Var rekin vegna þjóðernis


Mér sýnist þetta sé algjörleg mismunun eftir þjóðerni, sem er bannað í helstum mannréttindasáttamálum eins og t.d. hjá SÞ. eða ESB.

Ég er ekki viss hvort þetta sé rétt orðatiltæki á íslensku eða ekki, en “ Réttindi hvílar ekki á þeim sem sofa". Svo ég óska Sigrúnu sterkrar barráttuorku og stuðnings frá sem flesti.

 

 


mbl.is Var rekin vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé örugglega önnur hlið á þessu máli sem er ekki að koma fram hérna.

Mér var persónulega neitað um vinnu fyrir c.a. 10 árum vegna míns þjóðernis, það tengdist líka öryggismálum eins og þetta dæmi. 

Ég einfaldlega skildi það og hélt áfram með líf mitt.

Fransman (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 10:56

2 identicon

“Réttindi hvíla[-r] ekki á þeim er[-sem] sofa"?

"Réttindi hvíla ekki á þeim er sofa," hefði amma mín sagt það, hefði ég heyrt þetta úr hennar munni - geri ég ráð fyrir. Hvort notað er "sem" eða "er" þarna, skiptir í raun engu máli málfræðilega (svo ég viti), nema ef til að vísa til tímabils uppruna málsháttarins. Ég þekki hann ekki sjálfur, svo ég get aðeins gefið þér mínar ábendingar og ágiskanir, kæri Toshiki Toma.

Skorrdal (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:10

3 identicon

Það er leiðinlegt ef þetta er rétt. Mér finnst að við ættum að neita að borga skuldir bankanna og byggja gróðurhús og rækta jurtir og mat fyrir heimsbyggðina. Frekar en að selja auðlindirnar undir álver og því um líkt.

Svo gætum við þjóðnýtt álverin og hent Alcoa úr landi, mér líst ekkert á þessi erlendu stórfyrirtæki. Kárahnjúkavirkjun ætti að geta séð okkur fyrir nóg af rafmagni fyrir gróðurhúsin, næstu árin.

Einnig finnst mér að við ættum að selja jurtir á borð við Kannabis til útlanda og fleiri jurtir sem ég kann ekki skil á sem eru ólöglegar af svipuðum ástæðum(viðskiptahagsmunum), það kostar lítið að framleiða slíkar jurtir en fólk kaupir kannabisblómin til dæmis á háu verði í löndum þar sem jurtin er ólöglegleg. Við gætum líka notað hampinn og búið til pappír og föt, við yrðum nokkuð sjálfbær myndi ég segja með þessu móti og þetta myndi skapa mikla atvinnu.

Matthías (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:57

4 identicon

Ég man eftir úlfúð í garð breta þegar þorskastríðið stóð yfir. Man eftir að fyrirtæki vildi stofna til viðskipta við íslensk en fékk neitun vegna þess að það var breskt. Bresk hljómsveit kom og spilaði víða um landið. Hún var rökkuð niður af gagnrýnendum og fólk sem ég ræddi við talaði mikið um hvað hún væri léleg (af því að hún var bresk) Sjálfum fannst mér hún góð.

Ef einhverjir gera eitthvað slæmt, þá á óvildin að beinast gegn gerendunum sjálfum, ekki blásaklausu fólki sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera fætt í umræddu landi.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 15:08

5 Smámynd: Toshiki Toma

Kæru bloggvinir, takk fyrir athugasemdirnar.
Mér finnst það sem er að ræða hér vera tiltekinn vinnuveitandi (og viðskiptavininur), en ekki almenningur í Bretalandi. Kona missti af vinnu sinni vegna þess hún var íslensk. Þetta er hrein mismunun. þó að viðskiptavinir nokkrir segist vilja ekki halda í viðskiptum við Íslendinga vegna slæmrar einkareynslu sinnar, ætti vinnuveitandi ekki að svara eins og: "en hún er almennilegur starfsmaður hér og ég má ekki mismuna henni úti af persónulegri tilfinningu þinni og svona eru lögin okkar".?
Þá mun vinnuveitandin tapa viðskiptavinum sínum? Það gæti gerst. En við getum ekki verndað lög og reglur sem byggjast á mannrétttindahugtaki ef við gerum aðeins það sem hentar okkur í aðstæðum.   

Toshiki Toma, 7.4.2009 kl. 16:20

6 identicon

Hún Sigrún er sjálf bölvaður rasisti.

http://sigge.blog.is/blog/sigge/entry/688017/

Karl Magnús (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 17:09

7 identicon

Ég er ekki sammála þessu Karl Magnús. Sigrún er aðeins að tala um erlenda afbrotamenn, ekki fólk af öðrum kynþáttum.

Við höfum nokkur dæmi um það að íslendingar hafa reynt að gerast ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum en verið gripnir og reknir heim með skömm. Engum hefur dottið í hug að verja þá eða vorkenna. Ég hef líka heirt að maður, sem ég þekki og bjó erlendis í 30 ár, hafi verið sviptur ríkisborgararétti þar og sendur til Íslands eftir að hafa verið gripinn við tilraun til eyturlyfjasmygls.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 19:26

8 Smámynd: Toshiki Toma

ÞÓ AÐ Sigrún SÉ með "rasista" hugmynd, er það ekki mismun að reka hana vegna þjóðernis? Mér finnst það vera sjálfstætt annað mál. 

Toshiki Toma, 7.4.2009 kl. 20:09

9 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þakka þér Karl Magnús fyrir að benda okkur á þessar afleitu skoðanir Sigrúnar. Hitt er þó annað mál að við megum aldrei fara niður á stig rasista og koma fram eins og þeir hvort sem er í tilfelli Sigrúnar eða annara.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.4.2009 kl. 20:27

10 Smámynd: TARA

Ekki gott mál ef satt reynist...en við vitum ekki alla söguna.

TARA, 7.4.2009 kl. 22:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband