Skýr útskýring óskast

Hefði ég ekki hlustað á sögu hælisleitenda sem voru í staðnum, þá hefði ég líklega haldið að grein á DV varðandi húsaleit af lögreglu í Kópavogi þann 26. september væri bara afbökuð og  ýkt lýsing.

Í fastasvefni þegar sérsveitin braut upp hurðir


Í dag fór ég í heimsókn við hælisteitendur í Reykjanesbæ ásamt tveimur heimsóknarvinum sem voru sjálfboðalið hjá RKÍ.  Við fórum í Fit hostel og hitti um tíu hælisleitendur, en þar á meðal voru fjórir sem höfðu verið í Kópavogi þegar húsaleitin var framkvæmd og ,,handteknir" af lögreglunni.

Og saga sem þeir vitnuðu var alveg eins og fréttir DV hermdu, eða jafnvel verri að mínu mati. Einn þeirra sagði við okkur að lögreglumaður hafði sagt í staðnum: ,,This was a good experience".

Að sjálfsögðu voru þessir hælisleitendur spenntir og enn æstir. ,,Við fengum neina útskýringu þegar við vorum teknir í lögreglustöð. Við fengum neina afsökunarbeiðni."

Er það lögmætt núna að taka mann í lögreglustöð án þess að tilkynna ástæðuna?

Helga Vala lögmaður segir um mannréttindi hælisleitenda í umfjöllun DV og ég er sammála henni. En ég vil segja enn fremur þetta.

Vald lögreglunnar er mjög sterkt fyrir venjulegan einstkling og getur verið jafnvel ,,absolute power". Ef löggan gefur bílnum mínum merki ,,stöðvunar" á götu, þá stöðva ég. Ef löggan kemur í heimili mitt með erindi, mun ég taka á móti henni.

Af því að (ég held að) flestir íbúar á Íslandi heldur að Ísland sé réttarríki og lögreglan hér á skilið trausti íbúanna og virðingu.

En lögreglan tapar trausti sínu með því að haga sér eftir eigin geðþótta, þá mun ,,vald og réttlæti" breytast í bara ,,vald". Augljóst er slíkt ekki eftirsóknarvert.

Lögreglan á að sýna fram skýra útskýringu á málinu fyrir okkur í samfélaginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband