Innflytjendur og íslensk tunga

Þegar rætt er um málefni innflytjenda á Íslandi er mikilvægi íslenskunnar jafnan ofarlega á blaði. Tungumálið er grundvallarverkfæri fyrir samskipti yfirleitt og auk þess er íslenskan kjarni íslenskrar menningar og hefðar. Það er því skiljanlegt að áhersla er lögð á mikilvægi þess að innflytjendur læra íslenskuna fljótt og vel.

Til þess er það afar nauðsynlegt, að þegar mörkuð er stefna í málefnum innflytjenda á Íslandi, að það ríki skilningur á mikilvægi þess að við innflytjendur fáum tækifæri til náms í íslensku og einnig að við notum það tækifæri. Slíkt er eftirsóknarverð stefna.

Hins vegar er það líka mikilvægt að horfa á raunverulega stöðu innflytjenda í samfélaginu. Hver sem rökin eru fyrir mikilvægi íslensku fyrir innflytjendur, þá snýr þetta alltaf að þeim sjálfum og það eru á endanum alltaf einhverjir sem ekki geta lært íslenskuna nógu vel af einhverri ástæðu. Viðkomandi getur verið orðinn mjög fullorðinn og átt erfitt með að læra nýtt tungumál, einstæð móðir með lítil börn, haft einhvern námserfiðleika, unnið langan vinnudag osfrv.

Og hvernig er þá litið á þá ef ekki er tekið tillit til ólíkra einstaklinga, heldur aðeins horft á málefnið út frá þeirri kröfu að allir verði að kunna íslensku? Mér sýnist það sé dulin tilhneiging enn til staðar í samfélaginu að álíta innflytjanda sem kann ekki íslensku eins og hann sé ekki„ góður innflytjandi" eða jafnvel„ samfélagslegt álag".

Það er ekki gott ef innflytjandi sem vill ekki læra íslensku, þó að hann hafi til þess alla möguleika, kvartar síðan yfir samskiptaerfiðleikum í landinu. En sú staðreynd að innflytjandi getur ekki talað íslenskuna þýðir alls ekki sjálfkrafa að hann nenni ekki að læra hana. Auk þess er raunin sú að margir innflytjendur sem ekki kunna íslensku vel, leggja þó mikið af mörkum inn í íslenskt samfélag.

Ef ég skoða aðeins í kringum mig þá starfa margir sem leiðsögumenn og taka á móti hundruðum ferðamönnum frá heimalandi sínu, aðrir starfa sem tungumálskennarar í skólum og margir Íslendingar njóta þjónustu þeirra. Einnig er oft bent á það, í umræðunni um vinnumarkaðinn almennt, að innflytjendur sinna þar störfum sem Íslendingar kæra sig ekki um.

Þannig er það mikil þröngsýni að telja einhvern vera„ samfélagslegt álag" ef viðmiðið er aðeins kunnátta viðkomandi á íslenskunni. Þó að það séu meiri líkur á samskiptaerfiðleikum ef maður skilur ekki íslenskuna, þá getur maður samt sem áður auðgað samfélagið með margvíslegum hætti.

Ég er ekki að halda því fram að innflytjendur þurfi ekki að læra íslensku. Þvert á móti er ég fyllilega sammála því að leggja þurfi mikla áherslu á mikilvægi íslenskunnar fyrir alla innflytjendur. En samt má það ekki verða að viðmiði til að meta mannlegt og samfélagslegt virði manneskjunnar, hvort viðkomandi sé með nægilega þekkingu á íslensku eða ekki. Ég hef sagt þetta mörgum sinnum á undanförnum árum og ætla að halda áfram að endurtaka þetta, svo lengi sem umræðan verður um innflytjendur og íslenska tungu.

-Fyrst birt á Mbl. 10. maí- 



Stjórnvöld stofni úrskurðarnefnd hælisleitenda

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag, segir Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmanneskja innanríkisráðherra, frá möguleika á að stofna sérstök úrskurðarnefnd hælisleitenda. Halla er formaður nefndar í ráðuneytinu um málefni útlendinga utan EES, og nefndin var að skoða löggjöf um málefni útlendinga þ.á.m. mál um hælisleitendur í vetur.

Mér finnst að stofna sjálfstæða úrskurðarnefnd um hælisleitendur, sem sé að tryggja úrskurð sem er óháð vilja dómsmálayfirvalds (Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytis) vera rétt átt til að stefna, og því fagna ég þessum ummælum Höllu.

En nánara um hvernig endurskipulagning um hælismál verður og hvernig úrskurðarnefndin virkar þar er í óljósi í þessu stígi. Því þarf að fylgjast með málinu.  

 


Muldur gamals innflytjanda

Í vor eru 20 ár liðin frá því að ég flutti hingað til Íslands. Það virðist fara eftir manni sjálfum hvort maður geti aðlagast nýju landi fljótt eða það taki langan tíma. Ég veit ekki sjálfur hversu vel ég er búinn að aðlagast að íslensku lífi. T.d. á ég ekki í svo alvarlegum erfiðleikum með að skrifa íslensku eða lesa, þvert á móti, en ég er ennþá mjög lélegur í að tala á íslensku. Satt að segja á ég ekki lengur von á því að tala prýðilega íslensku frjálslega.

Það er oft bent á, þegar rætt er um líf innflytjenda á Íslandi, að innflytjendur móti lítinn heim með samlöndum sínum og blandist ekki með Íslendingum. Að þessu leyti held ég að það hafi gengið vel hjá mér. Frá um árinu 2000, eftir að ég hafði náð tökum á tungumálinu, hafði ég orðið meiri samskipti við Íslendinga en samlanda mína. Mig langaði að ganga í „íslenska samfélagið". Ég hafði gott samstarfsfólk t.d. í Alþjóðahúsi og á Mannréttindaskrifstofu Íslands, og um leið var það góðir vinir einnig í einkalífi mínu.

Engu að síður er ég búinn að uppgötva nýlega að ég eyði mikið meiri tíma með Japönum en Íslendingum núna, ef marka má frítíma minn. Íslenskir vinir voru horfnir á meðan ég var óvitandi um það og skyndilega sit ég í miðju „Little Tokyo"! Að sjálfsögðu er þar ákveðin ástæða á baki, eins og jarðskjálftinn í fyrra í Japan og ýmis starfsemi vegna hans, fyrir hvers vegna ég hef verið mikið með Japönum þessa daga.

En það er ekki allt. Sannleikurinn er sá að mér finnst þægilegt að vera með öðrum Japönum. Auðvitað er þar ekket tungumálsvesen og við eigum sameiginlegan grunn sem samlandar. Auk þessa meta Japanir aldursmun mikið og yngra fólk sýnir virðingu fyrir sér eldri. Flestir Japanir hérlendis eru talsvert yngri en ég og ég er nátturlega eins konar „Gamli góði" með lengri reynslu og meiri þekkingu en aðrir Japanir. Jú, manni liður vel í slíkum aðstæðum.

Menn segja að freistni djöfuls sé sætt. En gildra lífsins hlýtur að vera skreytt með þægindum. „やばい! Yabai!" (Hættulegt!) Ég á ekki að sitja í slíkum þægindum lengi. Geri ég það, verð ég búinn. Líklega gildir þetta um ykkur líka sem eruð ekki innflytjendur. Þegar við vorum ung völdum við harðari leið til að fara fremur en auðveldari, af því að við vissum að við næðum ekki til drauma okkar ef við myndum kjósa auðveldari leið. En hvað um þegar við erum búin að fá lítinn bita draumsins og smakka nokkur þægindi? Ómeðvitað gætum við byrjað að kjósa auðveldari leið. En þá dveljum við líklegast á sama stað og förum ekki áfram lengur.

Fyrir 20 árum flutti ég til Íslands til að lifa lífi mínu að fullu hér, en ekki til að fela mig í litlu Japan á Íslandi. Nú er tími kominn fyrir mig að kveðja „Little Tokyo" og reyna að fara aftur í íslenska samfélagið. Að sjálfsögðu ætla ég ekki að forðast samlanda mína. Þeir eiga jú að vera mikilvægur hluti af „íslenska lífi" mínu.

Mér finnst aðlögun ekki vera auðvelt verkefni. Og raunar varðar aðlögun ekki einungis fyrirhöfn mína, heldur líka móttöku Íslendinga í kringum mig. Kæru Íslendingar, viljið þið vera svo væn að verða að vínum mínum?

  


Tölum saman!

Um 60 innflytjendur mættu á samkomuna ,,Tölum saman" sem var haldin af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Fjölmenningarráði 28. apríl sl.
Þetta var eins konar undirbúningssamkoma fyrir Fjölmenningarþing í haust, sem verður mikið stærri samkoma innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. 

Mikið var rætt á þessari samkomu um hvers konar mál innflytjendur og borgin skyldu tala saman. Skipulagningu kosninga til að kjósa fulltrúa innflytjenda, atvinnumál, dvalarleyfi, fordóma... ýmis konar mál voru tilnefnd, þótt það væri ekki hægt að kafa djúpt í málefnin.

Það sem vakti athygli mína var hins vegar hversu mikið þátttakendur voru líflegir í umræðum og hve mikið þeir höfðu að segja. Þeir voru virkilega að njóta þess að halda umræðu með öðrum.

Við innflytjendur viljum ekki einungis tala um úrræði vandamála sem við mætum hérlendis, eða leita svara við spurningum. Að hitta aðra og tala saman er eftirsóknarvert í sjálfu sér og það hjálpar okkur mikið. En það gleymist oft hjá þjónustuveitendum til innflytjenda.

Ég hef sjálfur slæma minningu á það. Fyrir 10 árum talaði ég sem prestur við nýskilda konu frá Afríku. Hjónaskilnaður var (og er) oft orsök áhyggja hjá innflytjendum af því hvort þeir geti dvalið hér áfram eða ekki. Því spurði ég konuna nokkur atriði um þau mál. Konan reyndist vera í  góðu lagi og ég hélt að málinu væri lokið. En það var rangt hjá mér. Konan var fyrst og fremst döpur vegna skilnaðarins og vildi þess vegna tala.

Ég fagna því að borgin reyni að skapa fleira tækifæri fyrir samtal við okkur innflytjendur. Ég vona að fleiri sveitafélög, fyrirtæki og félagasamtök geri hið sama á næstunni.

-Fyrst birt í FrB 3. maí 2012- 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband