Tökum á móti lífi sínu, því sem Guð býður upp okkur!


Það sem ég vil benda á er að taka á móti lífi sínu, því sem Guð býður upp okkur og njóta virði lífsins sem fylgir í þessu tilboði Guðs. Það er að njóta lífsins í dag, jafnt sem á næstu daga þangað til við verðum flutt til annars ríkis, og einnig að njóta virði lífsins sem falið er í því. Virði lífsins er ekki allt sjálfsgefið. Stundum, eða alltaf, þurfum við að hafa fyrir því að finna það. Gott tónlistafólk, áberandi íþóttamaður eða hver sem er, verður manneskja að vinna að því að nýta hæfileika sína til hins ýtrasta og njóta þannig virðis lífs síns eins og hægt er. .....
   
Halda áfram að lesa hér:



Lind á himninum


Horfi ég á heiminn
í skæru sólskini
Mæður, bros og barnavagnar
Heimurinn er blessaður

Sprettur hamingja
úr hjörtum jarðarbarna?
Eða drýpur hún niður
úr lind á himninum?

Þetta stutta og einfalda ljóð bjó ég til fyrir nokkrum árum: Í góðu veðri, með sumarsólinni,byrjar fólk að brosa og koma út úr húsum sínum, allir líta út fyrir að verahamingjusamir.

Á þeim tíma þegar ég skrifaði niður uppkastið, var eldur íbænum og faðir samstarfskonu minnar hafði lenst í honum og brennst mikið. Hann þurftiað dvelja í gjörgæslu margar vikur eftir slysið. Samstarfskona mín var lenginiðurdregin og með mikla áhyggju að sjálfsögðu. .....

Halda áfram að lesa hér: http://tru.is/pistlar/2011/6/lind-a-himninum


Í dag er alþjóðaflóttamannadagur


Jeg flyver
Jeg har en vinge
og jeg er en fugl
Men jeg har kun én vinge
Jeg har en far og mor
Jeg er klar til at flyve
Så flyver jeg
sammen med min far og mor

Jeg flyver og flyver
Så ser jeg fugle
der er fanget i en snor
Så vill jeg befri dem
De kalder på mig
Hælp hælp
Så går jeg ned
og hjælper dem


-"Jeg flyver": Stewart 10 år asylbarn fra Irak i DK 2008 - 
  



Hvað er satt viðmið fyrir okkur kristið fólk?


Gleðilega þjóðhátíð, og til hamingju, Ísland!

Ég held þessi greinargerð eftir sr. Örn Bárði eigi skiliðað lesa.

Biskupinn sagði í fréttunum um daginn: "Kirkjan ersamfélag lærisveinanna".     -Amen. 

En einmitt þess vegna þurfum við að gera málið skýrt semhægt er, hvaða ávirðing eða galli var til, og hver ber ábyrgð á því, hvernigmenn skulu tjá iðrun sína og afsökunarbeiðni til kvennanna og einnig til almenningso.fl. 

Skýrslan er hjálpartæki til að sundurgreina málið eða nátil heilarmyndar málsins. 

En satt viðmið hjá okkur kristnum mönnum er ávallt andiJesú Krists. Ábyrgð okkar prestanna og annara stjórnarmanna kirkjunnar birtist íljósi Jesú Krists, en ekki í ábendingum skýrslunnar.

Til þess að gera sína ábyrgð skýrari er nauðsynlegt ekkiaðeins að fylgja orðalagi skýrslunnar bókstaflega, heldur einnig að íhuga máliðog melta helst atriði sem eru komin fram í skýrslunni með sér "í ljósianda Jesú".

Vona að þetta gleymist ekki. 

Biskupinn ítrekar að skýrslan bendir ekki á neitt brotsitt á lögum. Er það kjarni málsins? Ég mann að Ólafur biskup notaði sams konarrök: "Það er engin sönnun um að ég braut á lögum". Var það málið? Eigum við ekki öðruvísi viðmið en veraldlega lögin eða starfsreglurnar?

Hvað segir Jesús núna í dag í hjörtum stjórnarmannakirkjunnar?  



mbl.is Telur að forysta kirkjunnar eigi að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkir þú nágranna þinn?


Þekkir þú nágranna þinn vel? Hér á ég ekki aðeins við náunga þinn í nágrenni þínu heldur einnig fólk sem þú hittir daglega á vinnustað, íþróttaklúbbi eða annarri reglulegri samkomu. Þekkir þú þá nægilega vel?

Manneskja er stundum mjög flókin og dýpri en við álitum með því að skoða útlit hennar og skilja hana aðeins yfirborðslega. Gerist það ekki stundum að maður sem þú hélst að væri leiðinlegur reyndist vera mjög fyndinn eða kona sem þú taldir vera kurteisa og hlýja var í raun köld og ruddaleg?

Slík upplifun á sér oft stað hjá mér. En til allrar hamingju hefur það gerst svo oft að ég er búinn að læra alveg nóg um lélega hæfileika mína í að dæma manneskju í fljótu bragði. Því reyni ég núna að taka mér góðan tíma áður en ég hef fast álit á manneskju. .....

Halda áfram að lesa hér:
http://tru.is/pistlar/2011/06/%C3%BEekkir-%C3%BEu-nagranna-%C3%BEinn/
 



"Við" viljum læra af mistökum


Karl biskupinn sagði í ávarpi sínu í dag: "Rannsóknarnefndin er liður í sjálfsskoðun kirkjunnar og stofnana hennar, mat á vinnubrögð og starfshætti. Við viljum læra af mistökum, læra að gera betur, við viljum styrkja og efla okkur í því að takast á við og vinna úr erfiðum og sársaukafullum málum með virðingu og hógværð, styrk og festu" (úr kirkan.is).

Rétt mælt hér.
En samt langar mig að segja eitt.
 
Ég er þjóðkirkjuprestur og því viðurkenni ég að ég eigi að bera ábyrgð á málinu sjálfur eins og allir aðrir starfsmenn kirkjunnar. Við þurfum að bera sameiginlega ábyrgð sem þjóðkirkjan. Engin spurning.
 
En áður en biskupinn byrjar að tala um "við" ("okkur"), vil ég að hann geri það skýrara að hvað tilheyrir ábyrgð kirkjunar sem heildar og hvað tilheyrir ábyrgð biskupsembættisins sjálfs. 

Hvernig getum við "venjulegir" prestar deilt ábýrgðinni á því að bréf Guðrúnar Ebbu hafði verið geymt í skúffunni svo lengi? (enda það þýddi í raun að það væri mikilvægra að vernda Ólaf biskupinn en að leggja hjálparhönd til kvennana, á mínum skilningi). Var það vegna kerfis kirkjunnar? Eða var það vegna eigin ákvörðunar biskupsins? 

"Við vorum vanbúin". "Við viljum læra af mistökum". 
Ég er hjartanlega sammála þessum. En til þess þurfum við gera það skýrara hvaða ábyrgð tiheyrir hverjum. Án þess getum við ekki lært neitt af mistökum "okkar". Er það ekki satt?  

  

mbl.is „Við vorum vanbúin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæn og svipmynd af ríki Guðs

.....
Að kvöldi sama dags og jarðskjálftarnir áttu sér stað hóf tvítugur strákur og háskólanemi í nágrenni hamfarasvæðisins lítið verkefni sem hann hafði fengið hugmynd að og átti eftir að vaxa. Svæðið þar sem hann bjó var algjörlega rafmagnlaust en með því að nota rafhlöður gat hann notað tölvuna sína og skoðað fréttir á netinu. Þetta var eina leiðin fyrir svæðið til þess að hafa samband við umheiminn. Ungmennið fann að margir, jafnt innan Japans sem utan væru að deila tilfinningum sínum, hugsjónum og hvatningu með öðrum í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter eða aðra netmiðla.   .....
 
Halda áfram að lesa hér:




Ætti líf mitt ekki að vera öðruvísi?


Hefur þú einhvern tíma hugsað þér eða óskað þess að þú gætir lifað lífi þínu upp á nýtt. Jafnvel ekki frá fæðingu, heldur frá ákveðnu tímabili, eins og frá því þú varst í framhaldsskóla, háskóla eða eitthvað slíkt?
 
Ég skoða reglulega fréttir þessa dagana frá japanskri kirkju, sem er móðurkirkjan mín, til þess að fræðast um starf hennar á hamfarasvæðunum eftir jarðskjálftann og flóðbylgjurnar. Það eru margir sjálfboðaliðar úr kirkjunni sem taka þátt í hjálparstarfinu þar og uppbyggingu og þarna sé ég fólk sem ég var með í prestaskóla.  .....

Halda áfram að lesa hér:



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband