7.4.2009 | 10:34
Var rekin vegna þjóðernis
Mér sýnist þetta sé algjörleg mismunun eftir þjóðerni, sem er bannað í helstum mannréttindasáttamálum eins og t.d. hjá SÞ. eða ESB.
Ég er ekki viss hvort þetta sé rétt orðatiltæki á íslensku eða ekki, en Réttindi hvílar ekki á þeim sem sofa". Svo ég óska Sigrúnu sterkrar barráttuorku og stuðnings frá sem flesti.
![]() |
Var rekin vegna þjóðernis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 00:27
Baseball is on !!
Baseball is on !!
Æ, we Yankees lost the first game of the season, by 5-10 against Baltimore Orioles. Yes, it is a long season yet. Never mind.

I am very happy that our Hideki Matsui, who is replacing A-Rod at the 4th batters position while A-Rod is on the injury list, made a home-run in this game!!
Its sad that Giambi is no longer with us. But I love this time of the year. Every team, every player has hope and expectation yet. That is the play-field on April!
I wish good luck for the season to all the ball players.
But still, of course, the Yankees would win the season at last!

2.4.2009 | 11:57
Langdregin óvissustaða er mannréttindabrot
Mig langar að vekja athygli á málefnum hóps sem á undir högg að sækja á Íslandi; hælisleitendum. Málsmeðferð hælisumsóknar hérlendis er löng og það getur tekið allt að fjórum árum að komast að niðurstöðu. Í þessu samhengi er rétt að benda á nokkur atriði sem þarfnast frekari umræðu í þjóðfélaginu og úrbóta, t.d.:
1. Réttmæti synjunar um hæli út frá alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins.
2. Lengd biðtíma hjá umsækjanda og lífskjör á þeim tíma.
3. Staða umsækjenda sem fá endanlega synjun um hæli en eiga hvergi athvarf.
Það er einkum þriðja atriðið sem ég vil fjalla um hér. Hælisumsókn er fyrst unnin hjá Útlendingarstofnun en ef úrskurður er neikvæður þá má áfrýja honum ti dómsmálaráðuneytis. Ef ráðuneytið staðfestir synjunarúrskurðinn þá það endanleg niðurstaða. Í synjunar stendur undantekningarlaust að viðkomandi verði vísað úr landi hið fyrsta. Umsækjandi hefur rétt að kæra synjun til dómstóla en aðeins form hans og málshöfðun stöðvar ekki framkvæmd brottvísunar samkvæmt 33. gr. laga um útlendinga.
Engu að síður getur framkvæmd brottvísunar frestast um ótiltekinn tíma. Hvers vegna? Helstu ástæður þess eru t.d.:
A) Hætta á ofsóknum eða pyndingum er til staðar í heimalandi umsækjanda (þó að hann uppfylli ekki kröfur til þess að fá stöðu sína sem flóttamaður viðurkennda).
B) Ekki er hægt að sýna fram á hvaðan umsækjandi kemur eða mögulegt heimaland umsækjanda afneitar honum sem ríkisborgara og neitar að taka við honum.
C) Sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða mannúðarsjónarmið mæla með því að brottvísun sé frestað.
Á Íslandi eru sex, sjö hælisleitendur núna sem hafa eytt meira en þremur árum í biðstöðu eftir að hafa fengið synjun um hæli. Það er áhyggjuefni að þeir höfðu þegar verið í biðstöðu í tvö til þrjú ár áður en þeir fengu endanlega synjun. Þannig hafa þeir búið við stanslausa óvissu í u.þ.b. fögur til sex ár.
Um er að ræða hælisleitendur sem fengið hafa endanlega synjun um hæli frá íslenskum stjórnvöldum en brottvísun hefur enn ekki verið framkvæmd af einhverri ástæðu. Mál nokkurra eru ennþá fyrir dómstólum en önnur ekki. Fólk fær bráðabirgðadvalarleyfi, sem skal endurnýja á sex mánaða fresti og myndar ekki grundvöll fyrir búsetuleyfi í framtíðinni.
Ef fólkinu tekst að útvega sér atvinnu á það kost á að sækja um atvinnuleyfi. Núna þegar atvinnuástand er slæmt þá er það fyrirsjáanlegt að vinnuveitandi vilji ráða fólk sem hefur fasta búsetu hérlendis frekar en einhvern sem á það á hættu að vera sendur úr landi fyrirvaralaust, hvenær sem er.
Takist fólki að fá vinnu þarf það að finna leiguíbúð og fóta sig í íslensku samfélagi. Þetta er talið sjálfsagt mál og ég er að mörgu leiti sammála. En við megum ekki gleyma því að viðkomandi lifir í stöðugum ótta við brottvísun og hefur ekki tækifæri til að gera nokkrar áætlanir um framtíðina. Hvernig myndi manni líða í þessum sporum í þrjú til fjögur ár án þessa vita nokkuð hvað yrði um mann eða hvort eða hvenær maður yrði sendur til baka til lands þar sem maður óttaðist jafnvel um líf sitt? Maður gæti ekki hafið sparnað fyrir ellina og maður myndi hika við að gifta sig og stofna fjölskyldu.
Öll glímum við óvissu og erfiðleika einhvern tímann í lífinu og þá verðum við að sýna styrk. En það eru takmörk fyrir því fólk þolir; sérstaklega þegar erfiðleikarnir og andlega þjáningin er ekki afleiðing óviðráðanlegra náttúruafla heldur löggjafar og stjórnsýslu lýðræðisþjóðar. Við verðum að gera meiri kröfur til okkar og hugsa betur um þá sem minna mega sín; það er mannréttindabrot að gera fólki að búa aðgerðalaust milli vonar og ótta árum saman. Viljum við í raun og veru að á Íslandi búi fólk án réttinda?
Ég fékk tækifæri til að heimsækja flóttamannabúðir í Sandholm í Danmörk í vor en þarna voru rúmlega tuttugu Írakar sem höfðu beðið í óvissu árum saman, jafnvel í sjö, átta ár. Hérlendis er viðkvæðið oft: ,,Já, sjáðu þá í Danmörku. Þriggja eða fjögurra ára bið á Íslandi er ekki neitt! Eigum við að hugsa svona? Ef nágrannaþjóð býr illa að hælisleitendum og verndar ekki rétt þeirra eigum við þá að hegða okkur eins? Það samræmist vart sjálfsmynd okkar um fullvalda þjóð sem virðir mannréttindi!
Loks langar mig til að minna á að á meðal okkar lifir fólk sem býr við þessar aðstæður; fólk sem óttast á hverjum degi að vera sent fyrirvaralaust úr landi - fólk sem vill aðlagast íslensku samfélagi en fær ekki tækifæri til þess. Krefjumst breytinga til að þessi litli hópur fólks fái tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi og taka virkan þátt í íslensku samfélagi.
(Birtist fyrst í Mbl. 2. mars sl. og síðan í Smugan.is/Smugunni.is)
1.4.2009 | 17:18
Hjónavígslur samkynhneigðra leyfðar í Svíþjóð
Þýðir þetta að samkynhneigðarfólk getur gengið í hjónaband en ekki í staðfest samvist? Nefnilega hefa samkynhneigðar hjón fengið alveg sama viðurkenningu og gagnkynhneigðarhjón? Eða er þetta ennþá another kind of marriage?
Mér finnst þetta ágætar fréttir ef Svíar eru búnir að stíga skref í ein hjúskaparlög.

![]() |
Hjónavígslur samkynhneigðra leyfðar í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2009 | 10:51
Framtíðarsýn felur í sér innflytjendur!
Útlendingar sem störfuðu hér á landi en var ekki bundiðt.d. með fasteignir, fór úr landi fljótlega eftir að kreppunnar varð vart. Ég er ekki með nákvæmar tölur svo virðist sem fjöldinn sem fór hafi verið nokkur þúsund. Samkvæmt fréttagreiningu Fréttablaðsins 9. mars (2.bls.) gerir áætlun Vinnumálastofnunar ráð fyrir ap um mitt ár hafi erlendu vinnuafli fækkað um helming milli ára.
Í fréttum er yfirleitt fjallað um innflytjendur eins og þeir væru einsleitur hópur en í raun erum við innflytjendur mjög mismunandi, bæði hvað varðar réttarstöðu á Íslandi og hvernig við tengjumst landinu. Mér virðist það bara eðlilegt að fólk af erlendubergi brotið sem ekki var bundið við Ísland nema í vinnu hafi kosið að leita nýrra tækifæra á öðrum stöðum í Evrópu. Það er hins vegar ekki valkostur fyrir alla innflytjendur.
Þegar fólk af erlendu bergi brotið kom hingað til Íslands bjóst það ekki frekar en Íslendingar við slíkri kreppu sem við stöndum frammi fyrir. Hún var ekki inn í áætlun þeirra. Margir voru því búnir eða á leið að festar rætur sínar á Íslandi og búnir að eignast eignir eins og íbúðir eða bíla. Eins og allir vita er ekki auðvelt að losa slíkar eignir í árferði sem þessu og því hefur hið erlenda fólk, ekki frekar en margir Íslendingar, tækifæri til þess að flytjast búferlum á þessum erfiðu tímum og er því fast hér. Einnig er það fólk eins og flóttamenn eða hælisleitendur sem hafa engan annan stað að snúa til baka.
Ekki má heldur gleyma því að talsverður fjöldi innflytjenda er þegar orðinn íslenskur eða þá að þeir hafa persónuleg tengsl við landið þar sem maki þeirra eða kærasti/a er íslenskur og þar með oft börn. Þeir myndu fremur að vera á Íslandi og taka þátt í endurbyggingu þjóðarinnar.
Þeim hópi tilheyri t.d. ég sjájfur. Foreldrar mínir og ættingjar í Japan spyrja mig ofthvort ég vilji ekki snúa aftur til Japans. Þau eru bara að sýna mér umhyggju en satt að segja brá mér fyrst. Líf mitt á Íslandi er hluti af ævi minni og ég ætla ekki að skipta um búsetu mína svo auðveldlega vegna þess að öldur hafsins virðast óyfirstíganlegar. Fyrir mig snertir þetta einnig virðuleika manns. Og ég vil fullyrða að mörgum innflytjendum líður eins og mér.
Nú er kosningarbarrátta hafin. Áætlanir um endurreisn þjóðarinnar og stefnur um framtíðarsýn munu vera rædd fram að kosningunum og síðan mun hin mikla enduruppbygging hefjast í alvöru. Það sem ég óska eftir er að hver stjórnmálaflokkur hafi tilvist okkar innflytjenda í huga í kosningastefnu sinni, þar sem við erum hluti af íslensku þjóðinni og viljum taka virkan þátt í enduruppbyggingunni.
Málefni innflytjenda ætti að vera sem víðast, helst í sérhverri stefnugrein, eins og menntamál, heilbrigðismál eða atvinnumál, fremur en að móta sérstaka innflytjendastefnu utan annarra mála. Þegar við ræðum framtíð þjóðarinnar, eigum við ekki þá hafa framför í hugsjón okkar?
(birtist í Smugan.is/Smugunni.is fyrst, og í Mbl. í dag)