisumsókn hennar var synjað af Útlendingastofnun (ÚTL) eftir hálft ár og dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfesti úrskurð ÚTL hálfu ári síðar.

Í ferli málsmeðferðar komu þær upplýsingar frá yfirvöldum Georgíu að þau gætu ekki borið kennsl á að Lika væri ríkisborgari í Georgíu. Þá sótti Lika um dvalarleyfi af mannúðarástæðum árið 2008 en fékk synjun frá ÚTL árið 2012 og var málinu áfrýjað til innanríkisráðuneytisins og er Lika enn að bíða eftir svari ráðuneytisins.

Lika fékk takmarkað dvalar- og atvinnuleyfi árið 2006 og síðan hefur hún stöðugt verið í vinnu. En eins og ég lýsti í upphafi eru réttindi hennar mjög takmörkuð. Auk þess verður hún að endurnýja leyfið árlega. Sem sé: Líf hennar er enn í algjörri óvissu og það er ekki hægt fyrir hana að byggja upp eigið líf eins og venjuleg manneskja gerir.

Níu ár. Lika er búin að vera á Íslandi í næstum því níu ár. Séu talin með árin sem hún eyddi sem flóttamaður í Georgíu eru það næstum tuttugu ár. Þar sem yfirvöld í Georgíu viðurkenna ekki Liku sem georgískan ríkisborgara er ekki hægt að senda hana til baka, raunar til einskis lands. Hún festist hér á Íslandi og er í rauninni orðin ríkisfangslaus.

Lika getur ekki sýnt fram á þá pappíra sem ÚTL krefst af henni. Þekkt mannréttindasamtök, „Human Rights Watch", benda á erfiðleika georgísks fólks sem bjó áður í Abkasíu við að fá formlega pappíra eins og vegabréf eða fæðingarvottorð. Hvað getur Lika gert í þessum aðstæðum, sem einstaklingur sem er hafnað af eigin föðurlandi?

Ef einhver getur komið einhverri hreyfingu á þetta „limbó" held ég að það væru íslensk yfirvöld og það eigi að vera þau. Mig langar að biðja þau um að sjá heildarmynd máls Liku.

Við vitum um stríðið í Abkasíu og flóttamennina sem streymdu þaðan til Georgíu. Það eru engar efasemdir um að Lika sé frá Abkasíu/Georgíu vegna tungumálskunnáttu og ítarlegra lýsinga um aðstæður þar. Sú staðreynd að hún hefur verið stöðugt í vinnu á Íslandi og ekki valdið neinum vandræðum ætti að vera henni til hagsbóta sem og jákvæðir vitnisburðir fólks sem þekkir hana hérlendis. Hvað vantar meira?

Að mínu mati er það mannréttindabrot að láta manneskju vera í „limbói" yfir svo langan tíma. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld stígi það skref sem bjargar Liku, þar sem hún er fórnarlamb stríðs og ringulreiðar sem fylgdi því.

  


norðurljós



PA150058



sítt hár þitt flæðir í vindinum 
klætt svörtum hjúpi himins

norðurljósin ljóma


 
-,,norðurljós"; TT mars 2010, Myndin tekin í kvöld (14. okt. 2013)-    
 
 


Skýr útskýring óskast

Hefði ég ekki hlustað á sögu hælisleitenda sem voru í staðnum, þá hefði ég líklega haldið að grein á DV varðandi húsaleit af lögreglu í Kópavogi þann 26. september væri bara afbökuð og  ýkt lýsing.

Í fastasvefni þegar sérsveitin braut upp hurðir


Í dag fór ég í heimsókn við hælisteitendur í Reykjanesbæ ásamt tveimur heimsóknarvinum sem voru sjálfboðalið hjá RKÍ.  Við fórum í Fit hostel og hitti um tíu hælisleitendur, en þar á meðal voru fjórir sem höfðu verið í Kópavogi þegar húsaleitin var framkvæmd og ,,handteknir" af lögreglunni.

Og saga sem þeir vitnuðu var alveg eins og fréttir DV hermdu, eða jafnvel verri að mínu mati. Einn þeirra sagði við okkur að lögreglumaður hafði sagt í staðnum: ,,This was a good experience".

Að sjálfsögðu voru þessir hælisleitendur spenntir og enn æstir. ,,Við fengum neina útskýringu þegar við vorum teknir í lögreglustöð. Við fengum neina afsökunarbeiðni."

Er það lögmætt núna að taka mann í lögreglustöð án þess að tilkynna ástæðuna?

Helga Vala lögmaður segir um mannréttindi hælisleitenda í umfjöllun DV og ég er sammála henni. En ég vil segja enn fremur þetta.

Vald lögreglunnar er mjög sterkt fyrir venjulegan einstkling og getur verið jafnvel ,,absolute power". Ef löggan gefur bílnum mínum merki ,,stöðvunar" á götu, þá stöðva ég. Ef löggan kemur í heimili mitt með erindi, mun ég taka á móti henni.

Af því að (ég held að) flestir íbúar á Íslandi heldur að Ísland sé réttarríki og lögreglan hér á skilið trausti íbúanna og virðingu.

En lögreglan tapar trausti sínu með því að haga sér eftir eigin geðþótta, þá mun ,,vald og réttlæti" breytast í bara ,,vald". Augljóst er slíkt ekki eftirsóknarvert.

Lögreglan á að sýna fram skýra útskýringu á málinu fyrir okkur í samfélaginu.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband