16.11.2011 | 11:49
Dagur íslenskrar tungu: Til hamingju!
Til hamingju með daginn, dag íslesnkrar tungu!
Þar sem ég hef talað mikið um íslenskt tungumál fyrir innflytjendur, hef ég fengið oft "óviðeigandi" eða "afbakaða" gagnrýni eins og ég líti niður á íslenskuna eða ég fullyrði að enska skuli taka yfir íslenskuna.
Slíkt er alls ekki satt og mér hefur aldrei duttið slíkt í huga.
Eitt af atriðum sem ég vil halda áfram að segja samt er það: "Maður sem talar fallega íslensku hlýtur að eiga skilið hrós. En það virkar ekki öfugt. Þó að maður geti ekki talað góða íslensku, verða mannkostir hans alls ekki verri". Jafnvel þótt íslenskukunátta innflytjanda nokkurs sé ekki jafn góð og innfæddur Íslendingur þýðir það alls ekki að viðkomandi innflytjenadi á minna virði.
Áhersla á mikilvægi íslenska tunfumálsins má ekki stíga yfir þessa einföldu staðreynd.
Annars finnst mér alltaf gaman að deila einhverju með öðrum á íslensku, en sérstaklega eru íslensk ljóð heillandi!
Þessi farlama orð
eru fjötruð við tungu mína, sálu
og spor mín á jörðu
Þessi fjörugu orð
opna mér heim þúsund skálda
og laða mig að paradís
Orð mín, farlama og fjörug,
eru himnagjöf
-"Orð" TT; júní 2004-
8.11.2011 | 12:34
Gegn einelti
Í dag er "Dagur gegn einelti" og við erum skoruð á að hringja bjöllu í kirkju, skóla eða heimili kl.13:00 til þess að vekja athygli á eineltismálum.
Einelti er alvarleg mál og við þurfum að fylgjast málum vel. Málin sjást víða í heiminum t.d. í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörk, Japan o.fl. Í Japan, heimalandi mínu, voru 84.648 tilfelli eineltis skráð formlega á árinu 2007. Fornarlömb voru 6 ára til 18 ára í aldri.
Þessar tölur sýna okkur að 7,1 börn/unglingar í hverjum 1.000 mæta einelti. Engu að síður var fjöldi tilfella sem skólar höfðu viðurkennt sem einelti aðeins 40% af heildinni, enda 136 börn eða unglingar kusu að drepa sjálf. Mjög sorglegar tölur.
Mér skilst að flest okkar séum á móti einelti og sammála því að vinna til að stöðva einelti og losna við það frá samfélagi okkar. Við teljum að við séum gegn einelti.
En er það satt í alvöru? Ef við erum öllu á móti einelti, hvar eru þá gerendur eineltis? Erum við saklaus í málum eineltis og tökum aldrei þátt í einelti?
"Þátttekendur í einelti eru ekki aðeins að virkilegir gerendur, heldur einnig áhorfendur þess" segir fólk sem þekkir málið sameiginlega.
Ég held að við þurfum að fara yfir okkur sjálf fyrst og fremst.
7.11.2011 | 11:58
Er fjölmenning málefni fyrir konur?
Ég tók þátt í ráðstefnu "Brjótum múra" sem var haldin á föstudaginn og laugardaginn sl. Rauði krossinn Akranessdeildar og Akraneskaupastaður héldu ráðstefnuna og hún var um fjölmenningu á Íslandi og innflytjendamál.
Ráðstefnan var mjög skemmtileg en fyrir utan innihaldið sjálft og umræðuna varð ég forvitinn um eitt atriði. Eftir því sem ég taldi gróft, voru meira en 80 prósent þátttekendanna konur.
Satt að segja, tók ég þetta fyrirbæri fyrir næstum tíu árum og skrifaði stutta grein um málið til að spyrja hvort málefni fjölmenningar og innflytjenda þættir kvennamál.
En síðan kom tímabil þegar mikil aukning innflytjenda eftir árið 2005 og hún olli einnig aukningu starfa sem tengdu við málefnið. Og þá héld ég að kynjaójafnvægi kringum áhugafólk um fjölmenningar-og innflytjendamál hefði jafnast aðeins út.
En var staðan komin í sömu aðstæður aftur eftir kreppurnar? Ef það er það, hvers vegna? Ágiskan sem mér hefur dottið í hug er sú að maður getur ekki grætt á þessari málsgrein mikið. Sem sé, getur þetta málefni ekki verið mikið viðskiptatækifæri. Málefnið er í eðli sínu velferðarmál og því kallar það ekki virkan áhuga karlmanna yfirleitt.
Að sjálfsögðu er þetta bara ágiskan mín, en ekki niðurstaða könnunar eða eitthvað slíkt. En er það fleiri túlkun á þessari fyrirbæri eða útskýring?
Það verður önnur ráðstefna um "integration" innflytjenda hjá HÍ 14. - 15. nóvember. Ég er forvitinn hvernig kynjajafnvægi verður þar!
6.11.2011 | 10:37
Hjörtu úr gulli
Landsmót Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar sem var haldið um helgina 28. október til 30. tókst rosalega vel með 500 unglingum. Landsmótið var með yfirskriftinaHjörtu úr gulli", en hvaðan komu þessi orð?
Á mótinu var Japan mikið í fókus. Unglingar tóku þátt í ýmsum hópastarfum sem tengd voru japanskri menningu eins og t.d.Sushi",Manga(teiknamyndum)" eðaJapanskri tísku". Markmiðið var söfnun fyrir japönskum börnum sem eiga í erfiðleikum vegna jarðskjálftanna og flóðbylgnanna í mars sl. en unga fólkið safnaði dósum og kallaði eftir samskotum í bænum.
1.120 börn yngri 20 ára misstu annað foreldri eða bæði, og helmingur þeirra eru 7 til 15 ára í aldri. Mikið fleiri þjást af áfallastreituröskun. Tvennt blasir við í aðstæðum barna í hamfarasvæðunum: í fyrsta lagi börnin vantar mannleg samskipti til að komast yfir slæma reynslu sína. Og í öðru lagi vantar það búnað í skóla og skóladót til að skólalíf barna falli í eðlilegt horf.
Mörg samtök í Japan veita aðstoð til hamfarasvæðanna að sjálfsögðu, en þörfin er mikil. Eitt þeirra samtaka heitaHjörtu úr gulli" og þau hjálpa börnum einmitt í ofangreindum atriðum. Peningar sem unglingar í ÆSKÞ safna eiga að fara til Nobiru-grunnskólanns, sem er í miðju hamfarasvæðanna, gegnum hjálpasamtökinHjörtu úr gulli".
Ég tók þátt í hluta landsmótsins ásamt nokkrum samlöndum mínum. Ég var hissa, satt að segja, í fræðslustund í byrjun um hvers vegna við hjálpum öðrum í neyð, þar sem allir hlustuðu á fyrirlesarann virkilega vel án þess að spjalla sín á milli eða vera með læti. Og síðan í frjálsri stund urðu þeir aftur kraftmiklir unglingar með brosandi andlit.
Það er hluti af því að vera almennileg manneskja að hugsa til fólks í neyð. Engu að síður gleymist þetta oft í hversdagslífi okkar, eða það er hunsað virkilega. Því finnst mér stórkostlegt að unglingar í ÆSKÞ sýndu frumkvæði í að taka söfnun til barna í Japan að sér og fræðast um málið.
Ég vona að söfnunin verði tækifæri líka til að móta mannleg samskipti milli unglinga á Íslandi og japanskra barna og eftir mótið þróist þau þannig að japönsk börn komi í heimsókn til Íslands og öfugt.
Sem japanskur einstaklingur hérlendis langar mig að þakka ÆSKÞ og unglingunum fyrir hlýju hugmyndina þeirra og framtakið. Þeir verða leiðtogar íslensku þjóðarinnar í framtíðinni. Ég óska innilega þess að þeir verði leiðtogar meðhjörtu úr gulli". Þá verður framtíð Ísland björt.
-Fyrst birt í Mbl. 5. nóv. 2011-
3.11.2011 | 20:02
ÁFRAM AMAL!
![]() |
Fyrst erlendra kvenna á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |